Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 101
T í ö I N D I
105
ur, að það væri sjálíur officialis og biskupsefnið, og hneigði
sig mjög fyrir síra Þorsteini og stakk hatti sínum undir hönd
sér, og tók upp bréf biskups Ögmundar úr pungi sínum og
fékk síra Þorsteini. En í því sama bili datt hans hattur á
jörð; þá skipaði síra Þorsteinn Ara Jónssyni af valdi að taka
upp hatt prestsins, og það gjörði hann, og svo skildu þeir
með það. Síra Þorsteinn lofaði að senda honum svar aftur
annars dags; en síra Jón Arason sá aldrei það bréf biskups
Ögmundar, því að síra Þorsteinn sá fyrir því; og fór Ólafur
Gilsson erindislaust heim aftur til Skálholts."
En séra Jón Arason skrifaði bréf til Ögmundar biskups.
Þar varð biskupi ljóst, að hrekkjabrögð höfðu verið höfð í
frammi við séra Ólaf, og gramdist honum það mjög. Vildi
hann herða sóknina og sendi nú til Hóla þann prest, sem
einn allra presta í Hólastifti hafði ekki kosið séra }ón til
biskups, Pétur Pálsson. En hans ferð lauk einnig erindis-
laust. I sambandi við móttökurnar sem þessi sendimaður
hlaut á Hólum, bættust enn við ásakanir Ögmundar biskups
á hendur séra Jóni, að hann hafi látið hneppa sendimann-
inn í „byrgt hús“.
Þá sendir Ögmundur biskup norður til Hóla séra Jón
Einarsson, sem hann vildi koma að sem biskupi á Hólum.
Séra Jón Arason tók vel á móti nafna sínum og hélt honum
og mönnum hans veizlu mikla. En af bréfalestri varð ekki
að því sinni, þar eð séra }ón Einarsson vildi ekki lesa það
upp, en hélt fljótt heim aftur.
IV.
Þegar hér var komið, hefir séra Jón Arason fundið til
nokkurrar iðrunar vegna framkomu sinnar við sendimenn
Ögmundar biskups.
„En á móti páskum sendi séra Jón Arason til Skálholts
einn svein, sem hét Ólafur Ormsson, sem var í Dal, til
biskups Ögmundar, með friðsamlegt forlíkunarbréf. Biskup
Ögmundur tók honum vel, og lét tvo sveina sína vera hjá