Helgarpósturinn - 11.05.1979, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 11.05.1979, Blaðsíða 3
—he/garpósturinn Föstudag ur 11. maí 1979 HVERJIR ERU A SVARTA LISTANUM? Það fá ekki allir, sem vilja fara fil Bandaríkjanna, vegabréfsáritun umyrðalausf ..og fólk sem er eöa hefur verið meðlimir i sérstökum sam- tökum, þar með taldir kommún- istaflokkar og samtök tengd þeim.” Þannig hljóðar hluti upphafs umsóknar um vegabréfsáritun til Bandarikjanna. Þeir sem teljast til einhverra „sérstakra samtaka” fá sérstaka meðhöndlun og rannsókn i banda- riska sendiráðinu áður og ef þeir fá vegabréfsáritun og þar með heimild til að sækja heim land lýðræðis og dollara, Bandaríkin. En hvaða reglur gilda um vega- bréfsáritun til stórveldanna þriggja, Sovétrikjanna, Kina og Bandarikjanna? Hvaða skilyröi þurfa menn að uppfylla og hvaö gæti mögulega staðið I vegi fyrir vegabréfsáritun til viðkomandi landa. Bandarikin voru rannsökuð sérstaklega I þessari athugun og það er vegna frásagnar ungu kon- unnar hér á siðunni. USSR: ,/Einfalt mál" Fyrst var haft samband við talsmann sovéska sendiráðsins og hann hafði þetta um málið að segja: „Þetta er einfalt. Þú þarft aðeins að koma og fylla út umsóknareyðublað, leggja inn þrjár myndir og siðan tekur tvo eða þrjá daga að ganga frá málum. Það á ekki að vera nein- um vandkvæöum bundið að fá vegabréfsáritun til Sovétrikj- anna.” KINA,„Stundum haft samband við föðurlandið" 1 kinverska sendiráðinu fengum við þessi svör: „Þú þarft að koma I heimsókn i sendiráðið og ræða við manninn, sem hefur með vegabréfsáritanir að gera og slðan fylla út umsóknareyðublað. Biðin tekur frá örfáum dögum upp i viku — það fer allt eftir aðstæðum. Stundum er haft samband við föðurlandið — Kina. Talsverður fjöldi Islendinga fer til Kina á ári hverju, sem ferðalangar.” USA I bandariska sendiráðinu náðum við sambandi viö Law- rance M. Grossmann ræðismann. Hann sagði að mikill meirihluti Islendinga fengi vegabréfsáritun til USA þegjandi og hljoðalaust. Þaö tæki venjulegast þrjá daga að afgreiða slikt. Hins vegar væru til lög sem kvæðu á um óæskilega ferðalanga til Bandarikjanna. Þá mætti til að mynda ekki veita þeim vegabréfsáritun sem haldnir eru smitandi sjúkdómum, eða hafa þjáðst af alvarlegum geðsjúkdómum, þeim sem neyta eiturlyfja og svo framvegis. Þá væru þeir sem.væru meðlimir I sérstökum samtökum, svo sem kommúnistasamtökum háðir tak- / mörkunum varðandi áritun. Grossmann sagði að 5200 íslendingar hefðu á siðasta ári fengið áritun til USA og flestir þeirra án rannsókna eða athug- ana. Hver eru „sérstöku samtökin"? Þá var Grossmann að þvi spuröur hvaða „sérstöku sam- tök” átt væri við. Hann svaraði þvl til að t.d. þeir sem væru með- limir I Alþýöubandalaginu fengju ekki vegabréfsáritun umyröa- laust. Þeir yrðu að fá sérstakt leyfi. Nanast alltaf fengju þeir Fólk að sækja um vegabréfsáritun I bandarlska sendiráðinu. Skyldi þetta fólk fá áritun umyrðaiaust, eða tilheyrir það „svarta lista’ samtökum og þarf að athugaþað og rannsaka nánar? . Innfellda myndin er af Lawrence Grossmann ræðismanni. Hann ásamt fleirum tekur ákvörðun um það hver er óæski- legur til Bandarikjanna og hver ekki. áritun, en það tæki lengri tima og yrði að athugast vel. Þeir fengju aðeins áritun fyrir eina ferö I einu, en aðrir