Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Side 128
132
T I Ð I N D I
um með Bjarna amtmanni bróður sínum um skeið og 1839
til 1844 bjó hún á Snæringsstöðum í Vatnsdal. Síðan andað-
ist hún á Hjallalandi í Vatnsdal 29. júní 1846, hálfsextug
að aldri. Hafði hún þá verið 29 ár í hjónabandi og eignazt
12 börn.
Sr. Gísli Gíslason kvæntist í annað sinn, 20. okt. 1843,
Helgu Jónsdóttur prests á Breiðabólsstað Þorvarðssonar, er
áður hafði átt Ólaf skáld Guðmundsson á Harrastöðum og
og skilið við hann. Sr. Jón Þorvarðarson, tengdafaðir sr.
Gísla, var Þingeyingur og um ýmsa hluti líkur tengdasyn-
inum sr. Gísla, nema hann var eigi búhneigður, en smiður
góður, og sagt var, að 17 sinnum sækti hann um prestaköll.
Meðal barna hans, systkina Helgu, konu sr. Gísla, voru sr.
Jón Reykjalín á Ríp, sr. Ingjaldur í Nesi, sr. Friðrik á Stað
á Reykjanesi, sr. Þorvarður á Kirkjubæjarklaustri. Þóttu
þetta merkir kennimenn.
c Sr. Gísli Gíslason fékk Staðarbakka 1850 og Gilsbakka
1858 og var þar til æviloka, en hann andaðist 28. júlí 1860.
Sr. Gísli var síðasti presturinn er sat í Vesturhópshólum, er
síðan hefur verið þjónað frá Tjörn á Vatnsnesi. Hið síðara
hjónaband hans var barnlaust, en frá honum og Ragnheiði
Thorarensen er margt ágætra manna komið.
Meðal barna þeirra var Gísli, f. 22. maí 1814, lipur gáfu-
maður, hægur til allra verka, en frábitinn bóknámi. Fór í
Bessastaðaskóla, en hætti. Hann var talinn hið mesta glæsi-
menni. Mætti ætla, að Gísli hafi ef til vill verið líkur sr.
Gísla Skúlasyni á Stóra-Hrauni, er var manna stærstur og
fyrirmannlegur og hinn fríðasti maður. EigFmun hann hafa
Færið gefinn til verklegrar iðju, en hinn lærðasti maður og
skarpgáfaður. Fannst mér hann vera manna skapvitrastur
á prestastefnu. Eigi var það, að hann væri svo langorður,
heldur hitty hve ljóst það var og viturlega fram sett, er hann
sagði. í hundrað hugvekjum presta þykir mörgum hans hug-
vekjur með því bezta.
Gísli Gíslason var skáldmæltur og giftist móti ráði for-