Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 102

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 102
10<i 'I' í Ð I N D I honum í einni stofu um páska hátíðina, og lét hann fá nóg öl að drekka. En á fjórða degi í páskum hvörfu báðir sveinar biskups- ins frá Olafi Ormssyni, svo hann vissi ekki hvað af þeim varð. En um morguninn spurði hann af almúga mönnum, að bisk- up Ogmundur hefði riðið í gær með mikinn fjölda manna norður í landið til Elétla. Olafi varð þá ekki gott við, og honum varð seint um að ná þeim tveimur fylgjuhestum, sem hann hafði, en þá hann hafði náð þeim, reið hann sem mest hann gat, og náði biskup Ögmundi og hans mönnum í Mælifellsdal, og reið hjá þeim yfrum Héraðsvötn og að Hverá, og svo að Kjarvalsstöðum og heim til Hóla, og sagði hvað títt var. Reið síra Jón Arason þá strax ofan að Kolbeins ós til skips; en þá hann kom að Ási, þá reið biskup Ögmund- ur frá Skúfsstöðum heim að Hólum og með honum þrjú hundruð manna. Þrengdi hann þá Hólaprestum til að kjósa síra Jón Einarsson til biskups, og tóku þeir allir aftur hina fyrri kosninguna, nema tveir prestar, annar þeirra var Hóla ráðsmaður, sem hét Nichulás, en annar var kirkjuprestur, sem hét síra Tumás, hann varð seinna ábóti á Múnkaþverá. Ráðsmaðurinn fór þá fyrir háaltari, og lét staðarlyklana uppá skrínið, en tók sinn stóran mathníf í hvorja hönd, en menn biskups Ögmundar báru að honum þófa, og tóku hann svo, og drógu hann út af kirkjunni. Og eftir það höfðu þeir hann frá staðnum í hesttagli og fóru harðlega með hann, en hann vildi aldrei gefa sig né ganga á hönd biskupi Ög- mundi, og þá þeir komu fram Mælifellsdal, slepptu þeir honum þar.“ Ögmundur biskup sendir síðan til Kolbeinsóss, þar sem þýzkir kaupmenn höfðu bækistöð sína. Hann fyrirbauð kaupmönnum að flytja séra Jón Arason frá íslandi og ætlaði þannig að koma í veg fyrir að hann kæmist úr landi til bisk- upsvígslu. En Þjóðverjarnir svöruðu því, að þeir væru ekk- ert smeykir við að mæta biskupi og létu það fylgja orðsend- ingunni, að þeir mundu þá ekki spara honum ,,lóð né krúð,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.