Helgarpósturinn - 28.11.1980, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 28.11.1980, Blaðsíða 15
15 J-fs/ggrpÚirinn Föstudagur 28. nóvember 1980 maöur rikisins I 43 ár og fannst þaö nóg. Auk þess vissi ég, aö i boöi voru mjög góöir menn til aö taka viö. Fyrir mann sem hefur fræði- leganáhuga skiptirþaö engu máli hvort hann er i starfi eöa ekki. Ég hef lifað alveg samskonar lifi siöan ég hætti og ég gerði áöur. Þaö eina sem hefur bæst við er, að þaö er kvabbaö i mér meö ýmislegt sem ég hef sagt nei viö áöur vegna þess aö ég haföi ekki tima. Fólk heldur, aö ég hafi nægan tima núna, þegar ég hef ekki vinnu. En ég vinn venjulega fimm til sex tima á dag viö fræöi- störf. Þaö er erfitt aö vinna viö slikt lengur, jafnvel þótt maöur sé i fullu fjöó. rVið höfum fært okkur inn i bókaherbergið aö kröfu Jim Smart ljósmyndara, vegna þess aö honum finnst birtan f stofunni ekki nógu góð.Þar er Halldórlika i sinu rétta umhverfi og ég spyr ' hvaö hann sé að starfa nú. ,,Nú i haust hef ég veriö aö at- huga um sögu Islenska orðaforö- ans á elsta stigi.l gær athugaöi ég til dæmis hvaö oröið islenska er gamalt i málinu. Veistu þaö?”. var Sigurjón Sigurösson, ágætur vinur minn. En þeir fengu þarna oddaaðstöðu, þvi við hinir höfðum jafnmarga fulltrúa hvor. Eitt sinn, eftir að ég var orðinn kennari viö Háskólann, átti ég sæti i nefnd, sem fjallaði um aö- gang aö skólanum. Þá var ég alltaf sammála marxista i nefnd- inni, fulltrúa stúdenta. En það var á öfugum forsendum. Hann vildi breyta meira, ég minna. Hann vildi minnka kröfurnar um aðgang að skólanum, en vildi sem minnst breyta þeinV’. — Hvaö finnst þér um stúdenta- pólitikina núna? Til dæmiskröfur um aukin námslán? „Mér finnst alveg sjálfsagt, að rikiö liösinni fólki sem stundar sitt nám vel og þarf á f járhagsaö- stoö aö halda. Þegar ég var stúdent voru smástyrkir, ég held að ég hafi einu sinni fengið styrk, siöasta áriö. Það var ekki feitan gölt aö flá. Ég var þrjú sumur aö gutla i blaðamennskunni, bara til þess aö hafa ofan i mig, því ég reiddi ekki mikla sjóði aö heiman. Mánaöarlaunin voru 300krónur — ætli megi ekki margfalda þaö meö 1500 — og ég skuldaöi 1000 f FYRIR HEINININGAR — Nei, ég verö aö játa fáfræöi mina. „Þaö er til eitt dæmi um þaö I gömlum islenskum bókum, en þar þýðir þaö ekki islenskt mál. í Biskupasögum þýöir þaö is- lenskir siöir. 1 gamalli norsku er það notaö um pakkavaðmál. t is- lensku veit ég ekki um þaö I merkingunni islenskt mái fyrr en 1558. 1 sálmabók Gísla Jónssonar biskups er talað um, aö sálmar séu útlagöir á islenska tungu — en hún er reyndar orölögö fyrir vont mál. Eldri bækur eru sagöar út- lagöar á norrænu, til dæmis Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar sem kom út 1540 og Guöbrands- biblia frá 1584. Oröiö islenska yfir islenska tungu hefur þvi ekki fariö að ryöja sér til rúms fyrr en á 16. öld. Hvernig á aö túlka þetta veit ég ekki ennþá, en ég geri ráð fyrir að halda áfram með þetta, og það getur tekiö mörg ár”. — Klassisk spurning til eftir- launamanna: Ætlaröu aö skrifa æviminningar þinar? ,,Mér hefur aldrei dottið þaö i hug. Þaö yröu svo mikil meiö- yröamál út úr þyi, aö erfingj.ar minir mundu aldrei standa undir þvi. Og.