Helgarpósturinn - 11.05.1979, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 11.05.1979, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 11. maí 1979 .—he/garpásturínn_ —helgar pósturinrL- Utgefandi: Blaðaútgáfan Vitaðsgjafi sem er dótturfyrirtæki Alþýðublaðsin: en með sjálfstæða stjórn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð mundsson. Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björr Vignir Sigurpálsson. Ritstjórnarfulltrúi: Jón Oskar Haf steinsson Blaðamenn: Aldis Baldvinsdóttir. Guðjón Arngrimsson, Guðlaugur Bergmundsson, Guðmundur Arni Stefánsson Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason Auglýsíngar: Ingibjörg Sigurðardóttir Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir Oreífingarstjóri: Sigurður ,j Steinars- son. Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðumúla 11, Reykjavík. Simi 81866. Afgreiðslaað Hverf isgötu 8— 10. Sím- ar: 81866. 81741, og 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent h.f. Askrift (með Alþýðublaðinu) er kr. 3000 á mánuði. Verð i lausasölu er kr. 150 eintakið. KOSTABOÐIN Ég sá það og heyrfti I sjónvarp- inu um daginn að nú á tannburst- unin að vera orðin leikur einn. Þetta var I þeim dagskrárlið sem maður verður að horfa á ef maður vili fylgjast meö — það er aö segja auglýsingatimanum. Mér hefur eiginlega alitaf fundist þaö töluvert vafamál hvort maður kynnist þeim heimi og þvi þjóðfé- lagisem viöbúum ibetur gegnum fréttatimann eða auglýsingatim- ann I sjónvarpinu. Það giaddi mig mjög að heyra þetta með tannburstunina. Eins og hún hefur nú alltaf veriö mikið böivað púl. Bévans vesen alltaf með þessar tannkremstúpur. Nú hafa sem sagt þessir kláru menn, sem einlægt eru að finna uppá einhverju hugvitsamlegu og gagnlegu — einhverju til að gera iifsbaslið örlitið léttbærara — bú- ið til tannbursta, sem er meö inn- byggðri túpu. Og reyndar Iika innbyggðum túpukreistar^Ef mað- ur fær sér þennan töfragrip losn- ar maður við fjölmarga — og greiniiega óþarfa — milliliði við tannburstun: 1 fyrsta iagi þarf ekki lengur að halda bæöi á tann- bursta og túpu. Við það sparast orka. i öðru lagi þarf ekki að skrúfa tappa af einu eða neinu. i þriðja lagi þarf ekki að kreista eitt eða neitt (og þetta atriði hygg ég, að sé hvað merkast varðandi þessa uppfinningu, þvi eins og fræðingar eru fyrir iöngu búnir að sanna hafa fleiri hjónaskilnaðir oröið út af þvi að annaö hjónanna kreistir tannkremstúpuna I end- ann, hitt I miðjunni, heldur en út- af samanlögðu framhjáhaldi mannkynssögunnar). Og i fjóröa lagi þarf maður ekki að skrúfa tappa á eitt eða neitt að lokinni notkun. Sem ég var að velta vöngum yfir þessum áfangasigri visind- anna, innblásinn af þvi mannlega hugvitisem þarna liggur að baki, datt mér reyndar I hug hvort ekki væri snjailræði að sameina þenn- an undratannbursta eidri upp- finningu, nefnilega gamia, góða rafmagnstannburstanum. Þannig yrði tannburstunin ekki aðeins leikur einn, heldur bókstaflega litt merkjanieg: Hvorki þyrfti að kreista tannkremiö úr túpunni né heldur að hreyfa burstann. Mann- leg orka sparaðist enn frekar, raforka nýttist enn betur. Ég iegg þessa hugmynd fram algjöriega fritt á sameiginlegan markað mannlegrar útsjónar- semi. Geri engar kröfur um pat- ent. Kannski yrði slikur bursti einungis varða á leiöinni að þvi sem hlýtur að vera hið endanlega takmark, þ.e. að finna upp fæðu sem gerir tennur óþarfar. Lof sé guði fyrir óþrjótandi viðieitni mannsandans til að færa út þekk- ingarsvið sitt, leit hans að nýjum sannindum til aö bæta heiminn og fegra mannlifiö, nýjum tiiboðum sem við getum ekki hafnað. Við nánari umhugsun