Freyja - 01.09.1909, Side 22
46
FREYJA
XII. 2 -3.
,,Nei, aldrei,“ sagði Róma og sló myndina rokna högg
meö meitlinum þvert yfirandlitið, svo hún íéll í mylsnu niöur
á gólfiö.
Hálfum tíma seinna sat hún ein í sömu stofunni yfir rúst-
um hruninna vona og vinnu og var í þungu skapi. Þá kom
baróninn enn inn og sagöi fremur stuttlega:
,,Eg neyöist til aö ónáöa þig enn einusinni með nærveru
minni ti! þess að láta þig vita hvernig afstaða mín verðigagn-
vart þér framvegis. Eg held áfram að álíta þig eiginkonu
mína og manninn sem hefir komist upp á milli okkar, elsk-
huga þinn. Eg cetla mér ekki að sleppa þér við hann, og þú
mátt búast viö að ég sporni á móti því með öllu móti að hann
nái þér eða aö þú farir með honum,"
Að svo mœitufórbaróninn en Róma sat eftirog var hugsi.
XI.
Rossi æddi eins ogóöur maður áleiðis til Palazzo Bracski
þegar hann fór að heiman. Hann hljóp upp marmara tröpp-
urnar þó fæturnir gætu varla borið hann. í huganum fór hann
sömu hamförum yfir atburði dagsins, en stanzaði ávalt við
dánarbeð barnsins og var það ekki til aö sefa skap hans_
,,Litli drengurinn okkar er dáinn—dáinn í fangi móðursinnar!
Láttu mig finna morðingjann, guð minn góður— morðingja
litla saklausa drengsins okkar—ljóssins augna okkar, sem dó
á svipstundu. Hjartans litli jósep! Ætti þá enginn að hefna
þín? Ekkert réttlœti að ná til mannsins sem orsakaði dauða
þinn? Jú, ég skal hitta hann og hantn skal deyja, því hvað
skiftirossum þá sem unnu verkið—vesalings verkfoerin íhönd-
um fantsins. “
„Þanmg hugsaði Rossi, og dyrvörðurinn varð skelkaður
er hann sá andlit hans og spurningum Rossis um baróninn
svaraði hann með því, að hann hefði ekki komið áskrifstofu
sínu síðan í gœr, hans Exeilency kynni að vera heima.
Rossi héit þá tii Pajazzo Leone. Stóð uppreistin þá hvað
hæst. A Corso Victor Emmanúel krossgötunum skiftistfólkiö.