Helgarpósturinn - 06.06.1980, Síða 28

Helgarpósturinn - 06.06.1980, Síða 28
Við fögnum nýrri flugvél Boeing727-200 tU pjónustu á Evrópuleiðum Stórum,aflmiklum og glæsilegum farkosti, sem nú bætist í flugflota landsmanna. FLUGLEIÐIR jS ® Deilumál ritstjóra Vikunnar og forráöamanna Hilmis út af sérprentun stuðningsmanna Alberts Guömundssonar á fram- bjóöandakynningu Vikunnar á slnum tíma, hafa vakið athygli. Kunnugir halda þvi fram, að Helgi Pétursson, ritstjóri, sé sið- ur en svo ánægður með málalok og þess sé aö vænta að hann muni fljótlega hætta hjá Vikunni. önn- ur hlið er þó á þessu máli, sem ekki hefur fariö jafn hátt. Hún tengist þvi hvernig troðið hefur verið á höfundarétti Ijósmyndar- ans, Jim Smart, I þessu máli, þvi að um leið og forráöamenn Hilmis gáfu leyfi til þess að fram- bjóðandakynningin yrði sérprent- uð, varekki leitað heimildar ljós- myndarans fyrir endurbirtingu myndanna, sem hann hefur þó ótviræðan höfundarétt yfir. Spurningin er hvort Blaðamanna- félag íslands geti setið aögerða- laust, og verði ekki að fá úr þvi skorið i eitt skipti fyrir öll hvar höfundarétturinn liggi I tilfellum sem þessum... ® Mikill hiti er sagður vera I Hafnarfiröi út af Tónlistarskólan- um þar. Ástæðan er sú, að Páll Gröndalskólastjóri hafði ákveöið að taka sér ársleyfi frá störfum og mælt með þvi að Gunnar Gunnarsson flautuleikari og fyrrum félagi i söngflokknum Litið eitt tæki viö skólastjóra- starfinu á meöan. Venjan er sú að slfkar óskir skólastjóra eru virtar umyröalaust, en i þetta sinn haföi sú nefnd i Hafnarfirði sem hefur með mál skólans aö gera aðrar hugmyndir og vildu ráða Agnesi Löve, sem verið hefur pianó- kennari við skólann, skólastjóra i fjarveru Páls. Þessar fyrirætl- anir fræðslunefndar hafa orðið til þess að Páll Gröndal hefur nú sagt upp starfi sinu sem skóla- stjóri Tónlistarskólans I Hafnar- firöi og verður stáða hans auglýst laus til umsóknar einhvern tima á næstunni... © Framámenn innan Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna þing- uðu hér á dögunum og þar var hrun fiskmarkaðarins i Ameriku aöalmál á dagskrá, eins og vænta mátti, enda getur þaö haft ófyrir- sjáanlegar afleiöingar fyrir efna- hag landisins, sem var ekki góður fyrir. Sagt er að á þessum fundi hafi Þorsteinn Gislason, framkvæmdastjóri Coldwater Seafood Corp., fyrirtækis SH vestan hafs, lýst miklum áhyggj- um yfir þvi hversu vöruvöndun allri héöanfrá tslandi hafi hrakað stórlega á siðustu árum og nefnt að aðeins væru hér á landi tveir staðir, sem skiluðu undantekn- ingalítið fyrsta flokks vöru. Þessir staðir voru Akureyri og ölafsfjörður. Þorsteinn á að hafa dregiö upp úr pússi sinu á þessum fundi kassa meö flökum, sem reyndust aöallega samanstanda af þunnildum og öðru rusli... © Listahátið setur núna svip sinn á bæjarlifið I Reykjavik. Þeir sem ekki komast til að njóta þess sem þar er boðið uppá, vegna búsetu úti á landi eða annarra orsaka, geta þó huggaö sig við það, að þótt sfðar verði geta þeir skoðaö þessa ágætu krafta á sjónvarpsskerminum. Sjónvarpiö mun að öllu forfallalausu taka upp flutning spænska leikflokks- ins Els Comidiants, pianóleik- arans Alicia de Larrocha, gltarleikarans Göran Söllscher, jazzkvartetts Stan Getz, lslenska dansflokksins, irska þjóðlaga- flokksins Wolfe Tones og italska tenórsins Luciano Pavarotti. Sá böggull fylgir þó skammrifi að vegna takmarkaðs tækjabúnaöar fáum við aðeins að sjá þetta lista- hátiðarefni i svarthvitu i einföld- ustu upptöku. Eru reyndar skipt- ar skoöanir um það innan sjónvarpsins hvort réttlætanlegt sé að sinna þessu á meöan ekki er betur búið að stofnuninni hvað tækjabúnaö til utanhússupptöku varðar... # Poppmál listahátiðar hafa verið i nokkurri óvissu sem kunn- ugt er. Nina Hagen rokkstjarnan þýska, var lengi vel á leiðinni, en tilkynnti forföll þegar útséð var um að henni