Helgarpósturinn - 11.05.1979, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 11.05.1979, Blaðsíða 22
22 Föstudagur 11. maí 1979 einhvern hátt tónlist. T.d. i blaðamennskunni, i útvarpinu og sjónvarpinu, ég er alltaf á kafi i músik. Og flestir vinir minir eru lika tónlistarmenn. En ég verð að viðurkenna það, að ég var dálitið hræddur við að byrja aftur að syngja og að fólki þætti litiö spunnið i það sem ég er að gera. En ég vona að svo veröi ekki. Mig langar einnig mikið til að gera rólega plötu, maður er jú orðinn svolitið þroskaðri og ráðsettari en áður, Og er hamingjusamur. Það skiptir mestu máli.” Skuggaleg þróun og svakaleg — Hvernig finnst þér annars bransinn i dag? Helgi: „Mér finnst diskó- menningin skuggaleg þróun og svakaleg. Þegar ég var að byrja i þessu fyrir um 12 árum var bókstaflega alls staðar hægt að koma fram og spila.Nú er hægt að telja slika staði á fingrum annarrar handar. Og þetta rugl að ekki skuli vera hægt að reka hér unglingaskemmtistað eins og Tónabæ, það er alveg úti hött. Það hlýtur að vera dýrara að hafa krakkana stútandi rúð- um n iðri i miðbæ. Rikiö er lika búið að drepa niður allt konsert- hald með skattpiningu. Tollar af plötum, að ekki sé talaö um hljóðfærin, þetta er að drepa allt niður. Mér þykir skrýtið hve hljóðfæraleikarar eru linir i þessum málum, en það er náttúrulega óttinn við diskótek- in sem bindur hendur þeirra. Og að gamall poppari eins og Finn- ur Torfi skuli vera orðinn for- pokaður kall á þingi, þvi hefði maður aldrei trúað að óreyndu. Ég ætlast ekki til að Oli Jó skilji þetta, en yngri mennirnir ættu að sjá sóma sinn i þvi að kippa þessum málum i lag. Og svo er haldiö uppi stórri og rándýrri sinfóniuhljómsveit fyrir örfáar hræður, og hún er niðurgreidd af þeim sem llka eru skattpýndir á sinu sviði. Af hverju ekki bara að láta kosta 25 þúsund kall inná þessa hljóm- leika? Það sitja greinilega ekki allir við sama borð i þessum málum. Ég sakna þess, að ekki skuli lengur vera einhverjir mögu- leikar fyrir byrjendur, enda er sáralitil endurnýjun I þessu. Þessi skattastefna yfirvalda virðist byggjast á þvi að menn halda að popparar græði svo mikla peninga, sennilega vegna þess að slikt kemur fyrir I út- landinu sbr. Bitlarnir og fleiri, — en ég þekki engan sem hefur orðið rikur á þvi að vera poppari á Islandi.” I dag kemur á markaöinn fyrsta sólóplata Helga Péturssonar fyrrum Ríó-meðlims. Ber hún nafnið Þú ert. Það er hljómplötufyrirtæki Gunnars Þórðarson- ar, sem einnig er fyrrverandi Ríó-maður, Ýmir h.f., sem gefur plötuna út. Helgarpósturinn hitti Helga P. af þessu tilefni fyrir skömmuogátti þá viðaðhann viðtal: eitt lag sem olli þvi að ég sló til og það er lagið hans Þórarins gamla Guðmundssonar, Þú ert, sem lengi hefur verið i miklu uppáhaldi hjá mér. Mér finnst að I þessari upprif jun á gömlum lögum sem svo mjög hefur tiðk- ast á hljómplötum undanfarin ár, hafi alveg gleymst að taka fyrir lög þeirra meistara sem áttu sitt blómaskeiö I fyrri hálf leik þessarar aldar, menn eins og Sigvaldi Kaldalóns, Páll ísólfsson, Þórarinn Guðmunds- son og fleiri. Og reyna að taka