fengju áritun I vegabréfið þar til það væri út- runnið. Hvaða fleiri „sérstök samtök” er átt við? Grossmann sagði I fyrstu, að það væri athugunarmál hverju sinni, en honum var þá bent á að sagnir hefðu borist af þvi að ákveðinn listi „sérstakra samtaka” væri fyrir hendi I sendiráðinu. (Svartur listi). Grossmann kvaðst ekki kannast við lista af þessu tagi, en sagðist skyldi kanna málið og hafa sam- band við blaöamann daginn eftir. Grossmann hringdi og sagði list- „Það var sem veríð værí mig um minnar Helgarpósturinn hafði sam- band við konu sem lenti i erfiðleikum með að fá vega- bréfsáritun til USA. Konan vildi ekki láta nafns sins getið þar sem hún er á förum til Banda- rikjanna ogkvaðstviljaíoröast frekari vandræöi. „Það var i aprll siðastliönum sem ég sótti um vegabréfs- áritun tilBandarikjanna. Egfór upp í sendiráö og fyilti út þar til gert eyðublað, skildi eftir vega- bréfið mitt og var sagt að ég mætti koma eftir þrjá daga, þá yrðialltklappaö ogklárt. Ollum þeim spurningum sem eru á eyðublaðinusvaraði ég skýrt og skilmerkilega. Sagöist ætla að heimsaakja vin minn I USA og gaf upp ákveðiö heimilisfang hjá honum. Þá svaraði ég spurningunni varðandi það hvort ég væri meölimur i sér- stökum samtökum, þ.á.m. kommúnistaflokknum alfarið neitandi.” „Slðan kom ég aftur I sendi- ráðiö að þremur dögum liðnum. Þá sagði stúikan á afgreiðslunni að umsókn min hefði enn ekki verið afgreidd og þeir hjá sendi- ráðinu vildu spyrja mig ein- hverra spurninga. Var mér siðan vlsaö inn I nærliggjandi herbergi og þar sat bandarlskur embættismaður, sem ekki kynnti sig, íslensk kona sem túlkaöi og vopnaður bandarisk- ur öryggisvöröur. Einnig var I herberginu vinkona mln sem haföi komiö með mér til að sækja passann.” „Síðan fóru spurningarnar aö dynja yfir. Fyrst var ég spurð hvers vegna ég vildi fara til Bandarlkjanna. Ég endurtók það sem ég hafði áöur tekið fram á umsóknareyöublaðinu, þ.e. að ég færi til að heimsækja vin minn. t framhaldi af þvl komu spurningar viðvikjandi þessum vini minum. Hvað hann væri að gera úti, hvort hann væri pólitiskur og svo fram- vegis.” Unga konan sem stóð f mánaðar striði við bandariska sendiráöið ræðir við blaðamann. Afinn mdtmælti 30. mars 1949 „Þvi næst sögðu þeir að ég heföi lent I lögreglumáli ekki alls fyrir löngu. Mig rak I roga- stans. Það var að visu satt að ég hafði lent í leiðindamálirengú sakamáli — en leiðindamáli sem haföi komið upp á vinnu- stað. Rannsóknarlögreglan kom nálægt þvl máli, en að mitt nafn hafi einhvers staðar verið gert opinbert I þvl sambandi var af ogfrá. Þaðvita örfáir um innsta eðli þessa máls og mér er þvl hulin ráðgáta hvernig þeim hefur tekist að grafa upp, að ég kom óbeint nálægt þvi. En þaö var ekki allt búið enn. Mér var tilkynnt að faðir minn væri meðlimur I Alþýðubandalaginu. Þetta var f fyrsta skipti sem ég hafði heyrt það. Ef faðir minn er pólitiskur maður þá fer hann mjög leynt meö það og ef hann er flokksbundinn einhvers staðar þá hefur það fariö fram- hjá mér — en greinilega ekki þeim hjá bandariska sendi- ráðinu. En siðan kom rúsínan i pylsuendanum. Mér var sagt að þessiumsókn min væri dularfull vegna þess að afi minn hefði tekið þátt i mótmælunum gegn inngöngu Islands i Nato, þann 30. mars 19490gsetið tvo daga i fangelsi fyrir hlutdeildina i mót- mælunum.”