Helgarpósturinn - 11.05.1979, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 11.05.1979, Blaðsíða 7
7 __he/garpásturinn._ Föstudagur 11. maí 1979 in voru lengi vel i óvissu, og helm- ingur liðsins virtist á förum. Nú eru málin komin á hreint, og KR KR-ingar koma upp i fyrstu deildina með raunsæju hugarfari. „Reynsla liðinna ára segir okkur að þau lið sem koma úr annarri deild, bæöi i knattspyrnu og hand- bolta, eiga i erfiðleikum á fyrsta keppnistimabilinu”, sagði Magnús Jónatansson þjálfari þeirra og benti á að þeir byrjuðu timabilið i 9. sæti. Þeirra mark- mið væri þvi einfaldlega að hækka sig um nokkur sæti, og tryggja sig i sessi. Annað kæmi svo sem bónus. Liðinu hafa bæst tveir nýir menn, Isfirðingarnir Jón Oddsson og Hreiðar Sigtryggsson, framlinumaður og markvörður. Báðir eiga eftir aö styrkja þetta lið, sem vann aðra deildina, i fyrra með miklum yfirburðum, og var þá aö flestra mati eitt 7 bestu liða landsins. Það hefur loðað viðKR-liðið að leika stórkarlalegan boita, með kýlingum og hamagangi. 1 fyrra fékk liðið hins vegar tækifæri til, eftir margra ára ströggl i fyrstu deild, að róa taugarnar, og spila fótbolta. Taka boltann niður og láta hann ganga, eins og þaö heit- ir. KR hefur áreiöanlega haft gott af dvölinni í annarri deild, sjálfs- traustið viröist i góöu lagi, og þaö eitt hefur mikið að segja. Þeir mega hinsvegar illa við meiöslum, þvi breiddin er ekki mikil. En i sumar er svo von á Stefáni Erni Sigurössyni frá Danmörku. Þróttur Mikill mannskapur hefur verið einkenni Þróttar, eftir að þeir komu I fyrstu deildina á ný. Þeir virðast geta skipt alveg um lið milli leikja, og haidið samt nokk- urn veginn sama styrkleika. Leikmennirnir eru mjög álika góöir, en enginn þeirra samt nógu góöur til að lyfta liðinu uppúr meðalmennskunni. Eftir tvö ár i fyrstu deild hafa þeir fengið þá reynslu sem þarf. Ef illa gengur I sumar er ekki hægt að kenna reynsluleysinu um. Reyndar eru ekki miklar llk- ur á aö illa gangi. Ungir menn, eins og Agúst Hauksson og Páll Ólafsson gætu sprungið út I sumar, og lyft öllum hinum með sér. Þorsteinn Friðþjófsson er þjálfari, eins og I fyrra, og hann er nú hvað fremstur Islenskra þjálfara. Ef hann nær að byggja upp sjálfstraust leikmanna sinna er aldrei að vita hvað gerist. Þróttararnir eru að minnsta kosti aðeins of góðir til að falla. Svo hafa þeir lika markmann sem getur skorað mörk. Egill Steinþórsson, fyrrverandi Armenningur, gekk til liðs við Þrótt sem markmaður, en sýndi i Reykjavikurmótinu að hann er ekkert siðri miðherji! KA Fjórir af reyndustu leikmönn- um KA I fyrra hafa nú yfirgefið liðið. Þeir Þorbergur Atlason, Sigurbjörn Gunnarsson, Guðjón Garðarsson og Gunnar Gunnars- son eru allir hættir eða farnir annað. í staöinn fær KA þrjá: Einar Þórhallsson úr Breiðabliki, Njál Eiösson frá Þrótti Nes. og Ásbjörn Björnsson frá Siglufiröi. Búast má við að lið KA breytist talsvert með tilkomu þessara manna, ekki síst Einars Þórhalls- sonar. Einar er mjög dóminerandi leikmaður I sinu liði, og það sem KA vantaði tilfinnan- lega i fyrra var slikur maður. Leikmenn liösins eru lagnir með tuðruna, en i heild var leikur liös- ins óttaleg gufa. Þá vantaöi mann tilað stjórna, og Einar er akkúrat maðurinn i það. Jóhannes Atlason, sem þjálfar liðiö eins og undanfarin ár, var að vonum bjartsýnn, og ætlar sinum mönnum annað sætið i deildinni. Hvort