Helgarpósturinn - 11.05.1979, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 11.05.1979, Blaðsíða 5
—helgarpósturinrL. Föstudagur 11. maí 1979 5 „Höfum aldrei ráðið almennilega við þetta Rætt við Baldur Möller og Ólaf Walter Stefánsson í dómsmálaráðuneytinu Greinin I siðasta Helgarpósti um spilakliibbinn við Hverfisgötu vakti talsverða athygli — og nokkrar spurningar. t greininni kom m.a. fram að i klúbbnum er áfengi til sölu, og þar spila menn uppá peninga. Klúbburinn er lokaður einkaklúbbur um 150 manna sem greiða fast árgjald, sem siðan fer í að borga húsaleigu og önnur fjárútiát vegna starfseminnar. Afengið er hins- vegar borgað með svokölluðu tappagjaldi. 1 greininni var að sjálfsögðu ekki lagður neinn dómur á hvort um löglega starfsemi væri að ræða , en allmargir hafa siðan komið að máli við Helgarpóstinn og spurst fyrir um lagalegu hlið- ina. Þvi var haft samband við Baldur Möller, ráðuneytisstjóra i Dómsmálaráðuneytinu, og hann inntur álits á hvar þessir klúbbar stæðu lagalega. „Þetta er gamalt vandamál”, sagði Baldur, „og nokkuösem við höfum aldrei ráðið almennilega við. Þetta hefur ekki veriö mikið til umræðu meðal almennings, enda um að ræða lokaða klúbba- starfsemi. Reyndar falla Odd- fellowogFrimúrararundir þenn- an hatt. En það er óljóst hvað við getum gert. Kannski verður þessi grein ykkar til þess að þetta verð- ur skoðað uppá nýtt”. Baldur visaði siðan á ölaf Walt- er Stefánsson, skrifstofúsljóra i dómsmálaráðuneytinu, sem hef- ur með skemmtanamál að gera i þvi ráðuneyti. „Við höfum ekki næga vitneskju til að geta nokkuð sagt um hvort starfsemi þessa klúbbs er lögleg, sagði ölafur. ,,En þetta er vitaskuld ekki i fyrsta skipti sem mál þessu lik koma upp. Til dæmis var i þessu sama húsnæði áður annar klúbbur, og annar klúbbur var til sem hét Asa- klúbburinn. Það var fyrir daga næturklúbbanna. Ég held að lög- reglan kanni af og til starfsemi þessara klúbba, og eins og fram komi igreininni i Helgarpóstinum fékk saksóknaraembættið skýrslu frá lögreglunni um þennan klúbb við Hverfisgötuna fyrir þremur árum, en sá ekki ástæðu til frek- ari aðgerða.” „tJt af fyrir sig er vinveitinga- sala að sjálfsögðu ekki heimil án sérstaks leyfis. Það er alveg klárt. Með hvaða hætti áfengi er veitt I þessum klúbbi þekki ég ekki nákvæmlega. Þetta teist varla almennur veitingastaður, og hvort hægt er að kalla þetta einkaheimili er vafamál. Þetta er greinilega einhverstaðar nálægt mörkunum”. „Ég get sagt það sama um þetta og félagsskap, eins og Oddfellow og Frimúrara, að ég hef heyrt sagnir um að þar sé veitt vln. Mér er hinsvegar ekki kunnugt um nein kærumál i sam- bandi við þá, né meðferðar lög- reglu. Það hefur hreinlega enginn borið það við að kanna þessi mál”. „Það er ekki bannað að spila uppá peninga”, sagði Ölafur þeg- ar spurt var um fjárhættuspils- hliðina. Það er hinsvegar refsi- vertað stunda þá atvinnu að spila I uppá peninga eða koma öðrum til þess — og einnig aö afla sér tekna með þvi að láta fjárhættnspil fara fram i húsnæði sem viðkomandi ræður yfir. Hér á landi hafa fallið dómar fyrir fjárhættuspil, og þá voru nokkrir aðilar dæmdir i allt að nokkurra mánaða fangelsi og fjársektir. 1 þeim tilfellum var um að ræða menn sem annaö- hvort höfðu' atvinnu af spila- mennsku eða leigðu út húsnæði fyrir slika starfsemi. Égget ekki sagt hvort um slikt er að ræða i sambandi við spilaklúbbinn við Hverfisgötu, en I þessum gömlu dómum kom fram að ekki er nauðsynlegt að menn hafi það að aðalatvinnu að spila — það er nóg að gera það i aukavinnu, til að verða sakfelldir”, sagði Ólafur. — GA Elton John mun halda átta hljómleika I Moskvu og Leningrad. Sovésk yfirvöld hafa eftir langa umhugsun leyft hljóm- leikaferðina sem verða á 21-30 mai nú f ár. Lokasamkomulag um tónleikaferðina tókst eftir að full- trúar sovetstjórnarinnar og bresku utanrikisþjónustunnar höfbu heyrt og séð hljómleika Eltons sem hann hélt nýverið í Oxford. Siðastliðið ár var þaö Cliff Richard sem flutti þeim I Sovét boðskap vestrænnar popp- menningar. Þeir eru víst margir sem vilja fá að halda tónleika i Svoét en færri komast að en vilja og meðal þeirra sem sovétyfir- völd hafa hafnað má nefna al- þýðusöngvara eins og Joan Baez frá USA. FIAT Ritmo var kosinn bill ársins i Danmörku nú fyrir skemmstu. Þetta er alveg ný út- gáfa frá Fiat-verksmiðjunum með verulegum útlitsbreyting- um, sem greinilega mælast vel fyrir.Það vardómnefnd 25 blaöa- manna, sem allir skrifa um bila 1 dönsk blöð og timarit, sem stóðu að þessu vali. Fiat Ritmo sigraði með nokkr- um yfirburðum, þvi að við taln- ingu stiga kom i ljós að þessi bill hafðifengið helmingi fleiri stig en bilinn sem komnæstur i röðinni — Citroen Visa. Alls var valið um 21 bílategund og kjörið fór þannig fram að dóm- endur höfðu tiu stig til umráða og hið hæsta sem geta mátti ein- um bil voru 5 stig. Úrslitin urðu sem hér segir: 1. FiatRitmo 67 stig 2. Citroen Visa 33 — 3. Renaultl8 30 — 4. Mazda 626 24 — 5.Saab900 19 — 6. Horizon 19 — 7. Peugeot 305 14 — 9. Volvo 343 13 — 10. DaihatsuCharade 8 — ourm oi-uh I o CB-50-J Áætlað verð 10/4 1979 kr. 490.000.- SS-50-ZK3 Áætlað verð 10. apríl 1979 kr. 390.000.- Væntanlegt um miðjan maí. Mjög góð varahlutaþjónusta w á Islandi Suðurlandsbraut 20 Revkiavík S: 38772.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.