Freyja - 01.06.1908, Page 5

Freyja - 01.06.1908, Page 5
X. io-u. FREYjA 261 úr glitrandi perluskrúöi eöa Ustfengasta glitsaum, Auk þess- ara stóru fána voru aö minnsta kosti 800 minni fánar. Kvenn-stúdentarnir gengu sér í einkennisbúningum sínum. Þó konur hafi aögang aö Oxford og Cambridge háskólunum gefa þeir þeim enga einkunn viö prófin. Frá öllum háskólum sem þannig er ástatt gengu kvenn-stúdentarnir undir fána með þessurn oröuin: Atkvœðislausar konur með' enga einkunn. Kvenn-stúdentarnir frá Somerville háskólanum höfðu sérstak- an fána og þess utan voru allmargir kv.-stúdentar frá Lund- úna, Dublin, Liverpool, og Manchester háskólunum. Loeröu hjúkrunarkonurnar báru sitt eigið flagg með þess- um orðum: Hiuar einu sjálfstœíhi konur í Lundúnaborg. Forstööukona jjessa félags, Florence Nightingale gat ekki tekið þátt í skrúögöngunni sökum elli lasleika, en alla sína löngu og blessunarríku æfi hefir hún verið ákveðin kvennrétt- indakona. I sögudeildinni voru fánar bornir f minningu um þrjár hinar merkustu drottningar líreta, Boadicea, Elizabeth og Victoríu. f bókmenntadeildinni voru Högg með nöfnum þeirra Browning, Austin, Charlotte Bronte og George Eliott. Auk þessa tóku fjölda margir kvenn-rithöfundar og skáld þátt í skrúögöngunni og meöal þeirra sein blööin sérstaklega nefna var Elizabeth Robins, hinn ungi ameríkanski leikritahöfund- ur. í skrúðgönguntii var ogminnst kvenn-stjörnufrceðinganna og fánar bornir með nöfnum þeirra Caroline Ilerschell og Mary Somerville uinkringd af stjörnuinerkjum. Þar var og fáni með nafni Lydfu Becker, sem um mörg ár var foringi kvennfrels- ishrevfingarinnar á Englandi. A þennan fána var dregin páll og reka ásaint þessum orðum: FrumJierji frumhcrjanna. Konur úr frjálslynda flokknum gengu saman og báru fána með þessum orðum: Frjálslyndu konurnar krefjast atkvœðisrétt- arins. í skrúðgöngunni voru og fleiri þúsund konur tilheyrandi ýmsum verkakvennafélögum og hafði hvert félag sinn fána með sérstökum einkunnarorðum, og meðal þeirra þessi eggj- unarorð Nelsons: Göngum nxr óvinunum.

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.