íækist að fullæfa nýja hljómsveit i tæka tið fyrir Islandsferö. Hins vegar hefur Helgarpósturinn heyrt að Nina Hagen hafi boðist til aö koma hljómsveítarlaus ef hún fengi Þursaflokkinn sér til aðstoðar á tónleikunum, en hún á að hafa haft veður af ágæti þess flokks af hljómplötum. Ekkert varö af þessu, trúlega vegna tímaskorts Þursanna... # Flest bendir til þess að takast muni aö fá bresku nýbylgju- hljómsveitina Clash hingað á Listahátið, en eltingaleikur við umboösmann hljómsveitarinnar um ýmsar borgir Evrópu veldur þvi þó aö ekki eru alveg allir lausir endar hnýftir saman þegar þetta er skrifað. Hins vegar er allt klárt af hálfu Listahátiðar, þegar endanleg staöfesting kem- ur - búið er að finna flug handa hljómsveitinni til landsins og ákveða tónleikana I Laugardals- .höll hinn 21. júni nk. ef allt smell- ur saman... # Það þótti tiðindum sæta fyrir skömmu þegar I fyrsta skipti á Islandi var skipuð kona til að gegna embætti sýslumanns. Það var Hjördis Hákonardóttir sem varð yfirtjald þeirra i Strandasýslu. Hjördls er röskleikakona, en engu að siður komú þær upplýsingar undarlega fyrir eyru I þættinum Að vestan I útvarpinu I gærkvöldi, að I allri sýslunni, sem er sú lengsta i land- inu, er ekki einn einasti lögreglu- maður sýslumanni til trausts og halds. Hjördis heldur þvi uppi lögum og reglu i Strandasýslu ein sin liðs. Hún þarf jafnvel að framkvæma mælingar á slysstað ef árekstur verður. Geri aðrir betur. En er þetta i samræmi við lög og reglur... ® Miklar hræringar eru nú hjá Sölustofnun lagmetis. Fyrir það fyrsta munu Sölustofnunarmenn vera allt annað en hressir með þá ákvörðun Tómasar Arnasonar, viöskiptaráöherra, að leyfa Erni Erlendssyni útflutning á lag- metisvöru til Austur-Þýskalands. Munu þeir hjá Sölustofnun lag- metis telja þetta brjóta gegn einkaleyfi þeirra á útflut ningi lag- metis og hugleiða jafnvel málsókn I þessu sambandi... ® Og áfram meö Sölustofnun lagmetis. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Gylfi Þór Magnús- sonmun láta af störfum þann 1. júll næstkomandi. Heyrst hefur að Heimir Hannesson sem gegnir stjdrnarformennsku hjá Sölu- stofnun I fjarveru Lárusar Jóns- sonar muni hafa verulegan áhuga á þvi að setjast i sæti framkvæmdastjóra, þegar sá stóll losnar að mánuöi liönum... ® Það liggur nú ljóst fyrir að engir útidansleikir verða haldnir aö kvöldi 17. júni i Reykjavik eins og venja hefur verið. Astæðan er einfaldlega sú, að þeir peningar sem þjóðhátiðarnefndfær úr ab spila eru af skornum skammti. Hún mun fá um 19 milljónir til ráðstöfunar og samkvæmt áreiðanlegum heimildum mun borgin fá 10 milljónir I vasann aftur. Þjóðhátiðamefnd þarf sem sé aö borga starfsmönnum Reykjavikurborgar fyrir þá vinnu sem þeir inna af hendi vegna hátiðahaldanna. Hátíðahöldin verða þar af leiöandi með einfaldara sniöi að þessu sinni. Eitthvað verður þó til skemmtunar og mun til dæmis Cllen dúllen doff hópurinn úr útvarpinu láta þar til sin heyra... # Sex umsóknir bárust um starf dagskrárgerðarmanns við frétta- og fræðsludeild sjónvarps- ins, en þessu starfi hefur Örn Harðarson gegnt um nokkurra ára skeið. Þeir sem helst þykja þó koma til greina eru fjórir: Marianna Friöjónsdóttir og Karl Sigtryggsson sem verið hafa útsendingarstjórar frétta, Karl Jeppesen, kennari, sem starfaði um tima hjá sjónvarpinu fyrir mörgum árum, og Elin Friðfinnsdóttir, sem er að Ijúka námi i fjölmiðlun I Banda- rikjunum... © Mikill fjöldi Islendinga mun hafa viljað verða fornaldarfólk I Hollywoodstórmynd franska leikstjórans Jean-Jacques Annaud sem tekin verður hérlendis i sumar. Auglýst var eftir statistum og hringdu hátt I fjórða hundraö manns um og fyrir siðustu helgi, en um 180 voru síðan ljósmyndaðir til frekari glöggvunar. Einkum mun hafa vantað stórgert fólk og þrekið...

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.