Helgarpósturinn - 11.05.1979, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 11.05.1979, Blaðsíða 10
/ 10 Föstudagur 11. maí 1979 helgarpósturinn. Snörulistamenn á heimshornaflakki eftir 1 Idvinsdót áttur Kaöalkúnstum má allsstaöar koma viö Viö höfum mælt okkur mót viö Indiánastúlkur tvær, ljós- myndarinn og ég. Það eru þær Kim og Carmen sem skemmtu hér á Fróni, ails ekki fyrir löngu. Hafa þær getið sér góöan oröstir fyrir þá einkennilegu list er nefnist á frummálinu „rope- spinning” Kaöalkúnst þessi á rætur sinar aö rekja tii þess, þá er kúrekar snöruöu hengingaról sinni um háls fórnarlambanna. Leikur stúlknanna felst þó ekki I þvi aö myröa áhorfendur, held- ur fremja þær listsina á sjálfum sér og leika sér aö snörunni meö alira handa tilbrigöum. Mótiö á aö fara fram aö Hótel Loftleiöum. Er viö bönkum á hóteldyrnar, lýkur þeim upp, ekki ómyndarleg kona milii fertugs og fimmtugs og býöur okkur glaöbeitt inn I stofu. Segir okkur aö Kim dóttir sln sé á leiðinni. Þangaö til lætur hún móöan mása og beinir tali slnu aöal- iega aö ljósmyndaranum. Jeppaeigendur! Setjum djúp og slitmikil JEPPA- munstur á hjól- barða. tfMLLtL:: Smiöjuvegi 32-34 - Símar: 43988 og 44880 - Kópavogi (Heldur liklega aö hann sé blaðamaðurinn). Hún er aö sýna honum myndir af Kim. Segist hafa tekið hana i fóstur, er hún var stödd I Sagion i Vlet-- nam. Þar haföi Kim fundist áætlað um tveggja ára gömul, ein og yfirgefin, á götu úti. „Og hávaöinn þarna. Jesús minn. Þú gast ekki sofnað ef lætin hættu, svo óvenjuleg var kyrrðin. — En hvað um það. Kim hafði ekki augun af mér strax og hún sá mig á upptöku- heimilinu, svo ég ákvað bara að ættleiða hana. Það er þó skárra að sjá fyrir barni en manni”, segir hún og hlær við. Rétt i þessu kemur Kim inn Litil og þéttvaxin stúlka, eitt- hvað undir tvitugu og nú get ég farið aö taka upp pennann. Spyr fyrst: „En hvar er hin stúlk- an?” Ég óskaði mér niður i hyl- dýpi jarðar er ég fékk svarið. Hin stúlkan var móðirin.— „Hvað gerði það að verkum að þið lögðuð kaðalkúnstir fyrir ykkur”, segi ég i flýti til að breyta umtalsefninu. Þvi svarar Carmel: „Það hefur alltaf veriö ævintýrablóö I mér. Heima i Canada reyna þetta allir, en aöeins þeim tekst vel upp sem leggja þetta fyrir sig. 9 ára ákvað ég að gera þetta að ævistarfi og 19 ára varð ég at- vinnumaöur I listinni. Föður minum sem var kúreki, leist ekkert á hugmyndina, vildi að ég gifti mig, — en karlmenn vil _ ég ekki sjá, ég býst við, að ég sé I svarti sauðurinn I fjölskyld- f unni”, segir hún hlæjandi. „Svo þið eruð þá ekkert 1 Indiánastúlkur, þegar allt kem- e ur til alls,” segi ég og reyni að x fela vonbrigðin, Allar minar spurningar um líf og hagi Indiána fyrir bi. „Ja, ég er nú eiginlega meiri Indiáni heldur en Kim. Það gera þessi háu kinnbein”, segir Carmel og sýnir okkur. „Hvers konar lif er þetta”, spyr ég. Carmel: „Alveg dásamlegt. Ég veit ekki neitt sem gæti kom- ið i staöinn. Við höfum sýnt i 52 löndum og það er ekkert jafn- skemmtilegt og að ferðast. Og þessi list skilst hvar sem er i heimi. Söngvari þarf að kunna tungumál sérhvers lands, sömuleiðis leikarinn, en kaðal- kúnst þarfnast engrar túlkunar við. En þér, Kim, hvað finnst þér? „Agætt, enda þekki ég ekki neitt annað”, segir hún. Carmel, þú segist ekki vilja sjá karlmenn. Hvaö hefurðu á móti þeim? „Þvi er fljótsvarað. Karlmenn eru letjandi fyrir konur sem vilja eitthvað komast áfram i heiminum. Ég vil vera fuglinn frjáls, og gera það sem mig lystir. Þegar ég sé þessar ungu konur, kasóléttar, keyrandi barnavagn, hugsa ég með mér: Til hvers eru þær að hafa fyrir þvl að lifa úr þvi þær fá enga ánægju út úr lifinu. Þú átt aðeins eitt „segir hún og það er lifið. Þvi ber aö fara vel með það.” Þú ert slhlæjandi. Ertu hamingjusöm kona? spyr ég Carmel aö. „Hamingjusöm”, segir hún „þegar ég er alls staðar annars staöar en heima hjá mér. Mér finnst gaman að ferðalögum og þegar ég er að skemmta. Þaö veitir mér hamingju. Þó höfum við stund- um komist I hann krappan. Það er verst að koma fram i næturklúbbum með eintómum karlmönnum aö áhorfendum”, bætti hún viö. Maður sér það á þeim að þeir biða bara eftir þvi aö viðmissum klæðin. — En þaö er nú sjaldan sem andinn er slikur. „Hvernig