Helgarpósturinn - 11.05.1979, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 11.05.1979, Blaðsíða 14
14 Hér er llf og fjör i danskeppni unglinga á vegum Klúbbsins. — DB- mynd: Höröur. „Ahersla lögð á LIFANDI MÚSÍK” — rætt við Magnús í Klúbbnum JÞað viröist vera ákveöinn hópur sem hefur áhuga á lifandi tónlist, svo viö höfum ekki i hyggju aö leggja hana niöur. — Enda gengur þettabara mjög vel. A.m.k. er Kliíbburinn best sótti veitingastaöurinnI dag.aöþvier tölurnar segja”, sagöi Magnús Leópoldsson er framkvæmda- stjórinn var spuröur hvernig lifandi tónlist mæltist fyrir. ^Það skapar vissa stemmningu aö hafa hljómsveitir, þótt hún jafnist kannski ekki á viö „Glaumbæjarandann”, sagöi Magnús aöspuröur. „Enda erallt það fólk sem sótti Glaumbæ á sinum tima nú löngu horfiö og farið aö byggja upp i' Breiðholti'.' Sagði Magniis það fólk sem mestsæki staöinn vera milli tvi- tugs og þritugs og þá einna helst áhangendur lifandi tónlistar. „Annars er það enginn ákveðinn hópur sem hingað sækir”, sagði hann. „Fólk flakkar nú meira á milli staðanna eftir að þeim fjölgaði.” Hver telur þú að eigi að vera tilgangur skemmtistaöa?MÉg tel að hanneigi að gefa fólki tækifæri á að hittast, sýna sig og s já aöra, dansa og hlusta á góða músik”, sagöi Magnús „og rabba saman yfir glasi,” bætti hann við. Kanntu skýringu á þvi hvers vegna Islendingar, öðrum þjóðum fremur, þurfi að hima útl kuldanum upp á von og óvon um inngöngu? „Þetta hefur nú farið mjög dvínandi, eftir að dansstöðunum fjölgaði. En ég héld aö skýringin felist i þvi, að hér dreifist skemmtanafýsn fólks niöur á færri daga, en gerist erlendis.” - Þá sagði Magnús áfengis- dýrtiðina gera þaö aö verkum, að fólk reyni að koma ofan i sig eins miklu vini og mögulegt er, áður en á skemmtistað er haldiö. „Sjálfum finnst mér þetta mjög bagalegt” sagði Magnús. „Bæði það aö ma ður er dauöhræddur um að eitthvað komi fýrir fólkiö sem biður, svo og hitt, aö þetta hefur leitt til þess að drykkjuvenjur fólks hafa breyst mikið til hins verra.” „En ég tel að þaö megi leysa þetta meö meiri sveigjanleika. Fyrir utan það, aö mjög væri til bóta að lækka aldur dansgesta niður I 18 ár. Þvi er ég mjög hlynntur.” Nú eru það dyraverðirnir sem hafa komið fólki upp á lagið með það að biða eftir hálf tólf, þar sem fólki er oft hleypt inn eftir það.Væri ekki til bóta að taka fyrir slikt? Ekki kannaðist Magnús við að svo væri, alla vega ekki i Klúbbn- um. „Heldurðu að fólk eygi á möguleikaum að komast inn eftir tokun”, spurði Magnús. „Slikt á alla vega ekki að geta gerst. Það er nú geysilega mikið eftirlit haft með þessu. Og þá ekki af okkar hálfu”, sagði Magnús, „heldur af hálfu opinberra aðila. _ab Frá Nausti Opið föstudag til kl. 01 Opið laugardag til kl 02 Fjölbreyttur matseðill, þar á meðal logandi réttir svo sem Grísalundir GRAND MARNIER. Lifandi humar — veljið sjálf. Tríó Naust sér um dansmúsikina. Snyrtilegur klæðnaður áskilinn. Borðapcntanir i sima 17759. Verið velkomin í Naust. Hótel Borg á besta staó i borginni^ O Dansað alla helgina. Föstudag til kl. 1, Diskótekið Dísa ^ Laugardagur kl. 2. Diskótekið Dísa Sunnudagur til kl. 1. Gömlu dansarnir Hljómsveit Jóns Sigurðssonar ásamt söngkon- unni Mattí. Ath. einnig dansað á fimmtudags- kvöldum . AAatur framreiddur í hádeginu og um kvöldið alla daga vikunnar. ^^^ótel Borg, s; 11440 j!.. 