Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 06.06.1980, Qupperneq 12

Helgarpósturinn - 06.06.1980, Qupperneq 12
12 Föstudagur 6. júní 1980. helgarpósturinn UPPREISNARÆSKAN 1970 - DISKÓÆSKAN 1980 eftir Guðlaug Bergmundssonr HVAÐ HEFUR BREYST? Ariö 1968 veröur lengi i minnum haft i sögu Vesturlanda. Þetta ár geröu stúdentar i Frakklandi og viöar í Evrópu uppreisn gegn rikjandi viöhorfum og fengu verkalýöinn meö sér i sumum til- fellum. Þannig lá t.d. viö byltingu i Frakklandi og höföu valdhafar herinn i viöbragösstööu, og sagt er aö uppi hafi veriö áætlanir um aö nota iþróttavelli landsins á svipaöan hátt og Pinochet geröi eftir valdarániö i Chile áriö 1973. A þessum tima liföu hipparnir sitt blómaskeiö i Bandarikjunum, þar sem þeir höfnuöu bandarisku neysluþjóöfélagi og öliu sem þvi fylgir, efnalegu og siöferöilegu, Heföbundnir „hornsteinar” þjóö- félagsins eins og fjölskyldan og karrrérismi voru látin lönd og leiö. Hernaöarbrölti var kröftug- lega mótmælt og slagorö eins og „elskist en heyiö ekki striö” voru i algleymingi. Nú, 10-12 árum siöar, heyra þessiratburðiraö miklu leyti sög- unni til. Franskir stúdentar lita til baka og sjá mai ’68 i einhvers konar goösögulegum hillingum. Þeir lita á þetta ártal sem ein- hvers konar vendipunkt i baráttu sinni gegn rikjandi þjóöskipulagi og talaö er um fyrir og eftir mai ’68. Bandarisku hipparnir sem hreyfing eru liönir undir lok. Bandariskir unglingar ku vera orönir miklu vinnusamari og farnir að sætta sig viö neyslu- kapphlaupiö. Þaö varö ekki komist hjá þvi aö þessar hreyfingar bærust til Islands, þó sumir séu þeirrar skoöunar aö 68-hreyfingin hafi farið framhjá landinu. Hinu er þó ekki aö neita, að á árunum kring- um 1970 var mikiö um pólitiska umræöu i menntaskólum landsins og bera fór á ýmsum fylgifiskum hippahreyfingarinnar, einsog t.d. neysla kannabisefna, sem var einn liöurinn I andófinu gegn neysluþjóöfélaginu. Ungt fólk á þessum tima lét mikiö i sér heyra og var hávært i gagnrýni sinni á þjóðfélagiö en hvernig er þetta 1 dag. Hugsar ungt fólk áriö 1980 svipaö og ungt fólk áriö 1970, ef tekiö er tillit til breytinga á þjóð- félaginu á þessum tima, eöa hefur átt sér staö einhverskonar hugar- farsbreyting? Borgaraleg sveifla frekar en hægri? „Þegar ég byrjaði hér áriö 1970, var aldan frá 68 I hámarki um þær mundir og þaö er enginn vafi á að hún er horfin, eöa að hverfa núna”, sagði Heimir Pálsson kennari i Menntaskólanum viö Hamrahliö. „Aftur á móti hefur kannski annaö komiö 1 staöinn. Þaö er dálitið erfitt aö gera sér grein fyrir hvaöa áhrif græna bylgjan hefur haft. Mér finnst maöur merkja þaö, aö fólkiö er núna, al- mennt talaö, og meö þess konar alhæfingum, sem aldrei standast, meövitaöra um umhverfi sitt meöal annarsjsem eru ugglaust áhrif m.a. frá grænu bylgjunni. Þaö er sifellt aö brjótast i mér, hvort einhver náttúruvernd hefur ekki komiö i staöinn fyrir ein- hvers konar róttækni, aö þaö hafi tekist að beina henni yfir I ein- hverskonar grasrótarhreyfingu i eiginlegri merkingu.” Hefur þá orðiö einhver hægri sveifla hjá ungu fólki á mennta- skólaaldri? Kennari viö Mennta- skólann á Akureyri sagöi i sam- tali við Helgarpóstinn aö sér virt- ist hiklaust vera