Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Blaðsíða 48
52
T í Ð I N D 1
prófastsæmi hér heima á íslandi. Og enn síður var þessi
breyting á fundarstað létt verk, þar sem að baki lá eitt hið
stærsta þjóðfélagsvandamál, er þjáir heiminn í dag. — Breyt-
ingin á fundarstaðnum var gerð vegna þess, að Brasilía var
ekki talið land, sem hægt væri að dvelja í vegna óstjórnar
og ófrelsis í landinu. — Oryggi fulltrúanna var þar í hættu.
— En þó var um hitt meira rætt, að fyrirsjáanleg höft myndu
binda þingið og torvelda störf þess, svo að ekki yrði þar
fullt frelsi til að láta skoðanir sínar í ljós. — Grimm stjórn
sýndi enga miskunn, og margir voru undir hælnum sárir
og í fangelsi, sumir búandi við mikla neyð. — Það, sem reið
baggamuninn, að þingstaðnum var breytt, var forsetinn
Medici, sem hafði verið boðið af kirkjunni í Brasilíu að
koma til Porto Allegre og ávarpa þingið. — Engan veginn
mátti það verða, að allsherjarþingið yrði notað til þess að
vera talið á bandi stjórnarinnar. Þá var betra að standa
fjær og hafa svigrúm til að lýsa yfir mótmælum gegn kúgun
og misrétti. Og því voru fulltrúarnir saman komnir í must-
erinu í Evian, en ekki í kirkjunni í Porto Allegre. —
Ekki til að hylja yfirsjónir.
Þó vildi presturinn í vekjandi ræðu sinni ekki skella
skuldinni á aðra. — „Við ættum ekki að vera hér í leit að
fíkjuviðarlaufi til þess að hylja nakinn, mannlegan breysk-
leik,“ — sagði hann. — „Ekkert er auðveldara en að játa
syndir annarra, en ekkert er þýðingarmeira fyrir líf sam-
félagsins en viðræður, játning og fyrirgefning.“
Presturinn tók skýrt fram, að við værum ekki komnir til
Evian til að hvílast, og eiga náðuga daga, helur takast á við
vandamálin, horfast í augu við það, sem væri að gerast í
heiminum. — Hann benti á, að það hefði verið á þessari
jörð, sem Kristur reis upp, og það væri í þessum heimi, sem
við ættum að sjá nýjan himin og nýja jörð, vinna að því
verki á hinum trausta hornsteini, er þegar væri lagður. —