Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Side 84
88
T í Ð I N D I
Munduð þið ekki vilja stuðla að eða a. m. k. styrkja nám-
skeið, þar sem kennt væri andlegt uppeldi og t. d. lista-
smekkur? Það er meira virði að vera vel að sér í því, hvern-
ig bezt verði sáð á barnssál, heldur en hvernig soðið er niður
kjöt eða kál, eða sáð í matjurtagarð, þó að þetta sé að sjálf-
sögðu æskilegt.
Ég talaði um það hér að framan, að það þyrfti að fá unga
fólkinu áhugamál. Ég tel það svo mikils virði, að náð verði
til þeirra, sem ekki hafa enn valið sér áhugamál, að það
megi ekki dragast. Mæður ættu að vera brennandi af áhuga
fyrir slíku og hvetja börn sín sem bezt til að kynna sér
starjsgreinar. Mér er það minnisstætt, þegar ég var að ræða
áhugamálaval við nemendur mína og fékk það framan í mig
frá einum þeirra: „Ég hef oft hugsað um það, þegar mér
hefur liðið eitthvað illa, til hvers ég vceri eiginlcga að lifa.“
Þegar nemandinn hafði sagt þetta, voru það fleiri ungmenni
í hópnum, sem tóku undir með honum. Hafið þið gert ykk-
ur ljóst, að þannig hugsa margir unglingar, jafnvel á þess-
um tímum — ef til vill fremur nú en fyrir 20—25 árum.
Þetta er ægilegt að hlusta á. Mun ekki flesta langa til að
bæta úr slíku? Jú, sannarlega! Ég minntist á það áðan, að
hér á landi starfa ýmiss konar félagasamtök, sem stuðla að
því eftir fremsta megni, að ungu fólki sé bægt frá böli. En
betur má, ef duga skal.
Ungur maður kom til mín fyrir all mörgum árum. Þegar
hann var kominn inn á skrifstofuna til mín, dró hann upp
skammbyssu. Hann sagði mér, að undanfarið hefði hann
verið kominn á fremsta hlunn með að stytta sér aldur með
þessu vopni. Auðvitað spurði ég hann fyrst um ástæðuna,
því að ég þekkti piltinn nær því ekkert. Þá kom frásögn hans.
Hann var sjómaður, einhleypur. Tekjur hafði hann gífur-
lega miklar, en ekkert til að lifa fyrir. Hann aðeins aflaði
stórra fjárhæða, en sóaði þeim í slark, en var jafn rótlaus
eftir sem áður. Ekkert að lifa fyrir — hugsið ykkur! Ég átti