Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Qupperneq 117
T í Ð I N D I
121
NÁMSKEIÐ OG MÓT
Eitt hið fyrsta verkefni ÆSK var að sjá til þess, að for-
ingjar félaganna fengju fræðslu og tilsögn við stjórnarstörf.
í því skyni var efnt til foringjanámskeiðsins, er fram fór í
Akureyrarkirkju 29. og 30. nóvember 1959. Rúmlega 30
þátttakendur tóku þátt í námskeiðinu. Síðan hafa þessi nám-
skeið verið fastur liður í starfi sambandsins. Oftast hafa þau
verið í sumarbúðunum á Vestmannsvatni undir stjórn séra
Sigurðar prófasts, æskulýðsfulltrúa Þjóðkirkjunnar og presta
á félagssvæðinu. Reynt liefir verið að hafa þau á þeim tíma,
þegar foringjaefni hafa verið valin í byrjun vetrarstarfsins.
Fyrstu fermingarbarnamótin á vegum ÆSK voru að Laug-
um í Reykjadal og á Blönduósi samtímis, dagana 18. og 19.
júní 1960. Var það þá í þriðja skiptið, sem þau höfðu verið
skipulögð á Norðurlandi, en það var gert með aðstoð séra
Braga Friðrikssonar, er þá var formaður æskulýðsnefndar
Þjóðkirkjunnar. Kom hann norður til að vinna að undir-
búningi mótanna, sem brátt urðu mjög vinsæl meðal ferm-
ingarbarna og gáfu þeim bjarta og viðburðarríka daga. Prest-
arnir tóku fullan þátt í leik, íþróttum og helgistundum, sem
var börnunum ekki lítils virði. Aðalfundir hafa að jafnaði
kosið þrjár nefndir til þess að annast undirbúning mótanna
í Þingeyjar-, Eyjafjarðar-, Skagafjarðar- og Húnavatnspró-
fastsdæmum (sameiginlega). Mótin í Þingeyjar- og Eyjafjarð-
arprófastsdæmum voru einnig sameiginleg á Laugum til
1968, en eftir það urðu þau tvö, þar sem þátttaka var orðin
svo mikil (nokkuð á þriðja hundrað börn), að ekki var talið
hentugt að hafa svo fjölmennan hóp á einu móti.
Fyrsta æskulýðsmót ÆSK var í sambandi við sumarbúð-
irnar á Löngumýri í Skagafirði 6. og 7. ágúst 1960, og það
var hið þriðja í röðinni af mótum þar á staðnum. Þessu
móti stýrði séra Bragi Friðriksson, en þátttakendur voru frá
Grenjaðarstað, Húsavík, Akureyri, Siglufirði, Skagafirði og