Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Síða 23
T í Ð X N D I
27
stæðilega gleði: Guði séu þakkir, seni gefur oss sigurinn
fyrir Drottin vorn Jesúm Krist.
Þessi orð vil ég eiga með þér, vinur minn og bróðir. Við
eigum þau vissulega báðir, með Páli og öllum hinum, öllum
þeim mikla skara, sem eftir hann kom. Og þegar ég flyt þau
hér, er ég enn að þiggja áminningn, enn er verið að rif ja upp
grunnstefið í því Ljóðaljóði lífsins, sem er saga kirkjunnar
minnar og þinnar frá upptökum til eilífðar.
Kirkjan er fædd af þeim fögnuði, sem mestur varð á jörð.
Hún er í innsta eðli bergmál og endurskin af fögnuði himn-
anna, sem Jesús talar um í sumum kunnustu dæmisögum
sínum. Hún er endurvarp af þeirri gleði, sem kærleikur
himnanna veit æðsta og sælasta, þeirri að hjálpa, bjarga,
blessa.
Þetta bjarta blik, þetta himneska bros, er yfir hverju
altari, í hverju því húsi, sem heilagt er, og heilagt er ekkert
hús sakir neinnar vegsemdar annarrar en þeirrar, að heilag-
ur Guð, faðir Drottins vors Jesú Krists, kannast við fátæk
l)i)rn á litlu jörð og vill helga þau sér og sínum ríka himni.
Þú gengur í helgidóminn og spurningin brennur í sál:
Hvað ert þú, hvað hefur þú? Hvað getur þú gefið, sjálfur
snauður, sjálfur syndari meðal annarra?
Húsið kann að vera helgað af aldanna tilbeiðslu, eins og
þetta. Það getur verið hiifuðprýði meðal nýrra mannvirkja
í blómlegum bæ, eins og musterið þitt á Akureyri. En það
kann Hka um yfirbragð að vera í fullri mótsögn við allt, sem
kallast vegfegt, við ailt, sem einkennir nútímans ytri sigur-
sókn. Og við sjálfir? Hvað er eitt snautt hús, kannski van-
rækt, á móti því, sem hjarta manns kann að geyma af van-
hirðu, örbirgð og flekkun?
En þá kemur 1)1 ikið, geislinn ofan yfir altarið, þá koma
orðin úr djúpinu bjarta: Guði séu þakkir. Hann gefur.
Hann er hér. Eyrir Drottin vorn Jesúm Krist eru himnarnir
opnir yfir þessum stað, fyrir Drottin vorn Jesúm Krist er
eilíf náð og friður, fyrirgefning, lækning og líf að leita þín,