Helgarpósturinn - 11.05.1979, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 11.05.1979, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 11. maí 1979 —helgarpösturínrL NAFN: Sigurður Helgason FÆDDUR: 22. júlí 1921 HEIMLI: Skildinganes 52 FJÖLSKILDUHAGIR: Fjögurra barna faðir, eiginkona, Unnur Einarsdóttir BIFREIÐ: Wagoner jeppabifreið, árg. 77 ÁHUGAMÁL: Veiðiskapur, skíðaíþróttir og útivist yfir höfuð „MÐ ER KALT A TOPPNUM" Flugleiöir eiga 1 kröggum. Tap félagsins á siöasta istarfsári’ var um þaö bil þrir milijaröar. Ekki aöeins hefur staöa félagsins fariö versnandi á mikiivsgum flugleiöum, heldur og hafa innanbáöar- vandamál skotiö upp kollinum. Allt frá sameiningu flugfélaganna tveggja, Flugfélags isiands og Loftleiöa, og Flugleiöir varö til _ hafa iogar leikiö um starfsemi féiagsins. Oft hefur hver höndin veriö uppi á móti annarri. Nií nýlega varö breyting á yfirstjórn Flugleiöa. Aöur voru forstjórar þrir, þeir örn Ó. Johnson, Al- freö Eliasson og Siguröur Helgason. Nú hefur veriö ákveöiö aö fækka þeim niöur i einn. Siguröur Helgason hreppti hnossiö. Siguröur Helgason hefur veriö fjölmiölamatur undanfarnar vikur. Sú saga barst út aö honum byöist vænn biti hjá bandarisku flugféiagi. Eínnig hefur mikiö veriö um þaö rætt aö samskipti hans viö einn aöalhluthafa i Flugleiöum, Svein Valfeils, hafi veriö mikii og náin, svo mögnuö aö Siguröur hafi I rauninni veriö handbendi Sveins. Um þetta alit fjailar yfirheyrslan i dag og ýmislegt fleira. Siguröur Heigason situr fyrir svörum: Hvers vegna var forstjórum Flugleiöa fækkaö niöur i einn. Þú endurráöinn, en örn Johnson og Alfreö Eliasson iátnir fara? „Ég tel aö stjórn félagsins hafi gert sér grein fyrir þvi aö fyrra fyrirkomulag hafi ekki veriöhagkvæmt og eins og aöal- fundurinn lýsti yfir þá var taliö aö þetta þriggja forstjóra fyrir- komulag heföi gengiö sér til húöar.” Voru deilur á milli forstjór- anna þriggja? „Nei, ég get ekki sagt, aö þaö hafi verið. Hins vegar var þetta stjórnarfyrirkomulag erfitt i framkvæmd. Staöreyndin er sú aö öll flugfélög sem ég þekki til hafa aöeins einn forstjóra.” Nú haföir þú stuöning Flugfé- lagsmanna til þessarar for- stjórastööu, en þinir gömlu samstarfsmenn á Loftleiöum studdu annan mann, Jóhannes Einarsson. Hvernig skýrir þú þetta? , , „Þaö er kalt á toppnum.Ég hef starfað viö fyrirtækiö i 25 ár og hef gegnt ýmsum trúnaðar- störfum.” En varöandi afstööu Loft- leiöamanna til þfn og forstjóra- stööunnar? „Þeir buöu fram annan mann, sem siöan þegar á reyndi, gaf ekki kost á sér!" Helduröu aö þaö sé þá i dag einhugur um þig innan Flug- leiöa? „Ég vona aö svo sé. Ég legg megináherslu á, aö hér riki eindrægni og samhugur. Aöeins þannig er hægt aö vinna bug á þeim erfiöleikum sem er viö aö striða.” Var þér boöin svæöisstjóra- staöa hjá North West flugfélag- inu bandariska? „Nei, þaö er alrangt og ég segi stundum aö þaö er engu lik- ara en aö blööin Islensku búi til fréttir, enda má segja aö þaö sé æriö verkefni aö fylla sex blöö af fréttum á hverjum degi af þessu litla landi sem viö búum I.” Þú hefur ekki sjálfur lekiö þessu I blööin, sem áróöurs- bragöi til aö styrkja stööu þina gagnvart forstjórakjöri Flug- leiöa? „Þaö er alrangt. Ég á ekki svo mikla hugkvæmni til.” Nú töpuöu Flugleiöir um 3 miljöröum króna á siöasta starfsári. Hver er ástæöan? „Ástæðan er versnandi sam- keppnisaöstaöa á aöalmarkaöi félagsins, þ.e.a.s. á Noröur- Atlantshafsleiöinni. Aö visu var einnig um aö ræöa