Helgarpósturinn - 28.11.1980, Blaðsíða 2
2
Föstudagur 28. nóvember 1980
Jie/garpósturínru_
Baksvið Alþýðusambandsþings
eftir Guðmund Árna Stefánsson
Myndir: Jim Smart
Baktjaldamakkið
„Andvarinn frá stjórnmálaflokkunum orðinn
einum of sterkur,” segja þingfulltrúar
,,Þú ert ekki meft nafnspjald.
Hvaö ert þú aö fara?” spuröi
gæslumaöurinn sem stóö neöst i
stiganum upp i Súlnasalinn á
Hótel Sögu. Ég flýtti mér aö
svara og sagöist vera blaöa-
maöur. Hann tók þaö gott og gilt
og ég fékk leyfi tii aö ganga inn i
hin heiiögu vé. Og ekki var þaö
Raggi Bjarna og félagar sem
héldu uppi fjörinu I Súlnasalnum
þennan daginn og engin var þar
músíkin. En ekki var minna
skrafaö en á venjulegu laugar-
dagskvöldi á Sögu.
34. þing Alþýöusambands
islands var i fulium gangi og
Súlnasalurinn sneysafullur af 450
fulltrúum rúmlega 50 þúsund
launþega um land allt. i ræöutóli
stóö hinn aldni baráttumaöur
Stefán ögmundsson og greindi
frá sögu og stööu mála hjá Menn-
ingar- og fræöslustofnun Alþýöu,
en þar er hann i forsvari.
Þetta var á miövikudegi og
þriöji dagur þingsins i fulium
gangi. og aöeins sólarhringur i
stóru stundina —þegar ný forysta
yröi kjörin fyrir Alþýöusamband-
iö næstu árin. Þaö var því sem
eidur iogaöi undir niöri. Menn
áttu dálitiö erfitt meö aö sitja
kyrrir og hljóöir og hlýöa á boö-
skap Stefáns og fleiri um fræöslu-
og menningarmálin. Kliöur var
mikill i salnum og ráp á mönnum
inn og út. Eövarö Sigurösson
þingforseti varö hvaö eftir annaö
aö hasta á þingheim — en án
árangurs. Kliöurinn og rápiö hélt
áfram.
Margir fundir
igangi
Niöri i anddyri hótelsins, við
fatageymsluna frammi viö bar-
inn og raunar á öllum göngum
hótelsins höföu tveir eöa fleiri
hópað sig saman og stungiö sam-
an nefjum. Og þaö fór ekki fram-
hjá þeim sem leiö áttu i nágrenni
þessara litlu „fundarstaöa” hvað
um var helst veriö aö tala. „Ef
kratarnir gera þetta... komm-
arnir veröa aö skilja.hvaö ger-
ir íhaldið þá... þú talar við
framsóknarmennina....... As-
mundur þetta.... Björn Þórhalls-
son hitt.... Karvel hérna......
Magnús Geirsson þarna....” Þaö
var alveg greinilegt hvaö var efst
i hugum manna. Kosningar for-
seta og tveggja varaforseta, kjör
15 manna i miöstjórn og staða
stjórnmálaflokkanna fjögurra i
þeirri mynd allri.
Þeirmáttu greinilega ekki vera
mikiö að þvi að hlýða á ræðurn-
ar um fræðslu — og menn-
ingarmálin, verkalýösforkólfar
flokkanna. Þeir voru á hlaupum
hornanna á milli, talandi h ver við
annan, hnippandi i þennan og
benda honum aö koma mér sér en
svo var horfið fyrir horn og birst
aftur stuttu siöar.
Þaö þarf ekki aö rekja stööu
mála I baráttu flokkanna fyrir
sem bestri kosningu i þinginu.
