Helgarpósturinn - 11.05.1979, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 11.05.1979, Blaðsíða 17
—helgarþo5turinruFós\uáagur n. maí 1979 17 SNORRI FRUMSYND- UR FYRIR JÓL ’80? Nú er endanlega ákveöiö aö kvikmyndin um Snorra Sturluson veröur gerö i samvinnu norrænu sjónvarpsstöövanna, og er skrif- stofustjóri sjónvarpsins um þessar mundir I Noregi i samningaviöræöum viö norræna dagskrárstjóra um fjármögnun myndarinnar. Kostnaöur er áætl- aöur, samkvæmt heimildum Helgarpóstsins, á annaö hundraö miljónir, og munu tslendingar bera um helming hans. Gert er ráö fyrir tveimur klukkustundar- löngum myndum, og formiö er blanda af heimildamynd og leik- inni mynd. Þegar er búiö aö taka nokkur atriöi, i sumar er áætlaö aö taka atriði á ýmsum sögustöðum um landið, en i haust veröur byrjaö á leiknum atriðum. Ýmsir leikarar hafa komið til álita i hlutverk Snorra Sturlusonar, oger nú mest rætt um Róbert Arnfinnsson og Sigurð Hallmarsson á Húsavik. Alls eru um 60 hlutverk i mynd- inni, og um 100 statistahlutverk aö auki, aö þvi er Helgarpóst- urinn hefur fregnaö. Að sögn Ólafs R„- Einarssonar, formanns útvarpsráös fer þaö eftir niður- stööum fundarins I Noregi hver framkvæmdahraðinn veröur, en stefnt væri að frumsýningu fyrir jól 1980. Kvikmyndageröarmenn- irnir Siguröur Sverrir Pálsson og Erlendur Sveinsson höfðu frum- kvæöi að gerð þessarar myndar, og hafa unniö handrit i samvinnu viö Jónas Kristjánsson, en leik- stjóri er Þráinn Bertelsson. —AÞ/GA Maria á sviöinu i Iönó. Hyggst skrif a sögu íslenskrar tónlistar ,,Nei, nei. Ég er alls ekki orðinn leiöur á aö vinna hjá sjónvarpinu. ööru nær. Ég þarf bara aö sinna áhugamál- um minum”, sagöi Jón Þórarins- son, forstööumaöur Lista- og skemmtideildar er Helgarpóstur- inn spuröi Jón um ákvöröun hans um aö hætta þar störfum. Eitthvaö sérstakt i bigerð? ,,Ja, mér hefur dottiö i hug aö skrifa svolitið um sögu islenskrar tónlistar”, sagði tónskáldiö litil- látt. Sagðist þó aöspurður ekki vera byrjaður, þar sem hann hætti ekki störfum fyrr en 1. ágúst. Er nú kannski gamall draumur aö rætast? spuröi blaöamaður. „Ég veit nú ekki hvaö ég á að segja um það”, sagöi Jón. „Ég byrjaöi afskaplega ungur aö vinna hjá útvarpinu og komst þar af leiöandi tiltölulega ungur á eft- irlaunaréttindi. Og þar sem ég hef önnur áhugamál sem ég þarf aö sinna”, bætti Jón viö, „þá not- færi ég mér þann rétt.” —AB ER ÞETTA EKKIMITT LÍF? - rætt við Maríu Kristjánsdóttur sem leikstýrir nýju leikriti i Iðnó „Þetta er raunsætt leikrit meö gamansömu ivafi. Það er mjög gaman að vinna þaö, en þar sem ég hef aldrei sett upp raunsætt verk fyrr, er þetta dálitið sérstætt fyrir mig”, sagöi Maria Kristjánsdóttir leikstjóri, þegar Helgarpósturinn hitti hana á æfingu niöri i Iönó. Hún ieikstýrir þar nýju bresku leikriti. Er þetta ekki mitt iif eöa hvaö? eftir Brian Clark, I þýöingu Silju Aöalsteinsdóttur. „Leikritiö var frumsýnt I London í fyrra og var kosið besta leikrit ársins. Það naut strax mikilla vinsælda og er nú sýnt á um tiu stöðum i heiminum, m.a. á Broadway, i Skandinaviu, Japan og Austurriki. Verkið fjallar um mynd- höggvara sem lendir i umferðar- slysi og lamast frá hálsi. Hon- um er bjargað aftur til lífsinsmeð öllum tiltækum græjum og kúnst- um nútíma læknisfræði. Siðan snýst þetta um baráttu mannsins um að fá sjálfur að ákveöa nvort hann iifi eða deyi. Höfundurinn hefur sagt að þarna sé um að ræða frelsi einstaklingsins gagn- vart rikinu og