Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Side 110
114
T í Ð I N D I
lýðsstarfsins er mikið og byggingarnar bera honum vitni.
Smiðirnir, Sigurpáll ísfjörð frá Húsavík og Þorsteinn
Svanur Jónsson frá Halldórsstöðum í Laxárdal, tóku að sér
að reisa skálabygginguna.
Þann 28. maí 1962 var ákveðinn staður skálans og fram-
kvæmdir hófust. Þann 8. júlí 1962, 3. sunnudag e. trin. var
hornsteinninn lagður. Þá var hátíðleg og minnisstæð guðs-
þjónusta í Grenjaðarstaðarkirkju. Þar var skozkur vinnu-
búðaflokkur undir leiðsögn Mr. David Reid frá Dunbar í
Skotlandi, kominn til að vinna við búðirnar. Eftir messuna
var farið til búðanna við vatnið, og lagði þá formaður
ÆSK hornsteininn, og gerði það með orðum úr 1. Péturs-
bréfi 2,5: „Látið sjálfir uppbyggjast sem lifandi steinar í
andlegt hús,“ og orðum Páls postula: „Annan grundvöll
getur enginn lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Krist-
ur.“ (1. Kor. 3,11).
Hellirigning gekk yfir meðan athöfnin stóð. Hjá grunn-
inum stóðu Skotarnir og sungu 23. sálm Davíðs. Það voru
blessunardaggir, sem drupu niður og helguðu grunninn
himinsins náð.
Þegar séra Sigurður Haukur Guðjónsson flutti suður,
tók séra birgir Snæbjörnsson á Akureyri sæti í hans stað, og
Gylfi Jónsson stud. theol. tók við af Völundi.
Er rúm tvö ár voru liðin frá því að byrjað var á sumar-
búðunum rann upp vígsludagurinn, 28. júní 5. sunnudagur
e. trin. 1964. Þá var mikið um dýrðir við Vestmannsvatn.
Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjiirn Einarsson, vígði
búðirnar. Var það sögulegur viðburður. Séra Sigurður Guð-
mundsson flutti ræðu og rakti byggingarsöguna. Tuttugu
og þrír prestar voru viðstaddir og fjöldi af ungu fólki ásamt
gestum úr sveitinni. Fólkið komst ekki allt inn í húsið, en
stóð á svölum úti. Þangaðbarst ómur af söng og ræðuhöldum.
Vatnið var sem spegill. F.ins og himinninn heiður og fag-
urblár speglaðist í vatninu, svo kom himna friður og kær-
leikur Guðs til þeirra mörgu, er lifðu þennan dag í sumar-