Helgarpósturinn - 11.05.1979, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 11.05.1979, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 11. maí 1979 —he/garpósturinn.. Hvaö er fátækt? En er fátækt algeng i henni Reykjavik? Fátækt hvað er nú það eiginlega? Er það fátækt að hafa ekki þak yfir höfuðið svo mánuðum skiptir og svelta heilu hungri dögum saman? Og er það sama fátæktin að geta ekki unniö af einhverjum orsökum og fá litla sem enga styrki frá hinu opin- bera og þurfa að draga fram lif sitt og sinna á kannski 60—70 þúsund á mánuði. Fyrra dæmið gæti verið frá einhverju vanþró- uöu riki þriðja neimsins, en það siðara frá riki valferðar- þjóðfélagsins t.d. hér>i Reykjavik. Það að vera fátækur er þvi i eðli sinu afstætt. Það fer eftir þvi hvar á jarðarkringlunni þú ert stadd- ur og þá um leið hvaða kröfur þú gerir til lifsins. En færum okkur nær kjarnan- um. Reykjavik og fátæktinni i henni. Helgarpósturinn gerði menn út af örkinni og leitaði fátæktar hér i borginni. Það var rætt við starfs- fólk á ýmsum stofnunum sem umgengst og styður við bak fólks sem litið hefur til að bita og brenna, — sumt bókstaflega fátækt í efnahagslegu tilliti. Félagsmálastofnunin var sótt heim, dagheimili i Breiöholtinu og mæðrastyrksnefnd svo eitthvað sé nefnt. Að segja sig á sveitina Það var samdóma álit flestra þeirra, sem komið var að máli við, að aðeins sú staðreynd að hjálparstofnanir af þessu tagi þyrftu að vera fyrir hendi, væri ákveðin sönnun þess að i þjóðfélaginu væri fólk sem þyrfti á efnahagslegri aðstoö að halda. Og svo er þaö hitt fólkið sem þarf á aöstoð að halda, en neitar sér um hana stoltsins vegna. Neitar aö segja sig á sveitina eins og sumir kalla það. En láta sig hafa þaö að lifa viö sult og seyru. En hvaða möguleika á fólk sem hefur varla ofan i sig né á? Getur þaö rétt sig við? Hvaða hjálp fær það frá samfélaginu? Þessu svarar starfsfólk félags- málastofnunar i Breiðholti.” Þeir sem hafa unniö i eitt ár og missa vinnuna eiga kost á atvinnu- leysisbótum. Þær eru miðaðar við Dagsbrúnartaxta og eru um 5 þúsund á dag. 1 öðru lagi fá þeir sem geta ekki stundaö atvinnu sina vegna timabundinna veik- inda svokallaöa sjúkradagpen- inga. Þeir eru um 60 þúsund á mánuði. 1 þriðja lagi eru greiddar örorkubætur og þær hljóða upp á 123 þúsund á mánuði ef viðkomandi er óvinnufær. Sumir eru ákvarðaðir meö skerta örorku og fá þá kannski um 40 þúsund. Það er til ætlast aö þetta fólk geti stundaö einhverja létta vinnu, en sannleikurinn er sá að mjög erfitt er fyrir þetta fólk að fá vinnu við sitt hæfi og þar af leiðandi gengur það atvinnulaust i stórum stil og hefur aðeins sin 40 þúsund til að lifa af.” „Þetta eru þeir föstu styrkir sem fólki stendur til boða. Þetta er öryggisnet þjóöfélagsins til aö sjá svo um aö enginn standi á köldum klaka enda þótt illa viðri. En það er bara svo með þetta öryggisnet okkar aö á þvi eru mög göt og ofan i þau detta margir. 1 þessi göt dettur fólk^sem hefur mjög lágar tekjur, of lagar til aö hægt sé aö lifa af þeim, en þaö hefur um leiö ekki rétt til þeirra bóta sem við nefndum áðan, þ.e. atvinnu- örorku- eða sjúkratrygg- ingabóta. Þá kemur til okkar kasta hér á Félagsmálastofnun- inni að reyna að greiða úr vanda þessa fólks.” Er hægt aö þekkja fátæklinga? Hernig skyldu fátæklingar lita út? Ætli það sé hægt aö þekkja þá úr á götu? Ganga þeir um i lörfum og betla? Er þetta einhvern veginn öðruvisi fólk, en ég og þú? Samkvæmt þeim upplýsingum sem Heigapósturinn aflaöi sér, er það fólk sem aðstoðar leitar undantekninga að til stofnunar- innar kæmi fólk sem þyrfti ekki