Það hefur verið tiundað nákvæm-
lega i fjölmiölum. Hitt er lika á
allra vitoröi, aö Alþýöuflokkur,
Alþýöubandalag , Framsóknar-
flokkur og Sjálfstæðisflokkur
hafa undanfarnar vikur setiö á
fjölmörgum fundum og þingað
um skiptingu áhrifaembætta inn-
an verkalýðshreyfingarinnar. Ef
einhver hefur efast um þá
staöreynd aö stjórnmálaflokk-
arnir hafi puttana i þeim málum,
þá þarf sá sami ekki annaö en
reka nefiö inn á Hótel Sögu til aö
komast aö raun um hið gagn-
stæöa.
Þaö fer ekkert framhjá augum
þingfulltrúa, hvað forystumenn
eru langdvölum frá þingsalnum i
bakherbergja fundum og ýmis
konar leynifundum.
A miðvikudaginn var á dagskrá
þingsins, menningarmál og
vinnuvernd. Mikill meirihluti
þingfulltrúa hlýddi á þær um-
ræður, en stór og valdamikill
hluti kom þar litiö sem ekki
nærri. Hjá valdaapparatinu og i
keppninni um tign og stööur, voru
nefnilega þau tiöindi nýjust aö
kratar og kommar (eins og þeir
voru nefndir i umræðunni) væru
aö fara aö tala saman.
Kratar og kommar
Klukkan 14.33 — „Viö ætlum nú
aö fara aö tala viö kommana,”
sagöi einn krataleiötoginn viö
mig. „Þaö veröur aö ná samstarfi
viö þá, þaö þýöir ekkert aö eiga
viö ihaldiö. Þaö er sundursprengt
á alla kanta og enginn ræður viö
neitt. Kommarnir veröa aö fara i
samstarf ef þeir ætla aö koma út
úr þessu þingi eins og menn.”
Þetta samtal átti sér stað á
stigapallinum og ekki liöu nema 8
minútur, þangaö til þeir
streymdu út úr fundarsalnum
topparnir. Kratarnir Jón
Karlsson og Karl Steinar
Guönason gengu saman niður
stigann og nokkrum skrefum á
eftir gekk Guðmundur J.
Guðmundsson i hægöum sinum.
Orstuttri stund siöar fóru niður
stigann Benedikt Daviösson og i
fylgd meö honum tveir af yngri
kynslóöinni i verkalýösarmi
Alþýöubandalagsins. Þá var Kar-
vel Pálmason ekki langt undan.
Hann hafði staðið viö barinn, sem
aö þessu sinni bauð ekki betur en
vatn i glasi og er hann sá að hers-
ingin haföi öll horfið niöur á neöri
hæöina, þá komst á hann hreyf-
ing. Karvel kvaddi viömælanda
sinn við barinn, drap i vindlinum
og hljóp niður.
Flokkarnir með
skrifstofur
Þaö eru alls 120 þingfulltrúar
sem leigt hafa herbergi á
hótelinu. Vitað er aö allir stjórn-
málaflokkarnir hafa skrifstofur i
hótelherbergjunum, enda þótt
þær séu i hótelbókum skrifaðar á
nafn Jóns Jónsonar frá Vest-
mannaeyjum eöa Páls Pálssonar
frá Neskaupstaö. Vettvangur
stjórnmálaflokkanna á þinginu er
sem sé fyrir ofan Súlnasalinn — á
þriöju, fjóröu og fimmtu hæðinni.
Stjórnmálaflokkarnir á efri
hæöunum meö forystumönnum
en almennir ASÍ þingfulltrúar á
neðri hæöum i umræöum um
vinnuverndina.
Upp og niður
stigann
Hann virtist ekki langur þessi
krata/kommafundur, þvi þaö liöu
vart meira en 20 minútur, þangaö
til hluti toppanna i þessum tveim-
ur flokkum sáust á stjái i stigan-
um upp i Súlnasalinn. Hvernig
haföi fundinum reitt af? Haföi allt
fariö i háaloft, eða tókust samn-
ingar i einu vetfangi?
