Helgarpósturinn - 28.11.1980, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 28.11.1980, Blaðsíða 26
Föstúdagúr1 28.' nóverriber 1980 viðtal: Jóhanna Þórhallsdóttir myndir: Jim Smart V Spjallað við Pónikfélagana Ara Jónsson og Sverri Guðjónsson „MANNI LEYFIST EKKI AÐ SPILA MEÐ HANGANDI HAUS” Mikil grdska er nú i hljúmplötu- iönaöinum og erfitt er aö fylgjast meö öllum þeim fjölda hijóm- platna sem streyma inná markaöinn. Hljómsveitin Pönik er nú I þann veginn aö senda frá sér nýja hljómplötu, sem ber nafniö Ctvarp. Pónik hefur veriö starfandi I bráöum 20 ár og á þessum langa starfsferli hefur aöeins einn meölimur veriö meö frá byrjun, en þaö er tilfar Sig- marsson hljómborösleikari. Aörir meölimir hljómsveitarinnar eru þeir Ari Jónsson trommuleikari, Hallberg Svavarsson bassaleik- ari, Kristinn Sigmarsson gltar- leikari og Sverrir Guöjónsson söngvari en hann tekur viö og viö I gltar. Ég ski apptil Sverris einn eftir- miödaginn, en þar var einnig staddur Ari trommari. — Segið mér eitthvað um Pónik? A: Eins og gefur aö skilja á svona löngum starfsferli, þá hafa margir popparar komið við i Pónik og staldraö viö um óákveð- inn tlma. Má nefnat.d. Magnús Eiriksson og Sigurð Karlsson. Tilvalið að prófa popp S: Pónik er fyrst og fremst danshljómsveit. Það er ekki þar meösagt að við spilum hvað sem er, þvi okkar takmark er að spila góða dansmúsik. Við viljum reyna aðná tii þess fólks sem við spilum fyrir. Það er alltaf einhver inná milli sem hlustar kritiskt á hvaö maöur er að gera og þaö er ekki hægt að bjóða hlustendum uppá hvaö sem er. — Hvenær byrjið þiö I Pónik? S: I fyrra var hringt I mig noröur I Hafra- lækjarskóla og mér boðin staða I Pónik. Ég var alveg til í það. Mér fannst tilvaliö að prófa að spila I popphljdmsveit. A: Ég kem innl á svipuöum tlma, eftir smápásu, ég gerðist liðhlaupi, fór i Stuðlatrió I smá tima. — Hvernig veljið þið lög á pró- grammið? A: Við veljum þau lög sem okkur þykir góð, t.d. lög sem eru vinsæl, þd það sé ekki endilega best að flytja þau. Byrjuðu ungir. S: Þetta er jú fjölmenn hljóm- sveit og þar af leiðandi margvis- leglög sem við spilum. Við tökum stundum gömlu dansana. A: Já, við eigum varla langt að sækja þaö, þar sem við byrjuð- um báðir I gömlu dansa bransan- um, með feðrum okkar. Þeir kíma hvor framan I annan. — Hvenær byrjuðuð þið? A: Ég er búinn að vera lengi i bransanum. Ég byrjaði í kringum ’67 og þá eins og fyrr segir með föður mínum, Jóni Jónssyni, sem spilaði á harmonikku...Siðan fór ég I Skólahljómsveit og haustið eflir í Roof Tops. A þvi timabili sem Trúbrot var 6 manna hljóm- sveit, gekk ég í hana, en fór svo á ný I Roof Tops. Um ’73 fór ég I Borgls ásamt þeim Pétri Hjaltested, Kristjáni Blöndal og Alla bróöur. t Póinik fór ég eftir það og er búinn að vera þar siöan með smá liöhlaupi I Stuölatrió einsog fyrr segir. S: Ég byrja sem krakki að syngjaog söngfram til lááraald- urs. Þá stoppa ég í tvö ár, ég var mjög lengi I mútum. Drengir sem syngja mikið sem krakkar eigá erfitt að finna röddina aftur. Þaö tók mig fleiri fleiri ár að finna röddina aftur. Ég söng með pabba til tvítugs, þegar ég ákvað að hætta og reyna aö finna minn eigin söngstil. Erfitt að spila með læknanemum. Ég ihugaöi þjóðlaga tónlist og stuttu seinna fór ég i kór Lang- holtskirkju sem er minn besti skóli. Þar lærði ég að hlusta á aðra og syngja með öðrum. Ég lærði líka að hlusta á nútimatón- list, sem mér finnst mjög heill- andi. Þorkell er t.d. mjög skemmtilegur. Jæja, svo skellti ég mér I Þremilinn með henni Kjuregej frá Sfberiu og Sæmundi. Við byrjuðum á þvi aö spila lög frá heimalandi Kjuregej en bætt- um slðan frumsömdum lögum við. Sæmi var I læknisfræði og einsog þeir vita sem hafa prófað að hafa læknanema I hljómsveit með sér, þá vill skólinn oft hafa heldur mikið aðdráttarafl á þá. Sæmi var að