þessi lög eins og maður gæti imyndað sér að þeir hefðu gert i dag.” Skrýtið að vera einn ,,Ég veit ekki hvernig á að skilgreina þessa plötu mina — hvort hún sé i anda Rió eða hvað. Ég hef bara reynt að gera hana eins eðlilega og mér er unnt og vona að það hafi tekist. Það er lika skrýtið að vera allt i einu svona einn að gera plötu. Hún er kannski lik þvi, sem maður var að gera i gamla daga, en það verður þá bara að hafa það.” — A RIó eftir aö koma aftur saman og taka upp plötu? Helgi: ,,Ég held ekki, slikt gerist varla aftur. Við höfum einhvern veginn fjarlægst hverja aðra. Við vorum saman öllum stundum I fleiri ár og höfðum lítil samskipti við annaö fólk, nema i gegnum spila- mennskuna, og svo þegar þetta dettur upp fyrir, virðumst við vera önnum kafnir við að reyna að kynnast einhverju nýju. Sið- asta platan sem við gerðum virkaði heldur ekki vel á fólk og við vorum ekki lengur sammála um hvað það væri sem við vild- um gera og samstarfið þ.a.l. orðiö ansi stirt. Gunni og Óli vildu t.d. fara úti alvarlegri pælingar, sem er mjög erfitt fyrir hljómsveit sem þekkt hef- ur verið fyrir allt annað en að vera alvarleg. Svo er nú lika orðið svo vonlaust að gera út hljómsveit og má I þvi sam- bandi nefna, að sumariö ’77 fór- um við I heljarmikla hljóm- leikaferð um landsbyggöina. Brúttóhagnaður var um 15 mil- jónir, en við stóðum eftir með 143 þúsund i vasanum, þannig að svoleiðis útgerð er alveg út i hött. Það eru einhverjir allt aðr- ir sem hirða peningana en þeir sem vinna fyrir þeim.” Alltaf i hringiðunni — Hvað hefurðu svo haft fyrir stafni, eftir að Rió lagði upp laupana? Helgi: „Ja, mér finnst ein- hvern veginn eins og mér muni aldrei takast að losna úr músik- inni. Flest sem ég geri tengist á Gyðingur í bilskúr — Stóð ekki til að búa mann- skapinn undir þessa plötu, með þvi að gefa fyrst út eina tveggja laga? Helgi: Jú, og það átti að pressa hana I New York hjá fyrirtæki sem kallast Soundtek og á aö vera eitthvert fint pressukompani, en er I rauninni bara bilskúr i eigu einhvers gamals gyðings. Og hann klikk- aði karlanginn, þannig að ekk- ert veröur úr þvi. En það hefði veriö mjög gaman aö prófa það. Þetta var jú einu sinni svo stór þáttur i allri plötuútgáfu og nú viröist vera aftur oröinn grund- völlur fyrir litlar plötur, vegna þess að þær stóru eru orðnar svo dýrar. Og við vorum m.a.s. bún- ir að gera umslag fyrir hana og þaö átti að vera eitt lag á henni sem ekki er á stóru plötunni og dettur þaö þ.a.l. uppfyrir.” Lengi í bigerð „Þessi sólóplata min ,er I sjálfu sér búin að vera lengi i bi- gerð. Útgefendur hafa lengiveriö á eftir mér l þessu sambandi og það er kannski þess vegna sem ég hef dregið þetta svona lengi, þvi það hefur kitlaö dálitið hé» gómagirndina I manni að hlýða á hvatningarorö þeii og lofsöng I minn garö. Ög þykir verst aö vera ekki að byrja núna I þessum bransa þvi ég hef aldrei verið i eins góðum sam. böndum. Annars má kannski segja að það hafi fyrst og fremst verið „ÉG ÆTIAST EKKI TIL AÐ ÓLIJÓ SKIUI ÞETTfl” — spjallað við Helga Pétursson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.