nauðsynlega á aostcð að balda. Eða eins og starfsfólkið orðaði það: „Fólk leitar ekki til okkar fyrr en allt er komið i kaldakol hjá þvi. Það er ofarlega i hugum margra sem leita aðstoðar okkar, að það sé að segja sig á sveit. En þetta fólk sér ekki önnur úrræði og kemur til okkar, enda þótt þvi þyki oft stolti sinu misboðið pen- ingunum er vel varið — það er ekki drukkið brennivin fyrir bæturnar.” /,Fátækrahverfi búin til" Við höfum aðeins kannað hvaða fólk það er helst sem striðir við fátækt og örbirgð og einnig það hvernig þessi fátækt litur út i neysluþjóðfélagi okkar. Þá hefur það og verið skoöað hvernig okk- ar velferðarþjóðfélag hlúir að þeim þjóðfélagsþegnum sem standa höllum fæti f lffinu. En hvar er þetta fólk helst aö finna? Þeirri spurningu leituðum við svara við. „Þvi verður ekki neitað að vissan hluta Breiðholts mætti kalla fátækrahverfi. Og þar er um að ræða skipulegt fátækra- hverfi. Það er vegna þessað i Breiðholtinu eru langstærsti hluti borgarhúsnæðis, þ.e. íbúðir sem borgin hefur á sinum vegum, fyrir fólk sem er illa statt félags- lega og peningalega. Þá er og I Breiðholtinu mikill fjöldi verka- mannabústaða. Það að safna svona saman ákveðnum láglaunahópum þýðir ekkert annað en myndun fátækrahverfis og mögnun stéttaskiptingar.” Þetta hafði starfsfólk Félags- málastofnunarinnar i Breiðholti að segja um hvar fátæktina væri helst að finna. Helgarpósturinn gekk fast eftir þvi við við- mælendur sina að þær gæfu upp nöfn aðila sem ættu við fátækt aö striða og hægt væri að leita til. Þessari beiðni var svarað neitandi og skýringin var góð og gild: „Við erum bundnir þagnar- eiði og auglýsum ekki eymd þessa fólks.” „Fátækt meiri en nokkurn grunar" Það er þvi ljóst af framansögðu að fátækt finnst I Reykjavik, enda þótt velferðarþjóðfélagiö hafi tilhneigingu til að. sveipa hana hulu. En viðmælendur okkar sem starfa við að liðsinna fátækling- um segja: „Fátækt i Reykjavik er meiri en nokkurn grunar. Hinn almenni borgari lifir i sinum fila- beinsturni og neitar að gera sér grein fyrir ástandinu. Sá sem ekki þekkir þessi mál til hlitar getur ekki órað fyrir þvi hve ástandiö hjá mörgum er i raun- inni slæmt. Þaö er hald margra að hungur sé óþekkt fyrirbrigði á íslandi, en þvi fer viðs fjarri. Að visu deyr enginn úr hungri.en margir eru aftur vannæröir vegna lélegrar og litillar fæöu. Svelta stundum heilu dagana.” Það liggur fyrir að þjóðfélagið gerir ekki mikið til að uppræta fátækt eins og hún liggur fyrir i Reykjavik. Það gerir hins vegar ráðstafanir til þess að fólk geti haldið i sér lifinu. Það er aftur litið gert til þess að fátækt fólk geti endurhæft sig og komið undir sig fótunum til að rlfa sig upp úr þvi eymdarástandi sem það er i. Konurnar hjá mæðrastyrksnefnd kunnu frá sliku dæmi að segja: „Það hringdi hingað maöur fyrir stuttu, öskureiður og sár. Konan hans er sjúklingur og börnin hafa veriö tekin frá hon- um.Hann hafði lengi verið drykkjusjúklingur en nú ákveðið að rifa sig upp úr þessum ræfil- dómi. Hann fékk sér vinnu. En hvaö tók við? Hann fékk einfald- lega i hausinn allar þær skuldir sem hlaöist höfðu upp. Launin voru þau að hann réð ekki við þetta. Hvernig á svona maður að geta byrjað nýtt lif. Honum finnst þjóðfélagið bregðast sér, þvi að i hvert skipti sem hann ætlar að hætta að drekka þjarma skuldirnar svo að honum að hann geturekki borið byrðarnar. Hann gefst upp.” HP-mynd: Friöþjófur t Breiöholti hefur risiö upp skipulagt fátæktarhverfi, segja starfsmenn félagsmálastofnunar og oft er illa búiö aö öldruöum og einstæöum. ..