Helgarpósturinn - 28.11.1980, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 28.11.1980, Blaðsíða 3
halrjfrrpn^tl iririn Föstudagur 28. nóvember 1980 málanna að leggja. Dagskráin hafði tafist vegna þess arna og allt leit út fyrir að funda þyrfti um kvöldið. Flokkapólitik, verkalýðsmála- pólitik, einkamál, undirmál, rabb um daginn og veginn, allt þetta var á dagskrá um hálfsexleytið þegarég yfirgaf staðinn. Frammi i anddyri sátu ritari Alþýðuflokks og gjaldkeri Alþýðubandalags, Karl Steinar og Tryggvi Þór Aðalsteinsson og ræddu málin. Viö fatahengið spurði eldri kona mann með yfirskegg, hvort eitt- hvað væri að frétta að vestan og inná Mimisbar voru starfsmenn i kaffi og þar bað stúlkurödd um sigarettu. Einnig var stiginn sem fyrr, notaður sem fundarstaöur og þar stóöu i hnapp, Gunnar Már Kristófersson, Hallgrimur i Hlif og Óskar Vigfússon og hlógu mik- ið. Tilefniö er látið liggja á milli ,,Svo gef ég Karvel þetta, ef hann tapar”. hluta. Og innan úr Súlnasal hljómaði rödd ræðumanns þar sem hann lagði til að þingið legöi enn rikari áherslu á vinnu- verndarsjónarmiö en hingað til. Og upp úr þessari samsuðu kusu siöan þingfulltrúar forystu- menn fyrir Alþýðusambandið og lögöu einnig málefnalinurnar fyr- ir næstu ár. Þinginu lýkur seinnipartinn i dag (föstudag) og ekki er vitað annað, en Raggi Bjarna og félagar verði á sinum stað i kvöld og vatni veröi breytt i vin á bör- um hússins, er kvölda tekur. sem hafa trúnað og gegna ákveðnum hlutverkum, þá sér- staklega i boðskiptakeðjunni, þegar hlutir eiga á annað borð að leka. Ekki hefur hér verið minnst á Asmund Stefánsson einn forseta kandidatinn og framkvæmda- stjóra A1 þýðusamba ndsins . Starfa sinna vegna mun hann sjálfur ekki eiga beinan þátt i umræðunum bak við tjöldin, en hann mun þó kippa I þá spotta, sem þörf er á hverju sinni og ekkertmun afráðið innan Alþýöu- bandalagsdeildarinnaráður en hann hefur sett sinn gæðastimpil á pakkann og samkomulagið. Brúnaþungurmeö Winston-sígarettu Hjá Sjálfstæðisflokknum virtist BjörnÞórhallsson vera hvað mest á ferðinni. Onefndur hvislaði þvi að mér, aö Björn væri sér- fræðingur i þvi að láta hlutina rúlla við þessar aðstæður. Hann væri bestur i stöðunni, þegar flækjan væri hvað mest og við slikar aðstæður nyti hann sin best. Þessi eðliskostur Björns ætti að nýtast vel I valdataflinu á ASl þinginu, enda var ekki að sjá að Björn Þórhallsson ynni sér friðar og hvildar á miövikudaginn. Hann gekk upp og niöur stigann, úr einu horninu I annað, talandi við Pétur og Pál. Brúnaþungur með Winstonsigarettu i hægri hendinni og litla skjalatösku i vinstri handarkrikanum, var ekki annað aö sjá, en að mikilvæg og erfið mál væru til umræðu. En Sjálfstæöisflokkurinn var ekki einhuga. A öörum vængnum voru Björnsmenn, sem eindregið styðja Asmund Stefánsson til for- setakjörs. 