Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Síða 107
T I Ð I N D I
111
af séra Pétri Sigurgeirssyni með 11 félögum. Ráðgjafar Ein-
ar Einarsson, djákni, og Jakob Pétursson, kennari. Formað-
ur Áslaug Alfreðsdóttir, Básum, Grímsey.
Æskulýðsfélag Svalbarðskirkju er stofnað haustið 1967 af
séra Bolla Gústavssyni. Formaður Omar Ingason.
Æskulýðsfélag Þingeyraklausturs, stofnað 8. des. 1968 með
24 félögum af séra Árna Sigurðssyni. Ráðgjafi Kristinn Páls-
son, kennari. Formaður Kári Húnfjörð.
Ýmsar ástæður hafa komið í veg fyrir það, að sum þessara
félaga næðu tilætluðum árangri í starfi. Veldur þar t. d. fjar-
vera unga fólksins úr félagssvæðinu mestan hluta ársins.
AÐALFUNDIR
í lögum ÆSK segir um aðalfundi, að þá skuli halda ár
hvert að hausti, og til umræðu verði ákveðið efni, er áhrærir
líf og starf kristinnar æsku.
I samræmi við þetta hafa aðalfundir verið þennan liðna
áratug. I upphafi varð að ráði, að breyta jafnan um fundar-
stað, svo að þeir gætn orðið á sem flestum stöðum. Hverju
sinni fékk ÆSK boð um nýjan fundarstað og þannig færðust
fundirnir til frá ári til árs.
Sérhver aðalfundur stóð í tvo daga, um helgar. jafnan
voru kirkjukvöld fyrir almenning og oftast fluttar guðsþjón-
ustur í nokkrum kirkjum í sambandi við fundina. Hvort
tveggja vakti hreyfingu og varð safnaðarlífinu til góðs. Hvar-
vetna mættu fundargestir mikilli vináttu og gestrisni. Aðal-
fundi sækja prestar og æskulýðsfélagar, fulltrúar úr presta-
köllum, og ræða málefni unga fólksins og hlutdeild þeirra
í almennu kirkjustarfi.
Aðalfundir hafa verið á eftirtöldum stöðum:
Grenjaðarstað í S.-Þing............ 18. og 19. sept. 1960
Siglufirði ......................... 2. og 3. sept. 1961
Sauðárkróki......................... 1. og 2. sept. 1962
Akureyri .......................... 28. og 29. sept. 1963