Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Síða 27
Hann læknar
Predikun vigslubiskups, séra Péturs Sigurgeirssonar, að
aflokinni vígslu hans i Hóladómkirkju, 12. sunnudag
e. trin., 24. ágúst 1969.
Texti: — Markús 7, 31—37.
Og hann fór aftur burt frá Týrusarbyggðum og fór um Sidon til Galileu-
vatns, um miðjar Dekapólisbyggðir. Og þeir færa honum mann daufan og
málhaltan, og þeir biðja hann að leggja hönd sína yfir hann. Og hann vék
honum afsíðis frá mannfjöldanum, slakk fingrum sínum í eyru honum og
vætti tungu hans munnvatni sínu. Og hann leit upp til himins, andvarpaði
og segir við hann: Effata! — það er opnist þú. Og eyru hans opnuðust og
haft tungu hans losnaði, og hann talaði rétt. Og hann bannaði þeitn að
scgja nokkrum frá því, en því meir sem hann bannaði þeim það, því meir
Itáru þeir það út. Og þeir undruðust næsta mjög og sögðu: Allt hefir hann
gjört vel, jafnvel daufa lætur hann heyra og mállausa mæla.
í textanum er talað um það, sem oftast er tilefni frásög-
unnar af Kristi í guðspjallasögunum.
Hann læknar.
Það er komið til hans með sjúkan mann og hann beðinn
um að leggja hendur yfir hann og lækna hann.
Þetta er ein sú algengasta sjón, sem fyrir augu ber, þar
sem vér sjáum Jesúm vera að ferðast um í landinu helga. —
Þeir komu til hans, einn og einn eða fleiri saman, og alltaf
var það sama bænin: lækna þú, miskunna þú. — Þetta var
fólk með „allra lianda mein og krankleika", og Kristur gat
læknað það í krafti orðsins, í mætti bænar og trúar með
þeirri lækningagáfu, sem Guð hafði gefið honum. Menn
fóru heilir af fundi hans og lofsyngjandi. — Þetta fór ekki