lokum dreginn úr bandinu en I staðinn fengum viö Braga nokkurn Hliðberg harmonikkuleikaraog Þremillinn fór að spila sem skemmtiatriði I Þorscafé í nokkur kvöld og viðar. Síðan fór ég I poppið. — Þið farið svo úti plötugerð, hvar var platan tekin upp? A: Hún var tekin upp I Hljóð- rita, á tlmabilinu september til nóvember. S: Siöast liðið vor fórum við að leita fyrir okkur með efni. Við reyndum að leggja okkur út eftir góöum textum. Nú svo kom Fálk- inn inni spilið og lagði blessun sina yfir þetta. Ha? Engin laun? A: Við vorum siðan að vinna plötuna á kvöldin og um helgar. Það var eini timinn sem við gát- um gefið okkur I plötugerðinu, við vinnum nefnilega allir fyrir okkur á daginn. — Hvað segirðu, fáið þið engin laun fyrir gerð plötunnar? S: Nei, viö fáum engin laun nema salan fari yfir 2000 eintök. Það þarf 2000 eintök til þess að platan standi undir sér og allur kostn. sé greiddur og þar eru aug- lýsingar meðtaldar. A: Við fengum skammtaða 125 tirna.og viti menn tlmasetningin stóðst. Þetta mun vera i fyrsta sinn sem að timasetning stenst hjá Fálkanum. S: Já, það er ferlega dýrt að vera I stúdiói. Hver timi i Hljóð- rita kostaði 35 þús. i sumar. Ætli hann hafi ekki hækkað nuna. Hver hreyfing inni stúdióinu kostar pening og þvi eins gott að nota timann vel. Maður var I hálf- gerðri útlegð frá fjölskyldunni á rneðan á uppstökum stóð. — Það er ágætt aö vera kominn heim aftur. En viltu ekki hlusta á upp- tökurnar? Ég þigg það og brátt berast ljúfir flaututónar um stofuna og Sverrir syngur einsog honum ein- um er lagið. S: Manúela spilaði inná plötuna einmitt daginn áður en hún fór til Kaupmannahafnar og vann Sonn- ingverölaunin. Manni leyfist ekki að spila með hangandi haus. A: Þessi plata var alveg nauð- synleg hjá okkur. Við urðum að fá tækifæri til þess að skapa eitthvað sjálfir. S: Það er alls ekki nóg að spila einungis á böllum. Þessir menn eru mjög reyndir og það var kom- inn tfmi til að þeir nýttu sér það sem þeir hafa verið að prófa I gegnum árin. — Og hérna er spurningin sem þiö hafið beðið eftir, hvernig er að vera I danshljómsveitabransan- um? — Þeir brosa Ibyggnir. — Þar kom að því. A: Ég fann, þegar ég var i Stuðlatrid, aö maður hefði alveg getaö farið yfirum. Ég var að spila um hverja helgi, og eins i Sigtúni. Maöur var orðinn ansi þreyttur á sunnudögum. S: Það er hættulegt ef maður gleymir að einbeita sér þegar maður er uppi á sviði. Þetta er alveg einsog að vera I leikhúsi. Manni leyfist ekki að spila með hangandi haus. Maðurverður að spila fyrir fólkið og spila saman. — Þiö hafið ekki gerst atvinnu- spilamenn? A: Ég reyndi það með Trúbrot og Roof Tops, en það gekk ekki. Ef að það eru ekki stöðugar æf- ingar þá verður maður þreyttur á að sofa frameftir. Maður verður bara eiröarlaus. S: Þeir sem gerast atvinnu- spilamenn, verða að hafa nóg að gera og vera duglegir. Ég gæti kannski hugsaðmér að gerast at- vinnumaður I smátima. En það fer alveg gífurleg orka i þetta, og það fer líka orka I það að hafa sameiginleg markmið. En ég get ekki hugsað mér að vera án tón- listar. Eins og sprungin blaðra A: Ef maður hættir i smátlma þá kemur alltaf aftur þráin eftir meiri tónlist. S: Það sem er verst viö þennan bransa, er næturvinnan. A: Já, sólarhringurinn vill snú- ast við, maöur er ekki tilbúinn til þess aö fara að sofa kl. 4, þegar maður er oröinn upptjúnaður eftir dansleiki. — Ætlið þið að halda áfram? A: Já, við gerum það, þegar við erum búnir að jafna okkur eftir það tómarúm sem myndaðist þegar við vorum búnir að spila inná plötuna. S: Já, maður var alveg eins og sprungin blaöra, hafði ekki einu sinni fylgst með fréttunum. A: En nú förum við að spila i Sigtúni eitthvað og svo eru nokkur skólaböll sem við spilum á. En við erum mjög bjartsýnir á framtíöina.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.