verulegan halla á innanlandsfluginu, en þaö sem skiptir sköpum er Noröur-Atlantshafsleiöin. ’ ’ Hvernig hafa Air Bahama og Cargolux gengiö? t „Air Bahama er dotturfélag Flugleiöa og gekk mjög vel. Þar batnaöi hagurinn i kringum 200 miljónir króna miöaö viö áriö áöur og skilaöi verulegum hagnaöi. Cargolux er ekki dótt- urfélag, heldur þaö sem viö köllum hlutdeildarfélag og þar var einnig mjög góð afkoma.” Hvernig eru framtiöarhorfur á Noröur-Atlantshafsleiöinni. Stefnir allt niöur á viö? „Viö erum aö vona aö hægt veröi aö halda þessu flugi áfram og þaö finnist grundvöllur sem geri þaö kleift.” Eru Flugleiöir farnir aö teygja arma sina lengra en ráö var fyrir gert i upphafi? Meö öörum oröum aöalvettvangur- inn ekki lengur innanlandsflugiö og flug til og frá isiandi, heldur flugleiöir á milli útlenskra flug- hafna. „Sannleikurinn er sá aö Flug- leiöir er mjög litiö flugfélag á alheimsmælikvaröa og ef félag- iöheföi eingöngu flutninga til og frá landinu og innan islands þá væri þaö enn smærra og rekst- urinn þar af leiöandi enn óhag- kvæmari. Þaö þarf vissa stæröi flugrekstri til þess aö hægt sé aö viðhafa hagkvæman rekstur og ná árangri. Ég tel aö Flugleiöir sé i þaö minnsta.” Og viltu þá færa út kviarnar? „Ég held nú aö þaö verkefni sem sé brýnast núna er aö reyna aö viöhalda félaginu. Rétta þaö viö og halda þeim rekstri áfram sem fyrir er.” En væri ekki möguleiki aö Flugleiöir skiluöu aröi ef fyrir- tækiö starfrækti aöeins innan- landsflug og flug til og frá ts- landi? „Viö erum ekki einir i heimin- um. Þaö eru I gildi gagnkvæmir loftferöasamningar viö fjölda landa og má nefna t.d. aö SAS flýgur hingaö, svo viö erum ekki einir um Evrópumarkaö. Þaö er sem sé engin trygging fyrir þvi aö slikur rekstur yröi aröbær.” Ertu sammála þvi aö stefna eigi aö aukinni hlutdeild hins opinbera i Flugleiöum? Min persónulega skoöun er sú, að viö eigum aö viöh'alda þvi formi sem er á félaginu I dag, þaö er aö segja hafa þaö i einka- eign”. Nú lýsti örn Ó. Johnson þvi yfir á aöalfundi félagsins aö hann teldi nauösyn á aukinni hlutdeild rikisins. Þarna greinir ykkur á. Er þetta eitt dæmi af mörgum um þær deilur sem hafa risiö milli forstjóra flug- leiöa? „Þetta var aldrei deilumál milli okkar Arnar. Og ég held sannarlega að þaö hafi aldrei veriö nein sérstök deilumál I gangi milli forstjóranna. Þaö hefur jú komiö upp skoðana- munur varöandi ýmsa þætti, en ekki deilur.” Hvers vegna hefur rekstur Flugleiöa gengiö eins brösug- lega og raun ber vítni? „Þvi má svara þannig, aö þaö eru mörg og mikil viökvæmnis- mál sem gera vart viö sig þegar gömul rótgróin flugfélög eru sameinuö. Þarna var hreyft viö fólki sem hafði veriö viö upp- byggingu félaganna og þaö olli stundum misskilningi og leiö- indum. Ég héld aö þessi mann- legu samskipti hafi oröiö einna erfiöust I samræmingunni og rekstrinum.” Horfir þú til breyttrar og bættrar tföar i þessu sambandi? „Ég held aö þaö veröi aö leggja alla áhersiu á þaö aö ljúka þessari sameiningu. Hún er staöreynd og þaö veröur ekki snúiö til baka.” En eru allir Flugleiöamenn komnir á þá skoöun aö ekki veröi snúiö til baka — aö Flugfé- lag tslands og Loftleiöir heyri sögunni til? „Ég er sannfæröur um þaö aö mikill meirihluti þeirra sem aö þessu félagi standa eru á sömu skoöun og ég og ég hef enga trú á þvi aö Flugleiöir veröi leyst upp og hin gömlu flugfélögin tvo endurreist.” Teluröu eölilegt aö Flugleiöir hafi einokunaraöstööu varöandi millilandaflug til og