Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 41

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 41
T í Ð I N D I 45 Elfur tímans streymdi og krafði breytinga. Jesús Kristur fyrirskipaði postulunum trúboð ,sem þeir ræktu af kostgæfni víða um lönd hins þá þekkta heims. Það trúboð gisti heiðin lönd, sem höfðu takmarkaða snertingu við Gyðingaland og þekktu eingyðistrú Gyðinganna sennilega mjög af skornum skammti. Við trúboðið útbreiddist þekkingin á Jesú og auðvitað mest af frásögunum fyrir munn trúboðanna, sem kynntu raunar Gyðingdóminn líka. Vér kynnumst þvi af Pálsbréf- unum, hvernig Páll postuli vitnar jöfnum höndum til trúar- lærdóms Gyðinga og skýrir kenningar Krists, enda sneri liann sér vanalega fyrst til Gyðinganna á trúboðsferðum sínum. Hann rökstyður kenningar Krists með tilvitnunum í ,,Ritninguna“, sem hann svo nefnir, og „Lögmálið". En sumir, sem aðhylltust kenningar Krists, voru ekki reiðubúnir að aðhyllast Gyðingdóminn og þegar tímar liðu fram fóru að heyrast raddir þar að lútandi. Postularnir og aðrir vottar að starfi Krists voru dánir. Þeir, sem voru í per- sónulegu sambandi við þá, voru einnig að hverfa og kveðja. Nú var gott að hafa hið ritaða orð. Ritaða orðið var hald og festa vaxandi kirkju. En þá var líka byrjað að afrita og endursemja. Ritum fjölgar og skrifum, sem velja verður á milli og sífellt verður erfiðara að skilja á milli hismis og kjarna, því að margir fara eftir eigin geðþótta. Sífellt gerist því erfiðara að velja rir frásögnum af hinum elskaða Erelsara, Jesú frá Nazaret. Árið K38 eða 139 verða þáttaskil. Að líkindum er þá munnleg erfðasögn höfð í mestum heiðri í kristnum söfn- uðum næst á eftir ritum Gamla-testamentisins. En nú stígur fram í kristnisöguna maður að nafni Mark- ion. Hann kemur frá Sinope í Pontus til Rómaborgar, annað hvort fyrr nefndra ára. Markion er auðugur útgerðarmaður, telur sig kristinn og er veitt viðtaka í kristnum söfnuði í Rómaborg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.