'Swjy7' Jj 1 i luif'i Fær Ámundi að setja upp bátaleigu við Tjörnina? Ámundi sækir um bátaleigu við Tjörnina „Hugmyndin er einfaidlega sú, að gæða höfuðborgina svoiitlu llfi”, sagði Amundi Ámundason, þegar Helgarpósturinn forvitnað- ist um umsókn hans fyrir báta- leigu við Tjörnina I Reykjavik. „1 nánast öllum erlendum borgum sem maður kemur i”, sagöi Amundi, „eru Ktlir árabát- ar á tjörnum, þar sem fólk getur komið með börnin á góöviðris- dögum og róiö. I Reykjavík hins vegar, ferfólk Þingvallahringinn, eða þá bregður sér i Hveragerði”. Amundi sagðist ekki geta séð, að slik bátaleiga hefði slæm áhrif á fuglalifið við tjörnina. Vel kæmi til greina að nota aöeins hluta tjarnarinnar undir leiguna, og einnig kæmi til greina að loka henni á viðkvæmasta varptiman- um. Akvöröun borgaryfirvalda um umsókn Amunda er væntanleg bráðlega, en umsóknin hljóðar upp á litla árabáta og litla segl- báta. „Ef leyfið fæst”, sagði Amundi, „hef ég hugmyndir um marga aöra skemmtilega hluti, sem hægt væri aö gera i tengslum við bátaleiguna. Erlendis eru tjarnir miðdepill margvlslegs mannlifs i borgunum, og ég sé ekki neina ástæðu fyrir þvi, að slikt sé ekki einnig hægt I Reykja- vik”. —GA Brenda Lee við hljóðnemann i óöali, „Ég kann vel við mig hér. Þetta er frábrugðiö þvl sem ég hef áður séð. Ég held að þetta geti oröið stórflnt ”, sagði Brenda Lee, nýi plötusnúðurinn I Óðali þegar Helgarpósturinn hafði samband við hana. Brenda, sem er ættuð frá Los Angeles, kemur hingað frá Fredrikstad i Noregi, þar sem hún var I tvo mániiði og þeytti plötur fyrir Norðmenn. Hér ætl- ar hún að vera I þrjá mánuði „ef allt gengur aö óskum”. „Ég ætla ekki eingöngu að spila disco-tónlist, þvl það veröur að gera öllum til hæfis. Ég mun einnig spila, sól, fönk, reggae og rokkdjass. Allt sem ég spila er danstónlist. Ég byrjaði aö snúa plötum fyrir 4-5 árum meðan ég var I námi I Los Angeles. Siöan fékk ég styrk til náms i Noregi, þar sem mér var svo boöið starf sem plötusnúöur. Ég geri ráð fyrir að halda þessu áfram i tvö ár enn, en hef þá i hyggju að halda áfram námi. Þegar ég fer héðan ætla ég til Los Angeles, þar sem ég á heimili. Eftir það er förinni heitið til Kaupmannahafnar og þaðan til Saudi-Arabiu”. Aðspurö um áhugamál önnur en tónlist, sagði Brenda aö hún ætti fimm hesta heima I Banda- rikjunum, og hefði áður fyrr sýnt reiölist um öll Bandarikin, en tónlist væri hennar aðal- áhugamál. „Ég vona bara að ég falli i kramið hjá fólkinu og eignist vini”, voru lokaorð Brendu Lee. —GB HP-mynd: Friöþjófur

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.