Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 98

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 98
102 T í Ð I N D I upar leggi á þá bann eða forboð, og ákveða sektir á þá menn, sem rjúfi þessar skuldbindingar og fylgi biskupum að ólög- um. En heilagri kirkju segjast þeir muni veita hlýðni í öll- um þeim málum, sem hún hafi vald á, samkvæmt sættar- gerðinni í Túnsbergi (árið 1277) og gildandi landslögum. Þannig var komin talsverð ólga hjá leikmönnum gegn kirkjuvaldinu. Þar með má telja víst, að þessi ólga hafi að nokkru stuðlað að því, hversu siðbótin komst fljótt á meðal almennings í landinu. II. Á fyrri hluta 16. aldarinnar birtast fleiri atburðir, sem við skulum virða sem bezt fyrir okkur. Þar getur að líta átökin milli tveggja sterkra valdsmanna innan kirkjunnar um yfirráðin yfir Hólastifti. Er bezt fyrir okkur að styðjast þar einkum við frásagnir Magnúsar Bjiirnssonar bónda á Hofi á Höfðaströnd. Hann var fæddur 1541 og var því orðinn 9 ára, þegar Björn faðir hans, prestur á Melstað og afi hans, Jón biskup Arason, Hólum, voru teknir af lífi 7. nóvember 1550, ásamt Ara föðurbróður hans, lögmanni á Möðrufelli í Eyjafirði. Á árinu 1519 var kjörinn til biskupsembættisins í Skál- holti Ögmundur Pálsson, sem áður hafði verið prestur á Breiðabólsstað í Fljótshlíð, en síðan ábóti í Viðey. Hann hafði þó ekki siglt til biskupsvígslunnar fyrr en á árinu 1521. Úr vígsluför sinni í Noregi kom hann haustið 1522. Þá tók hann við embætti sínu í Skálholti. Þegar Ögmundur biskup kom úr vígsluför sinni, höfðu þau tíðindi gerzt í Hólastifti, að Gottskálk biskup Nikulás- son lézt 1520, en officialis tekinn Jón prestur Arason. Hafði hann tekið við Hólastað nokkru síðar. Vegur og vald séra Jóns hafði vaxið svo, að 26. maí 1522 hafði hann verið kjör- inn til biskups í Hólastifti af öllum prestum þess, nema einum, séra Pétri Pálssyni, sem síðar varð ábóti á Munka- þverá. En það var ekki þessi prestur einn, sem var andvígur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.