Það kom hingað kona til okkar á Þorláksmessu, mjög illa útlítandi og veikluleg. Hún hafði verið á sjúkrahúsi, en fengið að fara heim fyrir jólin. Þessi kona átti bókstaflega ekkert nema fötin sem hún stóð í. Konan var þriggja barna móðir og börnin höfðu verið i fóstri hjá vinum og kunningjum meðan á sjúkrahúsvistinni stóð. Húsnæði það sem konan hafði til afnota var leiguíbúð sem hún hafði fengið á vegum félagsmálastofnunar. Nú vildi þessi kona reyna að halda jólin hátíðleg með börnum sínum. Það var hins vegar ekki hlaupið að því, þar sem ibúðin var galtóm og hún átti enga peninga. Við reyndum að hjálpa henni með fatnað og peninga svo hún gæti haldið upp á jólin með börnum sínum. Konan varð svo glöð og ánægð með þessa litilvægu hjálpokkar að húntók aðvatna músumþarnaá skrifstofunni. Bara það að geta haldið jól með börnum sínum þótti henni svo stórkostlegt, að hún grét gleðitárum." Þetta segir Aldis Benediktsdóttir formaður mæðrastyrksnefndar og lýsir þarna einu dæmi af mörgum, þar sem illa sett og fátækt fólk sér ískalda veröldina fallri sinni eymd blasa við. Vera kannski fatalaus, peningalaus og í raun húsnæðislaus með þrjúbörná framfæri — og það um jólin. vegna fátæktar, fólk á öllum aldri og af öllum tegundum. Oftast er þó um að ræöa einstæða foreldra einatt mæður, eða fólk meö skerta vinnugetu af einhverjum orsökum. Það má nefna það I framhjáhlaupi, að sá sem er lik- amlega fatlaður fær bætur vegna örorku, en sá er getur ekki starf- að vegna sálrænna vandamála af einhverju tagi er látinn reka á reiöanum — nýtur engrar sjálf- sagðar aðstoðar. Ekki má gleyma gamla fólkinu þegar rætt er um tekjulitið fólk. Það hefur aðeins sinn ellilífeyri og þarf að vera mjög nægjusamt til að endar geti náð saman. Börn fátækra verr á sig komin. Nú er ljóst aö börn efnalitils fólks finna fyrir fátæktinni ekki siður en þeir fullorðnu. Selma Þorsteinsdóttir, forstööumaður dagheimilisins Fellaborgar i Breiðholti tjáði Helgarpóstinum að oft mætti glögglega sjá þaö á börnunum hvort þau kæmu frá heimilum þar sem fátækt rikti eða ekki.Hún sagði að ýmis börn einstæðra foreldra þar sem foreldrið þyrfti kannski aö sinna 4—5 börnum sinum og vinna jafn- vel langan vinnudag, sýndu að þau skorti umönnun. Þau væru mun verr likamlega á sig komin, orðaforöi þeirra væri lélegri og sjóndeildarhringur allur mun þrengri en hjá öðrum' börnum. Þetta kæmi einfaldlega til af þvi aö foreldrið hefði ekki tima til að sinna barninu eins og skyldi, þar sem endar þyrftu að ná saman á efnahagslegá sviöinu. Það væri aðalatriðiðhjá þessu fólki að hafa mat fyrir morgundaginn þaö heföi forgang, en uppeldið kæmi þar á eftir. Og stundum kæmi það alls ekki vegna timaleysis. Oft hefur það verið haft á orði að alls kyns bótum væri bókstaf- legadælt út til fólks skipulagslftið og misnotkun væri stórkostleg. Fólk fengi peninga frá stofnun- um, peninga skattgreiðenda, og eyddi þvi siðan i svall og svinari. Þetta fólk nennti ekki að vinna og lifði á þessum ölmusum og fitnaði vel. Skyldi vera sannleikskorn i þessu? „Þaö er ekki drukkið brennivin fyrir bæturnar" Starfsfólk félagsmálastofn- unarinnar taldi misnotkun* af þessu tagi mjög fátiöa.-Það væri. staöreynd að fólk kæmi ekki til þeirra og biði um hjálp fyrr en allar bjargir væru bannaðar. Þá væru mjög skýrar og strangar reglur sem bótum væri veitt eftir. Væri gengið út frá ákveðnum viðmiðunarkvarða. Fólk þyrfti peninga fyrir mat, fyrir strætó, sjónvarpi, sima, fötum og svo framvegis. Sem dæmi má nefna að einstætt foreldri með tvö börn, en án atvinnu fengi um 97 þúsund krónur á mánuði. Það heyrði til

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.