sé ég reyndar i hendi mér, (eða var það I sjónvarpinu minu?), að hið endanlega takmark þessarar þekkingarleitar, hið endanlega tilboð, sem við getum ekki hafnað er ekki að finna upp fæðu sem gerir tennur óþarfar heldur að finna upp mann sem gerir fæðu ó- þarfa. Þá fyrst veröur Hfið yfirleitt, og tannburstunin sérstaklega, leikur einn. Litiö viö I kaupfélaginu. —AÞ. Farmennirnir ungu sem eru i forystusveit fyrir verkfalli yfir- manna á kaupskipaflotanum Is- lenska hafa oröið fyrir von- brigðum. Þeir höfðu nú um með havanavindil I munninum eða milli handanna á göngum Alþingishússins þar sem samningafundir voru oft haldnir og sumum fannst hann tala full Farmannadeilan er fyrsta vinnudeilan sem kemur veru- lega til kasta Þorsteins, og það er ekki ofsögum sagt að hann talaði Ingólf Ingólfsson fulltrúa veröa þeir fyrstu sem lentu á Þorsteini Pálssyni. Núsitja þeir heima með sárt ennið og kvarta undan því að Torfi Hjartarson skuli ekki boða til fundar með FARMENNIRNIR UNGU OG ÞORSTEINN PÁLSSON nokkurn tima rætt um þaö sin á milli hvernig ætti nú að taka á hlutunum, setjabara fram háar kröfur, láta ekki þessa kalla i landi stjórna hlutunum, og ef ekki yrði gengið að kröfum þeirra strax, „þá boðum við bara verkfall”, er haft eftir þeim. En þessir ungu óreyndu menn i kjarabaráttu áttuðu sig bara ekki á þeim breyttu við- horfum i kjaramálum sem nú eru og að Vinnuveitendasam- bandið myndi óspart nota sér það stefnumið rikisstjórnarinn- ar að leyfa engar grunnkaups- hækkanir 1 ár. Þessir ungu far- menn, sem eru fjarri heimilum sinum I marga mánuði á ári hverju, og gefst góður timi á löngum stimum til að ræða sin mál, héldu aö þeir kæmust upp með þetta og auk þess að átta sig ekki á þessu sterka vopni Vinnuveitendasambandsins, sem það sótti I herbúðir „rlkis- stjórnar hinna vinnandi stétta”, gerði enginn I raun og veru ráð frjálslega um verkamennina I fundarhléum. Seinna kom svo Benedikt Gröndal verk- fræöingur i Hamri og gerðist formaður Vinnuveitendasam- bandsins. Gröndal var traustur, og hægur og lítið fyrir að gefa stórar yfirlýsingar i fjölmiöla eða réttara sagt blöðþvi þá.var nú ekki fariö að tala um fjöl- miðla. Um þessar mundir var Björgvin Sigurðsson lögmaður, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins og það var helst að hann gæfi einhverjar yfirlýsingar. A eftir Benedikt Gröndalverkfræðingisettist svo JónH. Bergshjá Sláturfélaginu I formannsstólinn I hvita húsinu við Garðastræti og ólafur Jóns- son áður tollgæslustjóri og full- trúi lögreglustjóra varð for- stjóri Vinnuveitendasambands- ins. Hvorugur þessara manna var mikið gefinn fyrir það að láta samningaviöræðurnar fara fram á vettvangi fjölmiðla, enda er það altalaö að Vinnu- hákarl deiluaðilum og gamla „land- liðið”, sem er meðal annars Ingólfarnir hjá Farmanna og fiskimannasambandinu segir bara: „Jæja strákar mfnir þarna sjáið þið”. Ungu stýrimennina og vél- stjórana sem nú skipa samninganefnd yfirmanna grunaði ekki aö verkfalli þeirra yröi mætt af þeirri hörku sem raun ber vitni og þar eiga þeir fyrst og fremst við Þorstein Pálsson. Að baki honum standa svo harðjaxlar eins og Ragnar Halldórsson I Isal, Kristján Ragnarsson hjá LIÚ og Davið „Skelfing” Thorsteinsson i Smjörliki — allt haröir samningamenn sem stunda skiði með fjölskyldum slnum, eiga vegleg ný einbýlishús og hafa komið sér vel fyrir i þjóð- félaginu. Þá áttu ungu far- mennirnir ekki von á þvi að rikisstjórnin yrði þeim svo and- snúin sem raun ber vitni. Ráðherrarnir hafa að visu fyrir þvi hvernig Þorsteinn Páisson hinn nýi aðaifram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins myndi bregðast