Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 30
34
T í Ð I N D I
Ummæli eins af rithöfundum þjóðarinnar eru orð í tíma
töluð, að því er varðar okkar viðhorf til vandamálanna. —
Hann skrifar:
„Við barn, sem í dag grætur, af því að það hefir enga
mjólkurlögg, tjóir lítt að segja: ,Ég hefi ágæta kenningu við-
víkjandi þér og ef hún verður framkvæmd, mun hún lækna
öll börn í heiminum af hungri einhvern tíma seinna' —
ekkert getur hjálpað í dag, nema galdur einnar brauðsneið-
ar og mjólkurbolla.“ (H. K. Laxness: Upphaf Mannúðar-
stefnu, bls. 214).
Og þá kemur mér í hug íslenzki flugmaðurinn, sem ég
las um í blöðunum á dögunum og hættir lífi sínu á hverri
nóttu til að færa hinum hungruðu og dauðvona hjálpina.
Og þeir eru fleiri, sem það gera með þeirri samhjálp,
sem hinn ábyrgi heimur hefir stofnað til, hvar sem um neyð
er að ræða. Þar er kirkjan að starfi.
Trúin er lifandi og starfandi, ef hún leitar verkefnanna,
— eins og Kristur var kominn til að leita að hinum týnda
og frelsa hann. Þegar trúin hefir fæðzt í hjarta mannsins,
leitar hún ekki inn að honum sjálfum, heldur út til þeirra,
sem sjúkir eru eða særðir og þurfa hjálparinnar við. Trúin
er löngun til þess, að vera með Kristi í verki hans. Kristur
var ekki kominn til þess að láta þjóna sér heldur til þess
að þjóna og til þess að leggja líf sitt í sölurnar sem lausnar-
gjald fyrir marga. (Matth. 20, 28).
Það var þetta, sem knúði guðfræðinginn og mannvininn
Albert Schweitzer til læknisþjónustunnar inn í frumskóga
Afríku, þar sem hann vissi af hjálparlausu, sjúku fólki, er
engan hafði til þess að rétta því hjálparhöndina. — Hann
fór þangað einmitt til þess að geta látið hendurnar tala máli
trúarinnar. —
Að lokinni einni læknisaðgerð í sjúkraskýlinu skrifar Al-
bert: „Hann (þ. e. sjúklingurinn) hefir vart komizt til sjálfs
sín, er hann lítur undrandi í kring um sig og segir upp
aftur og aftur: Ég finn ekkert orðið til. — Ég finn ekkert