Freyja - 01.09.1909, Qupperneq 28
52
FREYJA
XII 2-3
„Þetta er holt hungruGam manni. “ sagði hann og tók
rösklega til matar síns. A8 því búnu fylti hann pípu sína og
tók aö reykja í ákafa. „Það er iangt síðan viö höfum verið
saman, nú þarf ég líka að segja þér nokkuö, Frank, þó ég
œtlaöi þér að hefja máls á því, “ sagði hannog teygði letilega
úr sér þar sem hann sat í bezta stólnum.
Hún var líka sezt, haliaði sér áfram í áttina til hans og
sagði: „Ég veit hvað það er. Þú ert ástfanginn. “
„Hvernig í ósköpunum fórstu að vita það?“
Hún hló. „Ég las það á milli línanna í bréfunum þín-
um og úr línunum sjálfum þó þú segðir það ekki. Ó, Bobbi,
Bobbi! Þú kant ekki aðfara meö leyndarmál, minn góði, “
sagði hún og hló, svo að skein í hvítar tennurnar. „Hvernig
er hún í hátt?“
,,Eins og-eins og alt sem fegurst er og bezt. Há og tíg-
ugleg eins og gyðja, — , ,Gul-bjart hárið, hjarta trútt, himin-
bláma í augum.' Já og dún-mjúkar, mjallahvítar hendur.-1
Frances varð ósjálfrátt litið á vinnu-hörðnuðu blekblettuðu
hendurnar á sér. Með þeim hafði hún unnið sér brauö og
sjálfstæði, sem getur af sér sjálfsvirðingu. Hún átti á engu
öðru völ, nema því, að verða undir í baráttnnni fyrir tilver-
unni. En þannig var hún ekki skapi farin. Hún varð að duga
eða deyja.
,,Hún er undur smáfætt, “ hélt Bob áfram og reykti í á-
kafa til að sjá myndir af unnustu sinni í reykjarmekkinum, en
Frances dró þegjandi að sér fœturna meö hálf-slitnu vinnu-
skónum sínum. ,.Og kjólarnir hennar er svo undur fallegir
tómar feliingar og útflúr og hattarnir veifandi fjaðrir og ég
veit ekki hvað,“ hélt hann áfram eins og í leiöslu, og eins
og hann væri ráöalaus með lýsingarorð.
„Já, feliingar og fjaðrir og útflúr, “ enduríók hún ogleit
óvingjarnlegum augum á sléttu fötin sín.
, .Hún kemur bráðum til New York, ég hefi sagt henni
frá þér og hún vill kynnast þér. Ó, hvað það veröur gaman, “
sagði hann og hló dátt. „Ég lék dálítið á hana—kallaði þig
Frank, og sagði henni hvað góðir vinir við værum, hvað góð-
ur strákur þú værir og aö þú heföir vakað yfir mér og komið