Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Síða 5
T í Ð I N 1) I
9
kæmu saman einu sinni eða tvisvar á ári til þess að hlýða
á einhvern úr sínum hópi ílytja erindi um skyldur, erfið-
leika og hvatningar prestsembættisins, mundi slíkt eðlilega
brýna þá um að leggja sig fram, viðlialda í hugskoti þeirra
lifandi tilfinningu fyrir þeirri ægilegu ábyrgð, er þeir hafa
tekið á sig með köllun sinni, og verða til þess að hver og einn
gerði sitt ítrasta fyrir söfnuð sinn.“
Þetta bergmál af orðum og óskum prestsins í Hvammi,
sem hinn mikli og skilningsríki vinur þjóðar vorrar hefur
varðveitt, er eftirtektarvert. Víðar hefur þessi hugsun látið
á sér bæra en hjá sr. Vigfúsi. Það er m. ö. o. gamall draumur,
sem rætist, þegar Prestafélag Hólastiftis er stofnað. Hér sem
oftar kom það fram, að einn sáir og annar uppsker.
En nú skal horfa fram. Nú skal sækja fram, í þakklæti
fyrir gengin spor og góðan arf, í skini ferskra drauma og
vona, í birtunni frá þeim Drottni, sem fer fyrir sínum og
brautina markar um árin og aldirnar og stefnir til sigurs.
Vér sjáum skammt og náum skammt með þeim skrefum
og tiikum, sem vér fáum auðnu til og (Juðs fulltingi á stuttn
og hverfulu æviskeiði. En með honum er hver svipul stund,
hver spölur og áfangi vegarins, í bjarma þess morguns, sem
lýsir sjónhring síðan er páskasólin reis, og ber með sér and-
vara ríkisins, sem er að koma og vér erum kallaðir til að
vitna um og þjóna.
Ég óska Prestafélagi Hólastiftis til hamingju með þann til-
gang, sem markaður er með sérstakri áherzlu í 3. gr. laga
þess, endurreisn biskupsstóls á Norðurlandi, og ég heiti nú
sem áður stuðningi í orði og verki við raunhæfar aðgerðir
til þess að koma því stefnumáli í höfn.
Friður sé með bræðrunum og kærleiki, samfara trú, frá
Guði föður og Drottni Jesú Kristi. Náð og óforgengilegt eðli
veitist öllum þeim, sem elska Drottin vorn Jesúm Krist —
('Ef. 6, 23-24).