- „Það var sem bandarlska sendiráðið væri að úpplýsa mig um llfshlaup fjölskyldu minnar. Ég var að frétta hluti sem ég hafði aldrei heyrt áður. En sem sagt ég var óæskileg til Banda- rlkjanna vegna þessaöafi minn tók þátt I mótmælaaðgerðum fyrir 30 árum.” „Eftir margar fleiri spurn- ingar og allar þessar persónu- upplýsingar var mér sagt aö ég mætti fara. Eg skyldi athuga með vegabréfsáritunina eftir viku, þeir þyrftu að athuga þetta mál frekar.” „Ég kom upp I sendiráð einu sinni I viku næstu þrjár vikur og leitaði frétta. Enn var málið i rannsókn og enginn passi til- búinn. Var mér farið að leiðast þófiö og hafði þess vegna sam- band viö góðan kunningja minn sem er framarlega I flokki Heimdellinga og sagöi honum sólarsöguna. Lofaði hann að hafa samband við „rétta menn” þannig aö málinu yröi kippt i liðinn. Fékk ég passann og árit- unina umyrðalaust daginn eftir, þá eftir tæplega mánaöar bið. ann til, en tjáði blaðamanni að hann hefði ekki leyfi til að upp- lýsa um nöfn samtaka á listanum. Alls kyns*samtök á //svörtum lista" Helgarpósturinn hefur upplýsingar um það að á þessum lista eru nöfn 40 eða fleiri islenskra samtaka. Eins og fram hefur komið eru þar samtök eins og Alþýðubandalagið, Fylkingin, marxistasamtök ýmiskonar, 21. ágústsamtökin, sem stofnuð voru vegna innrásar Sovétrikjanna i Tékkóslóvaklu, auk fjölda ann- arra. Sum eru ekki byggð á póli- tiskum grunni, en hluti meðlima með pólitiskan stimpil. Samtök herstöövaandstæðinga eru ekki á þessum lista. eftir Guðmund Árna Stefánsson „Engar persónunjósnir" Þvi næst var Grossmann spurður um mál konunnar sem fékk ekki sina vegabréfsáritun fyrr en eftir dúk og disk og þá eft- ir langt þóf og mikið, enda þótt konan væri allsendis ópólitisk og ekki meðlimur neinna samtaka (sjá annars staðar á siðunni). Um þetta mál sagði Larry Grossmann: „Ég kannast ekki við þetta mál eða önnur sambæri- leg. Ég þekki það ekki hér á Islandi að fortið manna og fjöl- skyldna þeirra sé rannsökuð. Við tökum fólk trúanlegt og enda þótt einstaklingar eigi foreldra sem séu kommúnistar þá á þaðekki að hamla vegabréfsáritun til viðkomandi einstaklings. Við stundum engar persónunjósnir.” ÖRYGGIÐ ÖLLU OFAR! Líftryggingar, sjúkra- og slysatryggingar. Líftryggingafélagið ANDVAKA varð 30 ára 9. mai s.l. í tilefni þess ákvað stjórn félagsins, að fólki, sem gengur í hjónaband frá og með þeim degi, verði gefin kostur á fyrstu milljón krónu tryggingar- upphæðar í HJÓNATRYGGINGU til eins árs án greiðslu iðgjalds, enda standist umsækjendur þær kröfur, sem gerðar eru við töku liftrygginga hjá félaginu. Enn ein nýjung frá Andvöku Við þessi tímamót hefur félagið einnig hafið sölu á FRÁVIKSLlFTRYGGINGUM. Þannig eiga nú flestir að geta fengið sig tryggða, jafnvel þótt þeir hafi fram að þessu ekki talið sig það hrausta,að þeir áræddu að sækja um líftryggingu. Hér er bætt úr brýnni þörf, og ástæða er til að ætla, að þessi nýja trygging fái jafn góðar móttökur og HJÓNATRYGG- INGIN, sem Andvaka tók upp árið 1976. Allar tryggingar okkar eru verðtryggðar. Iðgjald líftrygginga er frádráttarbært til skatts iútrwui nuvféiai ;m ANDVAKA Gagnkvæmt vátryggingafélag Lif tryggingar, sjukra - og slysatryggmgar Ármúla 3 Reykjavik sími 38500

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.