það tekst skal látið ósagt, en vist er að Akureyringarnir veröa erfiöir heim aö sækja i sumar. Liöið hefur fengið mun fleiri æfingaleiki I vor, en undan- farin vor, og kemur þvi betur undir keppnistimabilið búið en oftast áður. Og nú hafa lika leikmenn liðsins fengið dýrmæta reynslu i fyrstu deildinni. ÍBV Mikið hefur verið skrifað um lið ÍBV i vor, og lýst hálfgerðu upplausnarástandi. Þjálfaramál- kannski ekki seinna vænna. Victor Helgason verður þjálfari liðsins, og þrir menn sem léku með þvi I fyrra eru hættir — Sigurlás Þorleifsson, Karl Sveinsson og Einar Friðþjófsson. Tómas Pálsson er hættur við að hætta. Og Viðar Eliasson, sem lék með Vfkingum siðastliðin tvö ár, er kominn heim til Eyja aftur. Og þannig standa málin. Að sögn Victors er ástandið heldur aö lagast eftir óvissuna, leikmennirnir hafa æft vel að undanförnu, og komiö ágætishljóö i mannskapinn. Nokkrir ungir og friskir strákar eru að koma upp hjá Eyjamönnum, og þeir ættu að fylla uppi skörðin sem hinir skildu eftir sig, að sögn Victors. Það háir liðinu nokkuð að hafa ekki fengið æfingaleiki nema mjög takmarkað i vor, og þvi vita hvorki þeir né aðrir hvernig liðið stendur. Vestmannaeyingarnir hafa verið nánast óútreiknanlegir undanfarin ár — þeir hafa dottið niður á góða leiki, en siðan tapað fyrir botnliðum. Liðið leikur kraftmikla knatt- spyrnu, og leikmenn vöðvaöir vel. Vörnin hefur oft verið dálltill höfuöverkur, sérstaklega ef sóknarmenn andstæðinganna hafa verið snöggir og leiknir. Vestmannaeyingarnir verða lik- lega enn sem fyrr óútreiknanlegir I sumar. Fram Sigurbergur Sigsteinsson, Agúst Guðmundsson, Eggert Steingrimsson og Gústaf Björns- son, f jórir af fastamönnum Fram I fyrra, hafa yfirgefið félagið, eða lagt skóna á hilluna. I staöinn hafa þeir fengiö Martein Geirs- son, frá Belglu. Þjálfari Framaranna, Hólm- bert Friðjónsson, Keflvikingur, ætlar sinum mönnum fyrsta sætiö I deildinni, og segir að ekkert þýöi að setja markiö lægra. Ungir menn, eru aö koma upp hjá Fram, en efnilegir strákar hafa veriö aðeins of fáséðir I þeim her- búðum. Það hefur furöulega mikiö að segja fyrir knattspyrnulið aö hafa góðan markmann og góða miðverði. Fyrir þremur árum gerðu t.d. Marteinn, Jón Péturs- son og Arni Stefánsson næstum allt I liði Fram, — skoruðu meira aö segja mörkin. Og enn á ný er það miölinan sem virðist sterkust hjá Fram Guömundur I markinu, Marteinn miövörður, Asgeir tengiliður og Pétur Ormslev miðherji. I kringum þennan kjarna verður Hólmbert að byggja liðiö, og hvernig það tekst skiptir sköp- um um hvort Fram nær að lyfta sér uppúr meðalmennskunni. En liðið veröur engum auöveld bráð. Haukar Segja má að talsverð heppni hafi fært Haukum sæti i fyrstu deild. Þeir voru I hópi margra jafnra liöa i annarri deild I fyrra, og þaö voru frekar töp hinna liö- anna sem sendu þá upp, en sigur- ganga Haukanna sjálfra. Þeir eiga erfitt sumar fyrir höndum, og gera sér sjálfir best grein fyrir þvi. „Þetta verður erfitt, en skemmtilegt”, sagði Eggert Jóhannesson, þjálfari þeirra. Leikmenn Haukanna eru fæstir miklir aö burðum, og knattspyrn- an sem þeir hafa leikið i annarri deild á undanförnum árum hefur ekki verið jafn stórkarlaleg og þar gengur og gerist. Þeim hefur lika bæst liösauki: Gunnar Andrésson miövörður, besti maður Armenninga undanfarin ár, Gunnlaugur Gunnlaugsson fyrrverandi FH-markmaöur, og Hermann