Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 114
118
T X Ð I N D I
ber ljósan vott um það. Meðal sumarbúðastjóra þetta tíma-
bil eru þeir Gylíi Jónsson, stud. theol., og Gunnar Rafn
Jónsson, stud. med.
ÚTGÁFAN
Þann 12. september 1965 var stofnuð Bókaútgáfa ÆSK.
Gerðist það á aðalfundi í Bólstaðarhlið. Tildrögin voru þau,
að séra Jón Kr. Isfeld, prestur í Bólstað, hinn kunni barna-
bókahöfundur, hafði samið handrit að bók, er hlaut nafnið:
Sonur vitavarðarins. Handritið gaf hann sambandinu, og
með því kom grundvöllur að þeirri hugmynd, að ÆSK gæfi
út unglingabækur, sem hefðu að markmiði hinn kristilega
boðskap. Séra Jón lét ekki þar við sitja, því að hann gaf
ÆSK annað handrit, sem var framhald þessarar bókar, og
hét: Sólrún og sonur vitavarðarins. Hlýhugur og fórnfýsi
höfundar var hinu nýstofnaða fyrirtæki mikils virði. Hið
sama er að segja um þriðju unglingabókina, sem samin var
af kennarahjónunum Jennu og Hreiðari Stefánssyni, sem
lengi áttu heima á Akureyri, en fluttust til Reykjavíkur.
Þau eru einnig mjög þekkt fyrir ritstörf sín. Þau gáfu ÆSK
bók sína: Bítlar eða Bláklukkur, og skyldi ágóðanum af
bókinni varið til uppbyggingar á Vestmannsvatni.
Fjórða bókin kom 1967. Var það söngbók: Unga kirkjan,
með 80 söngvum og sálmum, völdum köflum úr Davíðs-
sálmum og messuskrá til notkunar við guðsþjónustur. Bisk-
upinn, herra Sigurbjörn Einarsson, fylgdi bókinni úr hlaði
með ávarpsorðum. Segir hann þar: „Eg heilsa þessari bók
með gleði um leið og hún er búin til farar sinnar á vit ungs
fólks á Islandi. Bók af liennar tagi hefur vantað. Það er
þakkar vert, að Æskulýðssamband kirkjunnar í Hólastifti
skyldi taka sig fram um að bæta úr þeirri vöntun.“
Hér má einnig geta þess, að komið hafa út tvær hljóm-
plötur. Sú fyrri heitir Jólavaka og flytur boðskap jólanna
í tali og tónum. Flytjendur eru börn og Barnakór Akureyr-
ar undir stjórn Birgis Helgasonar söngkennara, sem auk