Freyja - 01.12.1905, Blaðsíða 8

Freyja - 01.12.1905, Blaðsíða 8
104 FREYJA VIII. 5. ur ár. Þaðan fór hún til Kaupmannahafnar til aS fullnuma sig í hannyröum, dönsku og ýmsu fleiru, sem þá var kennt ungum stúlkum og hún lagöi mikla stund á aö nema. Mun hún þá hafa veriö orðin svo vel að sér til munns og handa, að fáar íslenzkar konur hafi staðiöhenni jafnfætis. Auk þess lagði hún sig í œsku rnjög mikið eftir fornsögunum og kom henni þaö síðar aö góð- um notum. Þegar hún kom heim frá K.höfn, tók hún að kenna ungum stúlkum og hefir jafnan síöan gjört mikiö aö því. Áriö 1874 giftist hún verzlunarstjóra, Jakobi Hólm, er þá haföi verzlun á Hólanesi.en missti hann ári síðar. Festi hún þá ekki yndi á Islandi og ferðaðist því til Ameríku og settist að í Winnipeg. Þar dvaldi hún í 13 ár. A því tímabili lagð; hún mikið kapp á að nema málara íþrótt og hafði ofan af fyrir sér með því að kenna ungum stúlkum bœði hana og allskonar útsaum. Þá tók hún og fyrir alvöru að gefa sig víð ritstörfum, sem síðan hefir verið aðal œfistarf hennar. Komu þá og út skáldsögur hennar hver á fætur annari. Fyrst „Brynjóltur Sveinsson“, einsogáðurer sagt, og mun hann hafa fengið mjög góðar viðtökur, sem sýndi sig bezt á því, að hann seldist upp á örfáum árum. En er ,,Eldingin“ kom út, sem var önnur í röðinni af inum stœrri verkum hennar og allra þeirra stœrst og umfangs mest að efnþdundu yfir hana hagl og eld- ingar aðfinnslu og ómildra dóma. Var ,, Eldingunni ýmislegt til foráttu fundið, sumpart ef til vill af því, að hún, konan skyldi voga sér að róa á þeim miðum, sem Isl. karlmenn álitu tilheyrasér e:num,og sem engin ísl. kona hafði á undan hennidirfst að kanna. Og suinpart af því, að ritháttur hennar, efnis val og meðferð þess efnis var í þá daga nýtt og óþekkt á Islandi. En einmitt Þaðsýn- ir, að sem rithöfundur, hefir frú Hólm siglt sinn eigin sjó. Ég gat þess hér að framan að frú Hólm líktist að efnisvali sagna sinna og meðferð á því, sumum sagnaskáldum annara þjóða og nefndi til Dumas, franska sagnaskáldið sem ritaði hverja sög- una á fætur annari um konunga Frakka og hirðlíf þeirra. Frakkar hafa með viðurkenningu sinni á þessu sagnaskáldi sínu, viðurkennt rétt skáldsins til að vefa skáldsögur sínar utan um virkilegar per- sónur ogvirkilega atburði og skapa innan í þann vef svo margar

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.