er svo að skemmta hér á hjara veraldar”? „Bara gaman. — Aö visu skynja Islendingar ekki hve mikil vinna liggur að baki listar okk- ar, en það er nú ekki nema von. Mér finnst tsland reglulega fallegt land og ég ætla mér að koma hingaö aftur. Ertu ekki sammála Kim”? „Jú, segir hún. -ab Hinn klassiski kúrekastill hefur löngum einkennt unga fólkið og eldra, — og þar á milli. Rétt eins og Travolta hefur dregið leðurbuxurnar fram I dagsbirt- una, gerðu James Dean og Marlon Brando gallabuxnagarðinn frægan. Það var snemma á árinu 1970. Nú klæðast jafnt háir, sem lágir þessum einkennisbúningi. Foreidrar eru farnir aö velta þvl fyrir sér, hvort þeir muni nokkurn tima lifa þann dag að sjá börn sln ekki I gallabuxum. Og svo einkennilegt sem þaö virðist, þá ætiar gallabuxnaæðinu aldrei að linna, heidur þvert á móti. Iönaöinum óx fiskur um hrygg, þá er tek- ið var upp á þvl að merkja gallabuxurnar með nöfnum heimsfrægra tiskuhönnuða, sem nú eru orönir um 20 talsins. Allir vilja þeir eigna sér heiöurinn af vaxandi vinsæidum. Segja „aö konur trúi hönnuði sinum og treysti og fylgi þeim eftir. Þá er það mikið þrætuepli hver sé höfund- ur gallabuxnanna. Nú þykist þaö vera Frakki. — En sálfræðingurinn Ernest van den Haag er ekki I vafa um hvað æðinu veldur. Hann segir: „Gallabuxur laða fram kvenlegan þokka og gera konuna sérstaklega kynæsandi.” Mikil eru nú áhrif Freuds, eða hvað finnstykkur? I heil 45 ár hefur blaðið Esquire, sem stofnaö var af fjór- um upprennandi og efnilegum verslunarmönnum frá Chicaco, verið „óskabók” millistéttarinn- ar, með öllu sinu bókmenntalega ivafi ogum leið frumkvöðull nýju blaðamennskunnar. En allt i einu gerðist hiðóvænta: Hinar traustu stoðir blaösins hrundu. Ekki fyrir löngu, tilkynnti ólíklegt saman- safn manna að það hefði keypt blaðið, þvi til björgunar. Þetta samansafn skipar blaðaútgáfan Bonnier í Sviþjóð, tveir ungir menn frá Knoxville fyrirtækinu ásamt Philip Moffitt, sem þekktir eru fyrir ti'marit, sem millistéttin kallar „unglingatimarit”. Ungu mennirnir tveir, hafa gert nýja fjárhagsáætlun sem nemur 5 millj. dala, til að rétta efnahag blaðsins viö. Ennfremur hafa þeir félagar birt heilsiðu auglýsingu þess efriis að nútimamaðurinn „leiti að sjálfi sinu og vilji inni- haldsrikt li'f”. Þeim kröfum ætli þeir að sinna með þessu nýja blaði stau. Takmark þeirra er að „hjálpa manninum til aö skynja hvað i þvifelist að vera maður”. Skyldi sumum ekki verða um og ó? Yfir eitt hundrað lögreglumenn I Valencia á Spáni tóku þátt i miklum eltingaleik viö ökuþór á Mercedes Benz, en einhver vegfarandi hafði séð manns- likama hálfan inni i skottinu. Löggan náðibilnum og umkringdi með vélbyssum og öllu tilheyrandi. Það kom þá i Ijós að mannslikaminn heyrði til Jesus Diaz, sem er bifvélavirki. Hann hafðiveriðaö athuga hvort aftur- öxullinn væri gallaður. Sá fáheyrði atburður hefur gerst ,1 Colorado, USA, að rit- höfundur nokkur að nafni W.W. Bussey hefurfarið I mál viðbjór- verksmiðju, þar sem hann segir að mjöður þeirra (sem hann drakk I óhófi) hafi skaöað heilsu hans og heila. I málshöfðuninni segir m.a. að mjöðurinn hafi „komið i veg fyrir að Bussey gæti skrifað eins og alvöru rithöfundi sæmir”. Já, öðruvisi mér áður brá. Nágrannar Willi Schnabel, sem er þjóðfélagsfræöingur, urðu dag noWturn varir við hróp og köll úr ibúð hans. Þeir náðust til inngöngu og fundu vesalings manninn liggjandi á gólfinu. Var hann bundinn, hálfnakinn og aðeins i kvenundirfatnaöi. Þegar Willi var laus Ur böndunum, sagðist hann hafa verið að gera þjóðfélagslega tilraun, en ekki tekist að leysa sig. Þarna haföi hann þvi dúsað I tvo daga. Skömmu siöar flutti Willi og býr hann nú i kjallara. Don Kalbach lögreglumaður i San Francisco trúöi ekki slnum eigin augum þegar hann sá táning detta úr opnum glugga á kofaþak 20 metrum neðar. Unglingurinn stóö upp og stökkniður af kofan- um, u.þ.b. 5 metra og hélt leiðar sinnar eins og ekkert hefði gerst. Þegar Kalbach lögregluþjónn stoppaði hinn 16 ára Duke Erring- ton, hélt pilturinn þvi fram að hannværidýna.Hannhafði verið aðtrippad lyfjavímu) og tekið aö hoppa um í herbergi sinu, þegar hann stökk alveg óvart út um gluggann.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.