minni áhugi á pólitik en áöur. Hann sagði, aö frjálshyggjumenn þar í skóla hefðu sagt sér, aö þeir liföu mikiö blómaskeiö. Vinstri hreyfingin væri ekki eins öflug og áður var og þetta væri kannski þessi al- menna hægri sveifla i vestrænum þjóöfélögum. Heimir Pálsson sagöi, að á yfir- boröinu, kæmi þetta fram i þvi sem hann vildi miklu frekar kalla borgaralega sveiflu, og þá væri hann eingöngu aö tala um yfir- bragö. Um hitt þyröi hann ekkert aö segja. Sin vegna gætu þessir nemendur veriö nákvæmlega jafnróttækir eöa jafn borgaraleg- ir I hugsun og þeir voru því þaö Helga Sigurjónsdóttir væri svoerfitt aö átta sig á hvaö þetta ristir. Hann væri mjög hik- andi að telja þetta merki um hægri sveiflu. Undanfarinn áratug hafa orðiö einhverjar breytingar á þjóð- félaginu og þar sem hugsana- gangur fólks mótast alltaf að ein- hverju leyti af rikjandi aðstæðum hverju sinni, er ekki óeölilegt aö ungt fólk i dag hugsi ööruvisi en fyrir 10 árum. En hafa þær breyt- ingar oröiö I samræmi viö þjóö- félagsbreytingar, eöa hafa þær oröið meir.i en tilefni gaf til? Kennarinn frá Akureyri sagöi, aö þaö væri óhætt aö segja aö þær væru meiri en breytingar á þessu þjóöfélagi gæfu tilefni ti^, þvi I raun og veru væri ekki margt, sem heföi breyst 1 islensku þjóö- félagi á þessu tiu ára timabili. Hann nefndi það, aö Marcuse, sem heföi mikiö veriö lesinn fyrr á árum, væri núna gleymdur og grafinn, en öörum postulum væri hampað núna og af öörum. „Mér finnst aö breytingin á þessu þjóðfélagi gefi ekki tilefni til þessara sveiflna en þetta eru náttórulega eins og hverjar aörar yfirborössveiflur, aö þær þurfa auövitaö ekki aö eiga beinlinis rætur að rekja til djúpstæðra þjóöfélagsbreytinga. Þaö eru vissar tiskusveiflur og þetta er meira held ég i þeim stil,” sagöi hann Um þetta sagöi Heimir Páls- son: „Hvaö þjóöfélag breytist á þessum tima, er svo mikið spurn- ing um hvaö viö metum sem breytingu. Hvað er bara yfir- borösbreyting og hvaö ristir raunverulega eitthvaö? A bölsýnisstundum er ég nú alls ekki viss um aö þaö hafi breyst nokkuö. 1 nemendum minum hér, finnst mér ég ekki sjá neina djúp- tæka breytingu.” Heimir sagöi ennfremur, aö i kringum 1970 hafi það veriö tiska aö láta mikiö i se'r heyra. Þaö væri miklu siöur tiska núna og þá yröu menn miklu siöar varir viö pólitiskan áhuga nemenda. „Ég Sigmar Pétursson veitekkert almennt um pólitiskar skoöanir nemenda, ég veit ekkert i hverja áttina þær stefna. Þó ég heyröi miklu meira um þær 1970, þá vissi ég kannski fjarska lltiö um þær lika”, sagöi hann. Klondyke Heimir var spurður að þvi hvort nemendur væru jafn gagnrýnir nú og áöur. „Ég vona þaö. Já, ég held aö þau séu þaö og ef ég á aö vera svolitiö bjartsýnn, finnst mér kannski gagnrýni þeirra núna vera betur rökstudd engagnrýni nemenda á menntaskólastigi um 1970. Mér finnst hún byggja á meiri þekkingu, mér finnst hún vera traustari og betri gagnrýni. Þaö ber r kannski minna á þvi, aö menn gagnrýni hávært einhver yfirborösatriöi, eins og okkur hætti mjög til aö gera þá, einfald- lega vegna þess aö maður skynj- aöi illa samhengi hluta og geröi sér ekki grein fyrir þvi hvaö var orsök og hvaö var afleiöing. Nú eru þau reiöubúin aö velta þessu almennilega