Þórisson, sem lék með Bolvíkingum I 3. deild. Þeir koma allir til með aö styrkja liösheild- ina. Haukarnir hafa að einu að keppa I deildinni — að halda sér I henni. — „Að komast yfir reynslutimabilið”,eins og Eggert komst að oröi. Það gæti reynst þeim um megn. 1 liöinu eru nokkrir einstaklingar sem sómdu sér vel f hvaða fyrstu-deildarliði sem er, en þegar á heildina er lit- ið vantar Haukana einfaldlega getu. Baráttuna vantar þá hinsvegar örugglega ekki, og á henni eiga þeir eflaust eftir að ná i óvænt stig I sumar. T STYRKLEIKI OG ÖRUGGT GRIP. Margir halda að sumarhjólbarðar Goodyear séu sérstaklega sniðnir fyrir íslenska vegi. Til þess liggja tvær aðalástæður. Önnur er sú að byggingarlag Goodyear hjólbarða miðast við að styrkleikinn verði sem mestur. Hin ástæðan er öruggt grip (traction) sem er eitt af aðalsmerkjum Goodyear hjólbarða. Ekki ónýtir eiginleikar það úti á íslenskum vegum. 44 UMBOÐSMENN GOODYEAR ÚT UM ALLT LAND EIGATIL GOODYEAR SUMARHJÓLBARÐA í FLESTAR GERÐIR FÓLKSBÍLA. GJÖRIÐ SVO VEL AÐ LÍTA INN. FULLKOMIN HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA Felgum og affelgum TÖLVUSTÝRÐ JAFNVÆGISSTILLING Hjólbarðaþjónustan Laugavegi 172,símar 28080. 21240 ■ ■ T"" ■ Æ ■ JL ■ ■ ■■■ rlEKLArlF Gleðikonurnar í Istedgade eiga undir högg að sækja Istedgadei Kaupmannahöfn er ekki lengur aðalmiðstöð vændis- lifnaðarins þar i borg eins og verið hefur um árabil. Gleöikon- urnar i Istedgade sem selja sig á götum úti fyrir lágt verö, hafa tapað slagnum fyrir hinum fjöl- mörgu nuddstofum, sem skotið hafa upp kollinum I borginni við sundin. Ekki færri en 25 hafa nú nýverið hafiö starfsemi og mun nú hart vegiö aö götugleðikonum Istedgötunnar frægu. Gleðikonurnar I götunni eru auðvitaö allt annað en ánægðar með þessa þróun og melludólg- arnir enn siður. Vilja þeir samn- ingaviöræður viö nuddstofurnar og benda á að stúlkunum á nudd- stofunum sé ekki leyfilegt að stunda vændi, þar megi þær aö- eins nudda. Hins vegar gangi málin yfirleitt alla leið. Nuddiö sé aöeins upphitun. En hvers konar kvenfólk er það sem er á götunni og selur likama sinn? Stúlkurnar i Istedgade eru yfirleitt mjög ungar. Þær taka sér þennan starfa af ýmsum ástæö- um. Þeim gengur erfiölega aö fá mannsæmandi vinnu, sumar eru eiturlyfjasjúklingar og ná ekki aö fjármagna dópkaup með öðrum hætti en þessum. Annars eru það ekki stórar fúlgur, sem þessar stúlkur hafa eftir dagsverkið, auk þess sem melludólgarnir taka sinn toll. Margar þessara stúlkna eru mæður. Oft tekst þeim ekki að fá gæslu fyrir börn sin og verða að taka þau með i „vinnuna”. Alls ekki er óalgengt að börn gleöi- kvenna, þetta 3-5 ára gömul, séu með mæörum sinum I „vinn- unni”. Ekki alls fyrir löngu fann Kaupmannahafnarlögreglan dreng á þvælingi I Istedgade i snjófoki og frosti. Hann hafði ver- iö með mömmu sinni i „vinn- unni”, hún haföi náð i kúnna og beðiö aðra gleöikonu aö lita eftir barninu á meöan hún lyki af- greiðslunni. Sú hin sama hafði þá einnig náð I viðskiptavin og barn- ið var þvi skilið eitt eftir á gang- stéttinni, þriggja ára gamalt og haföi þaö frostpinna sem þaö átti að hugga sig við i frostinu. Lög- reglan fór með litla drenginn á lögreglustöðina og þangað kom móðir hans siöar, eða eftir aö hún hafði klárað verk sitt i Istedgade — þar sem vændisiönaðurinn á nú undir högg að sækja.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.