1 þeim flokki eru nefndir menn eins og Bjarni Jakobsson i Iðju og fleiri. Þá mun Magnús L. Sveinsson ekki standa þeim fjarri. A hinum endanum eru aftur menn eins og Pétur Sig- urösson alþingismaður og Guðmundur H. Garðarsson ásamt fleirum. Framsóknarmenn le’tu litið fyr- ir sér fara á þessum miðvikudegi, en þar standa fremst, Jón Agnar Eggertsson, Daði Ólafsson og ýmsir aðrir. En litum aftur á sviðið i Súlna- sal og nágrenni. Klukkan er 16.05. Verkalýðsforingjar og fegurðardís Guðmundur H. Garöarsson og Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- maður standa niðri viö útidyr og tala ilágum hljóðum. Upp við bar á Baldur óskarsson starfsmaður Alþýðubandalagsins og þing- fulltrúi eitthvað vantalað við Sig- urdór Sigurdórsson blaðamann á Þjóðviljanum. Baldri er greini- lega mikið niðri fyrir og þeir eru ekki á eitt sáttir. 1 sömu andrá ganga niður stigann núverandi og fyrrverandi formenn Hlifar i Hafnarfirði þeir Hallgrimur Pét- ursson og Hermann Guðmunds- son. Þeir munu báðir teljast óháðir i rimmu stjórnmálaflokk- anna, en virðast þó ekki skorta umræðuefni. t stiganum mæta þeir Hallgrimur og Hermann ungri og fallegri snót. Sú er þekkt fyrir annaö, en þátttöku i verka- lýðspólitikinni, en er fulltrúi Verslunarmannafélags Reykjavikur. Þetta er Halldóra Björk Jónsdóttir, ungfrú tsland frá þvi i hitteðfyrra. Þá hefur Guðmundur H. Garðarsson sest við borö blaðamanna til að rabba um málin. „Þetta er óvenju prútt þing”, sagði Guðmundur. „Það sést t.d. ekki vin á manni, sem þó var ekki óvenjulegt hér áður fyrr”. Þannig voru menn á ferð og flugi. Þótt við fyrstu sýn virtist ekki annað sem um væri að ræða en stefnulaust ráp hingað og þangað, voru menn að sinna bráð nauösynlegum erindagjörðum. Ekki var að minnsta kosti annaö að sjá, þótt ef til vill hafi salernið i kjallaranum verið ástæða sumra ferðalanganna. I vatnsþambinu við barinn hitti ég Hafnfirðing, sem haföi orö á þvi, að ekki virtist „plottið” minna á þessu þingi en þvi siðasta og fannst þá mörgum nóg um. „Þeir sem eru nú á þinginu I fyrsta sinn, trúa vart sinum eigin augum,” sagði þessi Hafnfirðing- ur. „Þeir sjá náttúrulega eins og aðrir, að hún er litt eöa ekki falin þessi forsjá stjórnmálaflokkanna hér á þinginu.” Hafnfiröingur sagði einnig, aö hann fyndi fyrir vaxandi óánægju meðal almennra þingfulltrúa með þetta ástand mála. „Það er auðvitað of langt gengið i þessu makki flokkanna á milli, þegar það er litið hornauga, ef einhverj- um þingfulltrúa dettur i huga að stinga upp á öðrum mönnum, en þeim sem flokksapparötin hafa komið sér saman um. Það er eiginlega sett á það þögult bann, að uppástungur utan úr sal berist, þegar kosningar eiga sér stað.” Um það bil korter yfir fjögur sást til þeirra Bjarna P. Magnússonar framkvæmdastjóra Alþýðuflokksins og Vilmundar Gylfasonar alþingismanns, þar sem þeir komu út úr lyftunni á Sögu og gengu út um aðaldyr hótelsins. A efri hæðum hótelsins fóru einnig sögur af viðdvöl Þrá- ins Valdimarssonar fram- kvæmdastjóra Frmsóknarflokks- ins og Hilmars Guðlaugssonar i verkalýðsmálaráði Sjálfstæðis- flokksins. Ýmsir fleiri utan verkalýðshreyfingarinnar en innstu koppar i búri hjá stjórn- málaflokkunum munu hafa verið bak viö luktar dyr á hótelinu. Utan flokksklíku Óskar Vigfússon formann Sjó- mannasambandsin hitti ég i stig- anum margumtalaða og hann sagðist aöspuröur ekki geta sagt mér neitt af nýjustu tiöindum. „Ég er ekki innundir hjá neinni flokksklikunni,” sagði hann og hló. „Ekki það ég sakni þess, þvert á móti. Hitt er heilagur sannleikur, að það eina sem ég heyri af umræðu um embættin kemur frá merktum flokks- gæðingum.” Óskar hafði á orði, að honum fyndist sem