Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Qupperneq 82
8(5
T í Ð I N D I
menningarmála, svo að fátt eitt sé talið. Móðir, kona, meyja,
sem ég nú tala til: Hvað getið þið gert fleira til þess að
stuðla sameiginlega að því, að gera enn fleiri mæður og
börn hamingjusöm? Eg á hér ekki við litlu börnin, heldur
þau, sem eru að komast á fullorðinsár. Eg hefi oft orðið
þess var, að talað er um ungmennin í vandlætingartón, en
þegar ég hefi spurt, hvort hinn sami gæti þá ekki gefið eitt-
hvert haldgott ráð um það, hvað ætti að gera fyrir þetta
fólk, hefi ég yfirleitt fengið afsvar eða útúrsnúning eða þá
afsökun: iÞetta er ekki mér að kenna!
En nú vil ég benda á það, sem ég hefi haft í huga og hjarta
all lengi. Það fyrsta, sem þarf að gera fyrir pilta og stúlkur,
er að gefa þeim sameiginlegt áhugamál, eða það áhugamál,
sem hvort kynið um sig getur heitt sér að. Auðvitað á margt
æskufólk áhugamál, sem það berst fyrir. Og slíkum tekst
oftast að höndla hamingjuna. Þarna má nefna íþróttir,
hindindismál, trúmál og ýmislegt fleira, sem ekki er jafn
fjölmennt. En svo koma stundarmálin, sem heltaka lmgi
æskufólks. Slík stundarmál eru oft sprottin upp af því, að
ekki er áhugamál fyrir hendi, sem veitir fullnægju. Þess
vegna fara oft forgörðum mikil andleg verðmæti.
I bókmenntum og listum þarf að gefa æskufólkinu betri
kost. Lapþunnt, næringarlaust gutl rímleysunnar, abstrakts-
ins og ósamhljómanna hefur haft skaðlegri áhrif á lista-
smekk æskufólks en menn gera sér almennt grein fyrir.
Ég átti einu sinni tal um abstraktmálun við einn þekkt-
asta listmálara landsins. Við höfðum verið góðir kunningj-
ar áður, meira að segja unnið saman við uppskipun o. fl.
Eftir samtal okkar um abstraktið vildi þessi maður lítið
við mig tala, en þá sjaldan það vildi til, þéraði hann mig.
Nú er þessi málari búinn að sjá að sér á vegi listarinnar —
og má bæta því við, að nú þúar hann mig. Einstrengings-
legur liroki þeirra, sem standa að afskræmingu listanna,
þarf að víkja, áður en hann hefur glatað listasmekk fleiri
ungmenna. Hér er hlutverk fyrir móður að vinna, sem vill