Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 29.02.1980, Qupperneq 19

Helgarpósturinn - 29.02.1980, Qupperneq 19
19 helgarpósturinn-Fösiudag ur 29. febrúar 1980 „Ljósamaðurínn þarf að vera listfengur” ÞaO eru margar hendurnar sem standa aö hverri leiksýn- ingu hjá Þjóöleikhúsinu, sem og hjá öörum húsum. Þaö eru auö- vitaö leikararnir, sem eru mest I sviösljósinu, en til þess aö svo megi vera i bókstaflegri merk- ingu, þarf aö sjálfsögöu ljósa- Einn þeirra manna sem oft er skrifaöur fyrir lýsingu i Þjóö- leikhúsinu. er Kristinn Daniels- son ljósameistari. Helgar- pósturinn sló á þráöinn til hans og forvitnaöist aöeins um hann sjálfan og starf hans „£g er Ur Reykjavik, fæddur og uppalinn á Bókhlööustign- um”, sagöi Kristinn. Kristinn, ásamt öllum starfs- mönnum ljósadeildarinnar i ÞjóöleikhUsinu, er rafvirki aö mennt. ,,Ég kom hingaö áriö 1949 sem rafvirki á vegum Jóhanns 'Rönning. Þá voru hér Björn Einarsson og Baldur Helgason, nýUtskrifaöir tæknimenn og sáu um alla rafmagnsvinnu baka til á sviöinu, og ég var einn af hjálparmönnum þeirra. I september kom Englendingur, Bill Bundy, og tók aö sér aö setja upp ljósakerfiö og ganga frá ljósabUnaöinum. Þegar ÞjóöleikhUsiö tók til starfa, var ég þaö kunnugur öllum hnútum, aö Hallgrlmur Bachman heitinn bauö mér starf sem ljósamaöur, Fyrir fimmtan árum varö ég svo ljósameistari.” — 1 hverju er starf þitt fólgiö? „Þaö er aö sjá um lýsingar á leiksýningum og annast allt viö- hald og viögeröir á rafkerfi og ljósakerfi Þjóöleikhússins.” — Hvernig er háttaö sam- starfi ljósamann og leikstjóra? „Viö ræöum saman, ásamt leikmyndateiknara, um þaö hvernig lýsingin á aö vera. Ljósamaöurinn á oft sjálfur frumkvæöiö, en oftast er þetta samvinna þessara þriggja manna. Þá fáum viö aö sjá ieik- ara á æfingu I leikmynd og ger- um okkur þá endanlegar hug- myndir um hvernig þetta á aö vera, þannig aö ljósameistari fær þá tækifæri til aö undirbUa lýsinguna og annast hana og sýna þeim hvernig hægt er aö gera þetta. Viö fáum svo æfingu og þá þarf oft aö endurskipu- leggja marga hluti vegna þess aö þaö hefur kannski ekki alveg passaö viö þaö sem viö vorum aö segja eöa hugsa.” — Þurfiö þiö oft aö breyta frá þeirri hugmynd, sem þiö geröuö ykkur um þetta i upphafi? „Nei,þaöer nú ekki oft, en oft á tiöum þurfum viö aö hafa styrksmun, en þetta eru ekki stórir annmark.ar.” — ÞU kannt vel viö starfiö? „Já, aö mörgu leyti. Þaö er bara oft heldur mikill hraöi hjá okkur, þvi þaö eru mörg leikrit I gangi I einu.” — Er þetta vandasamt starf? „Persónulega tel ég aö ljósa- maöurinn þurfi aö vera mjög listfengur maöur. Þaö er ekki nóg aö vera rafvirki, heldur þarf hann aö hafa smekk.” — Og þú ætlar aö vera i þessu áfram? „Já, ég á eftir fimm ár i eftir- laun”, sagöi Kristinn Daniels- son aö lokum. -GB Stórband Svansins er meöal þeirra sem koma fram á kabarettinum I Þórscafé. Kabarett í gamla stfínum í Þórscafé „Undirtektirnar voru mjög góöar. Þaö var allt upppantaö og uröu margir frá aö hverfa”, sagöi Ómar Hallsson, veitingamaöur i Þórscafé, þegar Helgarpóturinn spuröi hann hvernig heföi gengiö meö kabarettinn, sem gestum staöarins er nU boöiö upp á á fimmtudags- og sunnudags- kvötdum. Ómar sagöi, aö þeir væru ekki aö tjalda til einnar nætur, heldur væri ætlunin aö hafa þennan kabarett út marz-mánuö. Hann væri settur upp til aö reyna aö endurvekja stemmningu eins og var hér áöur fyrr I Reykjavik. Kabarett þessi er eingöngu ætlaöur fyrir matargesti Þórs- cafés og er boöiö upp á eld- steiktan mat. Koma matreiöslu- mennirnir aö boröum gestanna og steikja matinn fyrir framan þá. Sagöi Ómar aö þaö heföi gengiö mjög vel fyrsta kvöldiö. Þeir sem koma fram á þessari skemmtun, eru bræöurnir Halli og Laddi, ásamt eftirhermunni Jörundi, og eru þeir meö alveg nýtt prógram. Þá koma fram tslenski dansflokkurinn, töfra- maöurinn Johnny Hay og stór- band lúörasveitarinnar Svans. Helgarpósturinn haföi einnig samband viö Sæbjörn Jónsson, stjórnanda