Freyja - 01.07.1906, Síða 4

Freyja - 01.07.1906, Síða 4
2 76 FREYJA VIII. 12. raun var og gjörð á öðru barnahœli í borginni Rochester með lík- um árangri. Mér dettur ekki í hug að halda þv( fram að öll þessi börn deyi beinlí'nis úr hor eða af sulti. Það eru líklega fá börn sem þannig deyja, eða sveita í hel, jafnvel þó það sé víst, að hópar af börnum smakki ekki mat einn eða fleiri daga i senn, og hafa tímum saman bæði íítið og lélegt fæði. Orsök barnadauðans liggur í þrí.að foreldr- arnir geta hvorki haft heilnæmt fœði handa börnunum né nært þau nógu reglulega. Afleiðingin er sú, að líkamsbyggingin veiklast og verður með tímanum rnóttœkileg fyrir alla sjúkdóma. Til dæmis er beinkröm sjúkdómur, sem sérstaklega ásœkir börn fá- tœklinganna. Af mislingum deyja sjaldan börn efnaða fólksins, en þó leggja þeir börn fátæklinganna þúsundum saman í gröfina. Þetta kemur til af því, að þeir efnuðu hafa ráð á góðum húsakynn- um, heilnœmri fæðu og góðri aðhlynningu, sem börn fátælding- anna í stóru margbýlunum verða að fara á mis við. Krampi er vágestur sem ótítt heimsækir ríka fólkið, en er dauðlegur óvinur fátœklinganna, og sama gildir um ótal aðra sjúkdóina. Spurðu lœknana sem útbýta gsfins meðölum ti! fátœklinganna hvort ekki sé rétt frá sagt. Spurðu hospitals læknana og rannsakaðu sjálfur skýrslur þeirra og að því búnu muntu sannfærast um að helming- urinn að minnsta kosti af öllum börnum sem deyr, deyr af óhollri og ónógri fœðu. Þér vitið að ríka fólkinu tekst undra velað loka augunum fyrir sannleikanum f þessu efni. Það kaupir að vísu litmyndir af blaðadrengjum og heimilislausum götudrengjum, sem æfinlega eru eftir góða málara, er hafa einstakt lag á að láta þá sýnast glaðlega og ánægjulega, þó þeir séu tötrum klœddir með tóman maga og eigi hvergi hcfði sínu hæli. Þessar myndir hengirríka fóikiö svo í stáss stofurnar sínar og heldur sig svo hafa komist í náinn kunn- ingskap við örbirgðina og þekkja hana út í yztu æsar. En á með- an stendur önnur mynd, voðaleg í sínum virkileika, laus við alla töfraliti málarans rétt fyrir augunum á því daglega. Stundum eru það holdgrannar, fölleitar og tötralega búnar stúlkur, 12 til 14 ára gamlar, stundum líka yngri, með ungbörn eða máske stálpuð börn

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.