Freyja - 01.12.1905, Blaðsíða 4

Freyja - 01.12.1905, Blaðsíða 4
100 FREYJA VIII. 5. hennar og ég sagðí víÖ sjálfan mig: ,,Þetta er fögur sjón, þetta er himneskt !“ En þó þekki ég enn þá háleitari sjón. Þaö er aö sjá aldurhnigna elskendur, hjón sem lengi hafa haldist í hendur og gengiö samhliða undir þunga tímans að sjá þau brosa viö kveld- geislum æfi sinnar, jafn ánægö og jafn viökvæm eins og þegar þau hófu göngu sína með öllum þeim vonum og öllum þeim draumum sem heilbrigð æska á til í eigu sinni. Ég fyllist lotningu þegar ég sé geisla er stafa frá gleði og á- nægju göfugrar sálar og fjölga með hverju hári, er tíminn málar grátt. Mér finnst sem ég sé staddur við opnar dyr allrar dýrðar og horfi þar inn er ég sé þá ást sem festir dýpri rætur eftir því sem árin fjölga. Uppspretta þeirrar hluttekningar og einingar sem í ellinni sýnir fegri tjöld en þau sem elsku vonirnar máluðu, sem tengir nánar dag frá degi þœr sálir, sem hafa strítt saman, starf- að saman, glaðst saman, grátið saman. Já, sú uppspretta er dýrðlegust alls þess er á jarðríki þekkist. Meigi slík hjónabönd í þúsundatali verða blessun mannkyns- ins. Meigi slík ást sem þarf engin ytri lög né fjötra,verða alfrjáls stjórnari mannlegs sálarlífs. Það er sá réttur sem mannshjartað á heimting á, samkvæmt lögum eðlis og tilveru. SlG. JÚL JÓHANNESSON. STÖKUR. Þótt máni vefji geislum grjót ei gróður vekja þeir, ef ekkert vermir viðarrót hann visnar, fölnar deyr. Ef fjarlœgð skílur Önd frá önd hið innra, dimm og köld þá gagna engin ytri bönd og engin boð ré Völd. SlG. JÚL. JÓHANNESSON.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.