tæknivæðingunni. Maðurinn vill sjálfur fá að deyja, og kemur þarna fram gagnrýni á læknastéttina og sérfræðivald hennar. Það koma fram þrettán leikar- ar i sýningunni og aðalhlutverkin eru I höndum Hjalta Rögnvalds- sonar, Valgerðar Dan, Jóns Sig- urbjörnssonar og Margrétar Helgu Jóhannsdóttur. Jón Þóris- son hefur gert leikmynd, Messiana, Tómasdóttir búninga og Gunnar Reynir Sveinsson leikhljóð. Við stefnum að þvi að frumsýna verkið i kringum 20. maí. Æfingar hafa staðið yfir undanfarnar sex vikur, þar af hefur ein farið i heimsóknir á endurhæfingarstofnun og gjör- gæsludeild, en leikritið gerist á einni slikri. Þá fengum við lika til okkar heimspeking og lækni til að ræða þetta”. Leikrit þetta er fyrsta uppfærsla Mariu hjá atvinnu- leikhúsi, en hún hefur áður unnið með atvinnuleikurum hjá Grimu, Sjónvarpinu og á Akureyri. Leikstjórnarnám sitt stundaði hún i Þýska-Alþýðulýöveldinu, bæði i Leipzig og Berlin. Undanfarin ár hefur Maria búið úti á landi, nú siðast á Húsavik og hefur starfað með leikfélaginu þar. „Ég setti upp Heiðursborgar- ana eftir Brian Friel. Það fjallar um ástandið á N-lrlandi. I sumar förum við meö það i sýningarferð til Sviþjóöar, Kaupmannahafnar og Borgundarhólms”, sagði Maria að lokum. —GB Þjóöleikhúsið sýnir: Prinsessuna á bauninni. Söngleikur eftir J. Thompson, M. Baker og D. Fuller. Tónlist: Mary Rodgers. Þýöandi: Flosi Ólafsson. Búningar: Tina Claridge. Leikstjórn: Dania Krupska. Tónlistarstjóri: Siguröur Rúnar Jónsson. Leikmynd: Sigurjón Jóhanns- son Lýsing: Árni Baldvinsson. Þegar ég var barn — og jafn- an siöar — hafði ég mætur á danska ævintýraskáldinu H.C. Andersen. Eitt smáævintýra hans þótti mér þó strax i bernsku öðrum ómerkilegra. Þaö var Prinsessan á bauninni. Ég geröi mér enga grein fyrir þvi þá, hvers vegna mér þótti aðeins skal þess getið að hún er sprottin beint úr kynórum karl- rembumanna. — Til liös viö sig fengu þeir svo kompónista sem heitir Mary Rodgers. Sjálfsagt er hún fræg i heimalandi sinu af eigin veröleikum, en i Leikskrá Þjóöleikhúss er henni talið til ágætis númer eitt aö vera dóttir „hins kunna söngleikjahöfundar Richards Rodgers”— og mun vera sá sami og forðum tið var nefndur i samfloti við félaga sinn Hammerstein. Min vegna má vel vera að allt þetta fólk sé mikiö hæfileika- fólk. Eitt dæmi afsannar það ekki. En I Prinsessunni á baun- inni hefur þeim öllum tekist að dylja hæfileika sina svo vel, að þeir skjóta aldrei upp kollinum. Hér á árum áður var það siður Sigriður sem prinsessan. Stórslysið í Þjóðleikhúsinu þetta vont ævintýri. Nú vona ég að þaö hafi verið vegna þess aö barnsvitund min hafi skynjað að þarna var veriö' aö innræta mér þann skilning aö sumt fólk væri frá náttúrunnar hendi finna en annað. Prinsessur væru prinsessur vegna þess að þeim væri af guði gefiö næmara taugakerfi en öðrum. — Full- orðinn hef ég að visu getaö lesiö þetta ævintýri sem háð um sllka trú, en það var mér fyrirmunað, barninu. Fyrir tveim áratugum sáu þrir ameriskir peningamakarar (moneymakers) sér leik á borði og sömdu söngleik upp úr þessu vonda ævintýri. Þeir fundu sér að visu nýja skýringu á aö prinsessan gat ekki sofiö, en sú skýring verður ekki rakin hér, I Þjóöleikhúsi aö sýna eina óperu viö lok leikárs. Nú hefur veriö horfiö frá þvi, og i staöinn hefur veriö sýndur músikall, eins og þaö heitir uppá heims- máliö. Ég er alls ekki viss um aö þetta sé réttari stefna en hin fyrri —nema þá upp fari aö risa Islenskir