Freyja - 01.07.1906, Page 23

Freyja - 01.07.1906, Page 23
VIII. 12. FREYJA 295 liátt, — tilgangurinn helgar ekki meSaliö. Það er betra aS falla sem drengur en vinna sem þÝ. Hve afar mikill munur er þá á því, aö vinna sem drengur eða falla sem þý! Hefði A. gengið hreint aö verki eins og hinn, og svo orðiö undir eins oghannvarö, þá heföi enginn glaðst af óförum hans. Því allir gengu út frá því sem sjálfsögðum hlut að annarhvor heföi miður. Ég hefi nokkrum sinnum talað viö yður um manngöfgi og drengskap og vona að þér nú beriö skyn á hvað ég meina með því. Ég vil því einungis segja þetta: Hvaö svo sem þér gjörið, hvort heldur í barnaleikum yðar eða í alvöru lífsins, þá breytið svo, að blygðunarroði brenni aldrei kinnar yöar, þó verkum yðar og hugs- unum yrði þannig snúið, að þau blöstu við hvers mmns augum. Hreint hjartaiag er fjársjóður, sem sœttir mann œ við sjálfan sig hversu sem allt annað gengur. Yðar einlæg, Amma. TILUNGRA STÚLKNA OG MÆÐRA. Eftir Unni. Síðast lofaði ég að segja nokkur smá œfintýri úr ástalífinu og mætti nefna þau Astagöngur. Árin frá 16 og þar til stúlkan giftist eru eða ættu að vera hennar beztu ár, og þó er henni ef til vill aldrei eins vandlifað og þá. Það þykir sjálfsagt að piltarnir fari að hugsa sér fyrir stúlku þegar þeir hafa nokkurnvegin náö fullorðins aldri, Þeir meiga gefa stúlkunum hýrt auga þegar þeim sýnist, þeir meiga ganga í valið að svo miklu leyti sem þeir hafa vit á eða þeim lukkast það. En stúlkurnar hafa engin slík réttindi. Þær verða að bíða eftir því að þeir bjóði sig fram, að vísu liafa þær, í mörgurn tilfellum að minnsta kosti, rétt til að neita. Ég segi í rnörgum tilfellum, af því að það hefir oft komið og kemur jafnvel enn þá fyrir, að stúlkur hafi ekki rétt til að neita. Séu stúlkurnar glaðar og léttlyndar eru þær kallaðar daðursmeyjar. Séu þœr al- vörugefnar og varasamar, er sagt að það sá piparmeyjarsvipur á þeim og verra getur það ekki verið. [Framhald næst.

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.