ég mundi aldrei nenna aö skrifa einhverja hallelújarollu um samtimamenn mina. Ég mundi skrifa satt og sannlæikur- inn er bæöi góöur og vondur. En ég lofa ekki, aö ég skrifi ekki kafla og kafla um það sem ég hef fengist viö. Eftir aö ég kom af spítalanum haföi ég ekki þrek til aö vinna, svo ég skrifaöi kafla semjiefur aldrei veriö birtur”. — Éigum viö aö tala um pólitik nuna? „Ég er ekki i neinum pólitisk- um flokki. Var um tima flokks- bundinn i Alþýöuflokknum, og aö lifsskoðun heyri ég til svona rólegum sósialdemókrötum og er eindreginn stuðningsmaður Nato og uppalinn I viröingu fyrir Ameriku. Af þvi ég er uppalinn i fjörunni á tsafiröi er ég afskaplega litiö borgaralegur. Éghef alltaf neitaö aö þiggja oröur, en þaö er eins og þeir skilji ekki, aö ég hef ekki gaman af sliku barnaglingri. En þaö er alveg sjálfsagt, aö þeir sem hafa gaman af þvi fái þetta. En þaö sem foröaöi mér frá þvi aö veröa kommúnisti var, aö ég las bókeftirLenin á þýsku, Staat und Revolution. Það er afskaplega skemmtileg bók, en höfuöiö á mér viröist ekki vera gert fyrir kenn- ingar. Aö minu viti voru forsend- urnar rangar og þvi ályktanirnar eftir þvi. En vafalaust eru ýmsir á annarri skoöun. Eftir þetta hefur ekki hvarflaö aö mér aö veröa kommúnisti. Einn veturinn minn i Háskólan- um var ég samt í stúdentaráöi fyrirróttæka stúdenta. Þá vorum viö í minnihluta, þvi Vaka haföi gert bandalag viö nasista, eöa þjóöernissinna, og fulltrúi þeirra krónur þegar eg lauk stúdents- prófi, áriö 1938. Ég átti peninga á bók i kreppunni, og fólk sem átti peninga á annaö borö liföi ekki verr en menn gera nú. En þaö geröi minni kröfur. En atvinnu- leysiö var hryllilegt. Ég kynntist þessu fólkisem liföi á snöpum um atvinnu, sem blaöamaöur. Þaö var ósköp ömurlegt lif. En ég held, aö þaö séu alltof margir I háskólanámi. Ég er ekki á móti þvi, aö fólk menntist. Viö eigum aö hafa sérskóla i ýmsum efnum, sem nú eru látin heyra undir Háskólann, og á vissum sviðum hafa kröfurnar i skólan- um orðið minni. Þó hefur tekist að halda staðlin- um í málfræöinni, og ég hef grun um aö það veröi áfram. Ég held aö háskóli eigi fyrst og fremst aö vera fræöileg stofnun, ekki stofnun sem kennir mönnum hag- nýt vinnubrögð. Ég veit aö þaö er á móti þeirri stefnu, sem hefur rikt siöustu árin, en er nokkurn veginn viss um aö þaö á eftir aö breytast aftur. Hins vegar er þaö, sem fyrst og fremst á aö beina huganum aö I mennta- og skóla- málum, endurmenntun i alls- konar tækni og vinnubrögöum. Menn verða aö vera alla ævi aö endurmennta sig. Ég veit aö þetta er byrjaö, en viö höföum ekki komist yfir þetta epn”. — Hvernig eru stúdéntar nú á dögum, svona almennt? „Þeireru afskaplega misjafnir, eins og annaö fólk. Sumir eru greindir, aörir heimskir, sumir eru lúðulakar, aörir mesta sóma- fólk. Stúdentar minir á kandfdatastigum i málfræöi hafa allir verið prýðisfólk, stundað námiðvel.Þaö er áöurenfariö er aö vinsa úr, sem maður hittir fólk, sem ekki hefur áhuga á námi eða tök á þvi”. Það er erfitt að hætta aö spjalla við Halldór Halldórsson, og hér má raunar „setja amen eftir efninu” eins og hvar annars staðar, og hin eilifa timanauð blaöamanna setur ameniö ein- mitt hér. Samt höldum við áfram aö spjalla smástund, taliö berst aö bókum og Halldór segist ekki vera mikill bókamaöur, eöa öllu heldur engin alæta á bækur. Hann segistlesa mest rit heimspekilegs eölis og rekur áhuga sinn á sllk- um bókmenntum til Siguröar skólameistara á Akureyri. Siöan tekur hann ofan Ur bókaskáp bók eftir kinverjann Lin Yutang og segist liklega eiga landsins stærsta bókasafn eftir hann og bætir þvl viö, aö liklega hafi Hall- dór Laxness einhverntímann komist i þennan ágæta kinverja, þvi afstaöa þeirra til lifsins svipi saman um margt. Niöurstaða þessarar bók- menntalegu umræöu okkar er sú, aö Halldór segir: ,,Þiö vitiö svo litiö, þessir ungu menn”, og ég get ekki annaö en samþykkt þaö. Aö nokkru leyti. Vil þó ekki samþykkja þaö skilyröis laust og veröur hugsaö til fjölmiölaflóös kynslóöar okkar, sem hefurkannski haft aö sumu leyti öfug áhrif á þekkinguna. Kannski útvikkaöhana, enþynnt hana Ut um leið? ^

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.