músikallar. Þeir bandarisku eiga nefnilega fjarska mismikiö erindi viö okk- ur. Og einmitt i guös eigin landi hefur þessi tegund leiklistar náö lengst, aö mér skilst. — 1 fyrra varö reyndar fyrir valinu fáránlegur útúrsnúningur á Helenu fögru og sýndist þessháttar evrópska ekki eiga meira erindi hingaö en vesturheimskan. Nú er það þó kunnara en frá þurfi að segja, að I flóði am- riskra söngleikja hefur ým- islegu skotið upp. Og i félags- legu samhengi.bandarisku hef- ur þessi leiktegund gegnt mikil- vægu hlutverki, eins og þættirn- ir um alþýðutónlistina I sjón- varpi hafa sýnt okkur. En i hreinskilni sagt er mér óskiljan- legt hvers vegna þessi tuttugu ára gamli amriski farsi, Prinsessan á bauninni hefur orðið fyrir valinu hér og nú. Mig brestur þekkingu til að vita hvort þetta var i takt við timann i USA 1959, en ég fullyrði að á tslandi árið 1979 er þetta gróf timaskekkja, sem hlýtur að byggjast á þeim skilningi að ekkert hafi gerst, engar tvær þjóðir séu ólikar, og ekki skipti máli hvað leikhússgestum sé boðið. I stystu máli sagt: Sýning Þjóðleikhúss á Prinsessunni á bauninni er móðgun við áhorfendur, kjaftshögg á alla þá sem unna fslenskri leiklist. Svo einfalt er málið. En einfalt mál krefst alltaf rökstuðnings. Efnislega hefur múslkallinn um Prisessuna ekkert framyfir ævintýriö gamla, annað en það aö fléttaö er inn þessháttar klúrheitum sem maður hélt fram að 12 ára aldri að væru klám — og þessvegna skemmti- leg, því klám var bannaö (og allt sem er bannað er skemmti- legt). Þar aö auki grundvallast verkiö á kynjamyndum (könsroller) sem helst verða kenndar til karlrembu. Tónlist M. Rogers er kannski skemmtileg, ég veit það ekki. Ég heyröi hana i fyrsta skipti I gær. En þaö segir kannski dálit- iö um vinsældir hennar? — Þar aö auki var flutningur tónlistar- innar mjög illa samæföur — og samhæföur. Oftar en einusinni virtust söngvarar lenda úr takti snjallir leikarar eins og Árni, Bessi, Þórhallur og Róbert, sem allir leika talsvert mikilvæg hlutverk, uröu leiöinlegir. Og þá má nærri geta hvernig fór fyrir minni spámönnum. Leikstjórn Dania Krupska virtist hafa veriö eins og efni stóöu til. Hópsenur uröu t.d. góöar. En henni hefur ekki tek- ist aö lyfta verkinu millimetra yfir þá flatneskju sem höfundar þess negldu þaö I. Eitt var þó gleðilegt: Ég hef aldrei heyrt frumsýningargesti tala jafn opinskátt um leikhúsiö eins og I hlénu I gær. Það er gleðiefni. Leikhús á aö vekja umræöu. Hins vegar er ég ekki viss um að forráöamenn Þjóöleikhúss heföu glaðst yfir öllu sem ég heyröi. Þaö var býsna óþvegiö. Aö minu viti er valiö á þessum söngleik stórslys. Þegar all- ar opinberar stofnanir — Þjóöleikhús meötaliö — eiga i vök aö verjast, er sýning eins og (kannski vegna þess aö þeir höföu hljómsveitina ofan viö sig?). Og auk þess var blandaö saman leikarasöng og óperu- söng. Þar er alltaf unun aö heyra þá góöu söngkonu ölöfu Haröardóttur. En þegar hún er látin syngja ástardúett móti Arnari Jónssyni, finnst mér eins hægt að láta syngja saman álft og hrafn. Leikurinn ris aldrei yfir innihald verksins. Jafnvel þessi aöeins olía á þann eld sem andstæöingar frjálsrar listar og samneyslu vilja kynda. Þaö hef- ur aldrei veriö eins auövelt og nú aö sýna fram á fánýti og bruöl Þjóöleikhússins. Þaö hef- ur aldrei veriö eins erfitt aö bera blak af þeirri stofnun og i gær. Þvi miöur. Sunnudag 6. mai 1979. —HP. HP-mynd: Friftþjófur

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.