við. Vinnuveitendasam- bandið eignast mann sem talar Hérna áður fyrr þegar Kjart- an heitinn Thors var formaöur Vinnuveitendasambandsins gustaði oft af forystusveit þess. Ef Útvarp og Sjónvarp hefðu verið þá til staðar til að fá álit hans á stöðu mála, hefðu lands- menn áreiðaniega fengiö að heyra sitt af hverju. Þá tlökaöist ekki að fréttamenn værumeð hljóönema ofan I koki á fulltrúum vinnumarkaöarins eins ognú er. Þaö var greintfrá I kvöldfréttum Útvarpsins hvaö samningafundir heföu staöiö lengi og hvenær næsti fundur væri ákveðinn, og Axel Thor- steinsson morgunfréttamaður Úrvarpsins um árabil, fékk upplýsingar um þaö hjá Onnu konu Torfa hvenær fundunum hefði lokiö á nóttunni. Kjartan Thors var gjarnan veitendasambandið hafi „tapað” siðustu samningum I fjölmiðlum. ASI sá hvaö verða vildi og réði til sin sérstakan blaðafuiltrúa, sem auðvitað átti fyrst og fremst að mata Þjóðviljann að áliti sumra ASI manna.Þetta gerðiHaukur Már mjög samviskusamlega á meðan „blaðafulltrúi” Vinnu- veitendasambandsins Baldur Guðlaugsson lögfræöingur var alltaf svo önnum kafinn að hann mátti varla vera að þvl aö bjóða blaðamönnum góðan dag hvað þá meira. Forystusveit Vinnuveitenda- sambandsins sá eftir siðustu samninga að við svo búiö mætti ekki standa. Þeir yrðu aö ná eyrum fólksins og lausnarorð i þeirra var: Þorsteinn Pálsson * ritstjóri Vísis, þaulreyndur blaðamaður af Mogganum og lögfræðingur aö mennt. Þor- steinn var ekki lengi að ákveða sig þegar honum var boðið starfið enda orðinn leiður á aö skrifa leiöara i Visi dag eftir dag um margra mánaða skeiö. Það er lika margt fleira i boði hjá Vinnuveitendasambandinu, en hjá blankri útgáfu Reykjaprents. farmanna i kaf i fyrsta sjón- varpsþættinum þar sem hann kemur fram sem aðalfram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins. Það er nú ekki vfetað „aristókratiinu” IVinnu- veitendasambandinu hafi likað það að sjá Þorstein á skyrtunni i Kastljósi og eitthvað hefur trú- lega hummað i forverum hans I þessu starfi. Þarna hafði Vinnuveitenda- sambandið sem sé eignast mann sem getur talað fyrir hönd þessífjölmiðlum og þaðer ekki nóg með að hann tali i fjöl- miðlum, heldur lætur hann lika reikna út ýmislegt i kröfum yfirmanna á blaðamannsvisuog óneitanlega hrekkur fólk við þegar það heyrir að farmenn farifram á meira en 100 prósent kauphækkun og talsmenn þeirra reyna ekki einu sinni aö mót- mæla þessari kauphækkunar- tölu. „Landliðið” hjá FFSÍ Ungu framgjörnu far- mennirnir sem komu 1 land til aö sýna þessu „landliði” hvernig eigi að reka kjarabar- áttu urðu svo ólánssamir að keppst við að segja aöeins per- sónulegar skoðanir sinar á verkfallinu á meðanmálið hefur ekki veriðformlega til umræöu i ríkisstjórninni. Farmannaverk- faDið var ekki á dagskrá hjá rikisstjórninni þá daga sem Denni var forsætisráðherra i byrjun þessarar viku og lok þeirrar siöustu en nú þegar Ólafur er kominn heim verður máliö áreiðanlega tekið upp. Al- þingi á eftir aö sitja I rúma viku og meðan þaö er að störfum gerist ekkert af hálfu rfcis- stjórnarinnar I deilu yfirmanna og skipafélaga. Sáttasemjari verður að kalla deiluaöila saman á fund með viku millibili, en það kemur svo I hlut Magnúsar fyrrverandi bæjar- stjóra i Eyjum að gefa út bráða- birgðalög sem ölafur Jóhannes- son semur um bindingu grunn- kaups út þetta ár. Um þaö bil sem Reykjavikurhöfn er að fyll- astaf kaupskipum neyðastungu farmennirnir til að taka pokann sinnog halda aftur um borð, — sáróánægðir, en „landliðið” I Farmannasambandinu hrósar sigri og segir: „Jæja strákar mínir, þarna sjáiö þiö”. Hákarl

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.