stórhljómsveitarinnar og spuröi hann fyrst hve lengi hún heföi veriö starfrækt. „Þetta er þriöja áriö sem viö starfrækjum þetta band. Þaö kom til út af ungu fólki, sem viö tókum viö fyrir einum fjórum árum og höfum aliö upp hjá okkur. Nú er þetta oröiö fullmekt fólk og vildi gera vföreistara I tónlistinni en aö spila I lúörasveit. Þaö varö þvi ofan á, aö viö, nokkrir gamlir jálkar, fórum aö spila meö þessu unga fólki,” sagöi Sæbjörn. Aöspuröur um tónlistina, sem hljómsveitin spilaöi, sagöi Sæbjörn, aö þaö væri þessi svokallaöa big-band tónlist. Þaö væru alls konar lög, sem væru útsett fyrir þessar stórhljóm- sveitir, en þaö flokkaöist bæöi undir jazz og danstónlist. Þeir reyndu aö spila hvort tveggja, en sumt væri gífurlega erfitt og þeir heföu ekki komist yfir allt sem þeir vildu. Þó væru þarna nokkur lög sem væru talin topp jazzlög. Sæbjörn sagöi, aö stórböndin heföu veriö vinsæl hér áöur fyrr, á meöan kaup var lágt og kreppan hafi veriö yfir heiminum. Þau heföu siöan aö miklu leyti lagst niöur, þegar kreppan leystist og hljómlistar- menn fóru aö fá kaup aftur. Þau heföu þó rutt sér mikiö til rúms aftur á undanförnum árum og oft væru þau viöloöandi aörar hljóm- sveitir, eins og lúörasveitir. Rekstrargrundvöllurinn fyrir svona hljómsveitir væri enginn, nema fyrir topp sveitir, eins og Buddy Rich, Thad Jones og þeirra lika. — Hafiö þiö spilaö einhvers staöar áöur? „Nei, viö höfum ekki komiö fram sem slikir. Viö höfum gert þrjú útvarpsprógröm, m.a. veriö tvivegis meö prógram á nýárs- nótt. Siöan höfum viö spilaö á okkar tónleikum og i feröalögum meö Svaninum. Þetta er mjög ungt fólk, fimmtán, sextán ára og ég hef ekki viljaö fara langt meö þaö.” Sæbjörn sagöi, aö Svanurinn ætti fimmtiu ára afmæli I ár og af þvi tilefni stæöi fyrir dyrum hjá þeim Noregsferö, en þar ætla þeir aö heimsækja vini sina. — Hvaö eru margir I hljóm- sveitinni? „Viö erum tuttugu, en þessi big- bönd eru átján manna. Viö höfum styrkt okkur pinulitiö meö tveim mönnum I viöbót til þess aö brúa forföll, aöallega,” sagöi Sæbjörn Jónsson. —GB. Kristinn Danielsson ljósameist- ari aö störfum 1. Húsgagnaverslun þeirra er stærsta sérverslun iandsins meö Islensk rúm. 2. Húsgagnavinnustofa þeirra framieiöir flest öll rúm, sem framleidd eru á tslandi. 3. Þeir hafa 20 ára reynslu i smiöi rúma. 4. Eigin framleiösla tryggir hagstæöasta veröiö. 5. Þeir bjóöa upp á bestu greiösiuskilmálana. GÓÐIR SKILMALAR = BETRI SVEFN. 6. Reynslan tryggir gæöin. 7. 5 ára ábyrgö fylgir öllum framleiösluvörum. 8. Þér getiö valiö úr 14 geröum rúmdýna. 9. Allar framleiösluvörur þeirra eru unnar úr ekta viö- arspæni, en hvorki plasti né viöarlikingu. 10. RUmin endast og endast.. 11. Þér getiö valiö Ur u.þ.b. 300 rUmum. 12. Fyrirtækiö er á Islandi, þannig aö ef eitthvaö kemur fyrir rúmiö, eru þeir ávallt til staöar. 13. Fagmenn aöstoöa yöur viö valiö. 14. Þér fáiö litmyndalista heim- sendan, ef þér óskiö. 15. útvörp, sem fylgja rúmun- um, eru meö fullri ábyrgö. 16. Boöiö er upp á fullkomna dýnuþjónustu. 17. Ef þér búiö á stór-Reykja- víkursvæöinu, fáiö þér rúm- iö sent heim, yöur aö kostn- aöarlausu. 18. Verslunin er opin frá kl. 8 til 19 alla virka daga, og á laug- ardögum frá kl. 9 til 12. 19. Ef breytinga er þörf, er hægt aö leysa flest slik vandamál. 20. tslensk rUm fyrir islensk heimili. ‘Matur framreiddur frá kl. 19.00. Boröapantanir frá kl. 16.00 SIMI 86220 Askiljum okkur rétt til að ráöstafa fráteknum boröum eftir ki. 20.30 Htjómsveitin Glæsir og diskótek í kvöld, laugardags- og sunnudagskvöld Opiö föstudags- kvöld tii kl. 3. og laugardags- Spariklæönaður Hvers vegna er hagkvæmt að kaupa rúm framleidd hjá Ingvari og Gylfa? SKATTAÐSTOÐIN SÍMI 11070 Laugavegi 22, inngangur frá Klapparstíg 101 Reykjavík. Annast skattframtöl, ársuppgjör, skattkærur, beiðnir um skattbreytingar og aðra skattaþjónustu. ATLI GfSLASON hdl. Heima: Hraunteigur 24, 105 Reykjavík, sími 8-68-78

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.