fyrir sér og reyna aö ráöast á rætur hlutanna. Mér finnst þau vera ekki síður gagnrýnin og mér finnst þau ekki láta bjóða sér hvaö sem er”, sagöi Heimir Pálsson. Þaö er oft sagt, aö glöggt sé gestsaugað, og viö höfum fregnir af þvl, aö erlendur maöur, sem hér var viö störf fyrir nokkrum árum, lét þau orð falla er hann kom aftur til landsins fyrir skömmu, aö hann tæki eftir mikl- um breytingum hér og aö islenskt þjóölif beri æ meiri Klondyke-ein- kenni. Þessi skoöun hans byggist á þvi, aö mannlifiö hér snúist um peninga, eyðslu og neyslu, og lif ungsfólks ekki siöur. 1 þjóðfélags- legri hegöun ungs fólks bæri mik- ið á hundingshætti og tómlæti, og manni þessum ofbauö skemmtanamunstriö. Þar leituöu menn ekki aö afþreyingu á venju- legan máta heldur væri þetta örvæntingarfull leit, og helst aö gereyöingu. Heimir Pálsson Helgarpósturinn haföi sam- band viö Sigmar Pétursson veit- ingamann i Sigtúni og bar þetta undir hann. Sigmar sagði aö sér fyndist þetta nú orðum aukiö. Hann gæti ekki séö mikla breyt- ingu á skemmtanalifinu, þaö væri frekar minna um læti á skemmti- stööum nú en áöur. Aö hans áliti er þaö aöallega klæöaburöur fólksins, sem hefur breyst og þá til hins verra. Aðrar umgengnis- venjur heföu ekkert breyst. Meira bissnessbragð Þegar rætt er um skemmtanalifiö, veröur ekki komist hjá þvi að minnast á feguröarsamkeppnir alls konar, sem skipa oröiö veglegan sess I skemmtanalifi landsins og virö- ast njóta mikilla vinsælda meöal almennings. Skoðanir manna á slikri keppni hafa alltaf veriö skiptar. Andstæöingum finnst þetta vera niöurlæging fyrir kon- una og vera ekkert annaö en ein- hverskonar gripasýning. Rauö- sokkahreyfingin hefur alla tiö gagnrýnt feguröarsamkeppnir, og á timabili greip hún til ýmissa aðgerða til aö vekja athygli á málstaö sinum og náöi nokkrum árangri, en á siöustu árum hefur ekki eins mikið boriö á gagnrýni hreyfingarinnar. Helgarpóstur- inn hafði samband viö Helgu Sigurjónsdóttur, sem starfaö hef- ur meö Rauðsokkahreyfingunni og innti hana eftir þessu. „Ég held að Rauðsokkahreyf- ingin sé jafn mikið á móti þessu og hún var. Starfsaðferðirnar sem viö beittum fyrst þóttu ný- stárlegar, en þaö er ekki enda- laust hægt að endurtaka þetta sama, og umræðan hefur lika I seinni tiö meira fariö inn á fræöi- legar hliöar,” sagöi hún. Helga var spurð aö þvi hvort hún áliti aö þaö væri eitthvaö samhengi i þvi, að Rauösokka- hreyfingin léti ekki aö sér kveöa i mótmælum gegn feguröarsam- keppni og þaö að vinsældir keppn- innar virtust fara vaxandi. Elisabet Traustadóttir „Ég hugsa aö þaö myndi ekki auka þær, en mér finnst þessi feg- uröarsamkeppni sem nú er i gangi enn hrikalegri en þessar i gamla daga. Mér finnst bissness- bragðið aö þessu enn meira. Ég hugsa aö þaö heföi einhver áhrif ef hreyfingin beitti sér eitthvað i mótmælaaögeröum. ” Helgarpósturinn haföi sam- band viö Elisabetu Trausta- dóttur, nýkjörna feguröardrottn- ingu tslands og spuröi hana hvernig stemmning væri fyrir slikri keppni i hennar skóla, en Elisabet er nemandi i Mennta- skólanum viö Hamrahliö. Hún sagöi, aö mörgum fyndist þetta vitleysa, en hún héldi aö al- mennt væri viöhorfið frekar,

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.