andvari frá stjónrmálaflokkunum væri of sterkur á þinginu. ,Mér finnst þetta gengið út i öfgar,” sagði hann. Og i sömu svifum gekk framhjá okkur snaggaralegur eldri maður og kastaði kveðju á óskar um leiö og hann sagði: „Ég er hættur i dag, farinn heim að sofa.” „Já, gerðu það, Jón minn”, svaraði Óskar og þeir veifuðu i kveðjuskyni. Já, það er ekki ofsagt að Bændahöllin væri öll undirlögð af verkalýðshreyfingunni. Meira að segja á Mimisbar er allt úr skorðum. Þar var ekkert drukkið sterkara en kaffi, þegar á annað borð gafst tlmi til sliks. Þar var skrifstofa þingsins ogstarfsmenn voru önnum kafnir við marghátt- uð störf. Þaö var ekki annað að sjá, en allt starfsfólkið hjá ASt hafi þar veriö samankomið. Spurningin er: Ætli þeir hafi lok- að I hinu nýja húsi Alþýðusam- bandsins viö Fellsmúlann? Þarna voru á þönum fólk eins og Kristin Jónsdóttir sem flestir kannast við i forystusveit Alþýöu- flokkskvenna og sem vararitara Alþýðuflokksins og Elin Torfa- dóttir, einginkonu Guðmundar J. Guðmundssonar. Þá voru einnig á Mimisbar þeir Asmundur Stefánsson og Haukur Már Haraldsson blaðafulltrúi ASl og ritstjóri Vinnunnar. „Viltu koma aö „plotta?”” /, Plottað" hér og þa r „Það þýðir ekkert að spyrja mig um „plottið”, sagði Haukur Már við mig á hlaupum. „Ég má ekkert vera að þvi að hlera slikt.” Það var ekki annaö að sjá, en Haukur væri upptekinn i meira lagi, þar sem hann stikaði um sali og ganga jakkalaus, með skyrt- una fráhneppta og uppbrettar ermar, svo skein á tattóeringuna á handlegg hans. Honum virtist þó takast að leysa úr hvers manns vanda og þau voru ekki ófá viðvikin sem hann var beðinn að leysa af hendi. Þannig iöaði allt af lifi hjá Alþýöusambandsmönnum þenn- an þriðja þingdaginn. Þrátt fyrir fjarveru toppanna vegna leyni- fundanna, þá var enginn skortur á ræðumönnum I aðalsal. Þar stigu menn upp i púlt i iöngum rööum og höfðu ýmislegt til „TRANSCRIBER er einstakur plötuspilari" úr umsögn danska High Fidelity, maí 1979. Hefur Microtracer í stað tónarms. Microtracerer festur við lokið og er álíka stór og tónskelin í venjulegum tónarmi. Microtracererauðveldari í notkun, t. d. þarftu aldrei aðsnerta hann. Lengdin er 3.8 cm. frá legu til nálar. Hann hefur minni núningstregðu. Hámarks legufrávik (tracking error) er 0.1° og hann getur ekki rispað plöturnar, ekki runnið til, ekki hoppað, ekki skemmt nálar, ekki valið rangt spor. Hreyfimassi (moving mass) venjulegra tónarmaerminnst 150 gr. (t.d. B&O) en algengt er að hann sé 250gr. og þar fyrir ofan. Microtracer hefur aðeins 13.4 gr. hreyfimassa. Mikilvægter: Tregða hans er 1 /70 af tregðu venjulegra arma og það stór minnkar plötuslit. Listræn bygging úr gleri og áli (glerið er hert triplex öryggisgler). Plötudiskurinn færist fyrir tilstilli fótósellu. Transscriber hefur allsstaðar vakið óskipta athygli frá því er hönnuður hans Dr. Gammon kynnti hann 1978. TRANSCRIBER eru örugglega bestu kaupin i dág. Innlend framleiðsla þess vegna mjög göð kjör. Takmarkað framleiðsluupplag. 2. ára ábyrgð Útsölnstaðir: RAFRÁS hf. söluskrifstofa Fellsmúla 24, sími 82980 STERIÓ. Tryggvagotu gengt Skattstofunni, sérverslun með hágæða hljómtæki. „Ég að „plotta”. Hver segir þaö”.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.