frá tslandi? „Viö veröum nú aö byrja á þvi aö skilgreina einokun áöur en ég get svarað þessari spurningu. Um einokun er ekki aö ræöa, eins og ég nefndi áöan, þar sem hingaö fljúga erlend flugfélög, sumpart i áætlunarflugi og sömuleiöis i leiguflugi. Hins vegar vil ég leggja áherslu á aö ég tel ekki grundvöll fyrir aö reka hér á Islandi fleiri en eitt félag I millilandaflugi”. Nú er þaö ljóst aö Eimskipafé lagiö á umtalsveröan hlut I Flugeiöum, Er hér um aö ræöa samtry ggingarkerfi tveggja stórfyrirtækja viövikjandi fragtflutningum? „Nei örugglega ekki. Þaö eru engir slikir hagsmunir tengdir þessum samskiptum. Flugleiöir keppa viö Eimskipafélagiö I raun um vöruflutninga þótt I litlum mæli sé og skipti litlu máli fyrir Eimskipafélgiö. Það má segja frá þvi, aö fulltrúar Eimskipafélagsins i stjórn Flugleiöa hafa stundum veriö á annarri skoöun um stefnumál varöandi fragtflutninga, en þeim skoöunum hefur ekki veriö sinnt af meirihluta stjórnar”. Hvernig er háttaö samskipt- um Flugleiöa viö Seaboardfé- lagiö bandariska? „Samvinna flugfélaga hefur aukist mikiö af hagkvæmnis- ástæöum. T.d. I Evrópu eru mý- mörg dæmi um samvinnu fé- laga á sviöi tæknimála. Þaö sama hefur oröiö uppi á ten- ingnum varöandi Flugleiöir og Seaboard. Þar hefur myndast mjög náin samvinna af hag- kvæmnisástæöum, sérstaklega á sviöi tæknimála.” Hvers vegna Seaboard? „Vegna þess aö þaö var eina félagiö, sem var meö viöhalds- aöstööu I New York fyrir þá vél- artegund sem viö rekum I dag.” Nú er Seaboard af mörgum taliö umdeilt félag. Hvaö viltu segja um þaö? „Ég hef hvergi heyrt talaö um Seaboard sem umdeilt félag, nema i fjölmiðlum á islandi.” Eru mútugreiöslur tiökaöar varöandi kaup á flugvélum, sbr. Lockheadhneyksliö? „Ég get fullyrt þaö aö svo miklu leyti sem ég þekki til þá hafa engar mútugreiöslur átt sér staö varöandi flugvélakaup á Islandi, hvorki fyrr né siöar.” Ertu sjálfur I einhverjum fjárhagslegum tengslum viö fjársterka aöila erlendis? „Nei, þvi miöur er ég I engum slikum tengslum.” Bauöstu fyrir stuttu til kaups hlutabréf þln I Flugleiöum? „Ég á sjálfur ekki mikiö af hlutabréfum I Flugleiðum og hef ekki sett þau á sölumark- aö.” Bauöstu til kaups hlutabrél Sveins Valfells? „Ég hef ekki umráöarétt yfir hlutabréfum Sveins Valfells.” Veistu til þess aö hlutabrél Sveins hafi veriö til sölu? ' „Nei, mér er ókunnugt um þaö.” Hvernig heldur þú aö þessi sölusaga hafi komist á kreik? „Þaö er svo margt spjallaö i litlu samfélagi eins og Reykja- vik og þvi komast margar sögur á kreik. Ég heid nú aö þaö sé aðalskýringin.” Er þaö rétt aö þú hafir komisl til valda vegna hlutabréfaeigna Sveins, aö hann hafi komiö þér á toppinn innan félagsins? „Ég tel mig hafa veriö sjálf- stæöan á eigin báti.” Hver eru tengsl ykkar Sveins Valfells? „Faöir minn og hann eru systkinabörn”. En eru einhver fjárhagsleg tengsl ykkar á miili? „Jú, viö eigum aöild aö félög- um saman” Ertu strengjabrúöa ákveö inna aöila, t.d. margnefnds Sveins Valfells? „Sveinn er góöur frændi og vinur og viö erum veiöifélagar. Ég veit ekki til þess aö Sveinn hafi neinar strengjabrúöur. Ég sjálfur er ekki strengjabrúöa neinna.” Er þaö rétt aö slysiö á Sri Lanka og tryggingarbætur sem Flugleiöir fengu I kjölfar þess borgi upp halla Flugieiöa á siö- asta ári? „Þaö er rétt aö tryggingar- upphæöin var verulega umfram bókfært verö og hjálpar mikiö til viö aö bera tap siöasta árs”. eftir Guðmund Árna Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.