Þaö kom siöar á daginn, aö
þetta haföi um margt veriö
merkilegur fundur, en engar
ákvaröanir teknar, enda þessir
flokkar litt talaö saman fram aö
þessu.
„Viö erum búnir aö setja þá
upp viö vegg”, sagði einn kratinn,
þegarég spurði hann um fundinn.
„Kommarnir geta ekki leyft sér,
að neita samstarfi viö okkur, þótt
marga þeirra dauðlangi til að
setja okkur alla út i ystu myrkur.
Hins vegar er talsveröur þrýst-
ingur Alþýðubandalagsmanna
frá landsbyggðinni aö samstarf
Alþýðubandalags og Alþýðu-
flokks, sem komiö var á siðast er
þing ASl var haldið, standi
áfram.”
Það var annaö hljóöið i Alþýöu-
bandalagsmönnum, þegar ég leit-
aöi frétta af makki komma/ og
krata, eins og þeir eru nefndir.
„Nú þora kratarnir ekki annað en
koma til okkar. Þeir sjá að við
höfum framsóknarmennina á
okkar bandi og stóran hluta
sjálfstæöismanna og þeir óttast
einfaldlega aö standa eftir úti i
kuldanum og veröa aö þiggja þaö
sem okkur þóknast aö rétta þeim.
Hitt er svo allt annaö mál, aö þaö
eru auövitaö um margt eðlilegt aö
þessir flokkar stándi saman, en
viö viljum bara aöAlþýöuflokkur-
inn viöurkenni staöreyndir. Og
þær eru, aö okkar staöa hér á
þinginu er miklum mun sterkari
en þeirra. Það vita þei'r, en berja
höfðinu viö steininn og vilja ekki
viðurkenna.”
Svo mörg voru þau orð. En
hvaö voru þessir flokkar eigin-
lega aö ræöa á leynifundinum?
Þaö er auövitaö forsetaembættiö,
varaforsetaembættin og 15
miðstjórnarembættin. Þessu þarf
aö skipta á milli eftir öllum
kúnstarinnar reglum. Allir
flokkar vilja sitt, en þaö er ein-
faldlega ekki nóg handa öllum.
Þess vegna veröur aö mynda
blokkir, „plotta”, bjóöa, gefa,
„blöffa”, og leika miötaflið hægt
og varlega. Endataflið var eftir
og þá var um aö geraað koma
öllum mönnunum vel fyrir á tafl-
boröinu áöur en lokabaráttan
hæfist.
Listin
að/,plotta".
„Þaö er list aö „plotta” sagöi
einn á yngri kantinum, en þó svo
veigamikill, aö hann fékk aö
fylgjast með allri þróun mála.
„Þaö er hrein unun að sjá þá, sem
eru hvaö klárastir i að vinna úr
svona flóknum stööum,” sagöi
þessi maöur og var greinilega
upp með sér að fá aö vita hvernig
málin gengju fyrir sig.
1 rauninni eru þaö varla nema
3—5 úr hverjum flokki, sem
standa i viöræðunum um skipt-
ingu embættanna. Ekki veröur
séö, aö sú kjörnefnd sem kosin
var á fyrsta degi þingsins komi
mjög nærri þeim málum. Hennar
hlutverk viröist það eitt aö taka
viö tillögum frá fulltrúum stjórn-
málaflokkanna, þegar þeir eru
búnir að koma sér niður á valda-
munstriö.
A þessum degi fór hvað mest
fyrir Alþýöuflokks- og Alþýöu-
bandalagsmönnum. í fram-
varðarsveit kratanna virðast
vera þeir Karvel, Karl Steinar,
Jón Karlsson Suöaárkróki, Jón
Helgason, Akureyri og Gunnar
Már Kristófersson. Fremstir i
makkdeild Alþýöubandalags eru
sagðir, Guömundur J..Guðmund-
ur Þ. Jónsson, Guöjón Jónsson,
Benedikt Daviösson. Þessum til
viöbótar eru einnig nokkrir aörir,