Helgarpósturinn - 28.11.1980, Síða 12

Helgarpósturinn - 28.11.1980, Síða 12
12 Föstudagur 28. nóvember 1980 tiplrjc^rfirí^tl irinn O' o . ao- ttiss (K Sæmundur Guðvinsson, Vísi: „E: menn eru ekki tilbúnir að- iáta starfiö ganga fyrir öllu ööru, er miklu nær fyrir þá aö fara aö sortera miöa á skattstofunni.” „Við höfum komist að þvi, að meðal ekki mjög fjarlægra for- feðra minna, voru nokkrir miður þekkilegir. Sumir voru hrossaþjófar og aðrir voru drepn- ir á helgarfyllerium. Þvi miður reyndist jafnvel einn ættingi minn hafa verið viðriðinn blaðabrans- ann”. Þannig mælti Carter Banda- rikjaforseti, þegar honum var færteintak af ættartré hans, þann 3. júni 1977, og gantast með al- menningsálitið______ á blaða mönnum. En eins og máltækið segir, þá ^fylgir öllu gamni nokkur alvara. m^rdÓ^rhafaÓwikVÖ Viiborg " aftamenn ^ anow- lU h'ms "el preyst, & _—r Atli Steinarsson, Dagblaðinu: „Mér finnst starfiö svo skemmti- legt, að eftir tæplega 31 ár, hefur enn ekki hvarflaö aö mér aö hætta.” (Xrthúrssom a eí eins Þótt þeir séu ekki skipaöir i flokk meðhrossþjófum eða öðrum mis- yndismönnum, eru blaðamenn oft litnir hornauga af yfirvöldum og almenningi og jafnvel með ótta- blandinni virðingu i bland. En hvaða augum skyldu blaða- menn lita starf sitt sjálfir? Hvers vegna völdu þeir blaðamennsk una fremur en annað starf? Helgarpósturinn ræddi við nokkra blaðamenn, sem eiga mislangan starfsferil að baki, og kannaði viðhorf þeirra. „Þetta er afskaplega þreytandi ogstressandi starf, en mér finnst það svo skemmtilegt, að eftir tæplega 31 ár, hefur enn ekki hvarflað að mér að hætta.” Svo mælti Atli Steinarsson á Dagblaðinu, en hann er með elstu starfandi blaðamönnum i dag, handhafi skirteinis númer 6. Atli hóf starfsferil sinn á Morgunblað inu um mánaðarmótin júni-júli 1950 og var þar næstu 25 ár, eða þartilhannfórá Dagblaðið þegar þaðvar stofnað fyrir fimm árum. Þaö var eiginlega fyrir til- viljun, að Atli fór út i blaða- mennsku á sinum tima. Þegar hann var i stúdentsprófum, þurfti hann aö skrifa ritgerð um skóg- rækt á tslandi frá upphafi. Til þess að afla sér uppiysinga, leitaði hann til Valtýs Stefáns- sonar, sem var ritsjóri Morgun- blaðsins. Valtýr tók honum vel, en gegn þvi skilyrði, að hann fengiaðlesa ritgerðina, sem hann ogfékk. Það varö til þess, að hann bauð Atla sumarstarf sem blaða- maður. „Það sumar stóö i 25 ár”, sagði Atli. Blaðamenn alsælir? Það virðist nokkuð ljóst, að starfandi blaöamenn hafi gert sér fremur óljósar hugmyndir um starfið, áður en þeir byrjuðu. Sæmundur Guðvinsson, blaða- maður á VIsi, sagðist hafa litið miög upp til blaöamanna og rit- stjóra. „Eg taldi þá menn alsæla, sem hefðu tækifæri á að starfa við blöö eöa viö útvarpið”, sagöi hann. En hvernig kom þá raunveru- leiki starfsins heim og saman við þær hugmyndir, sem menn höfðu þó gert sér um blaðamennskun'a? „Hann var dálitið öðruvlsi”, Dýrðarljóminn Starf blaðamannsins hefur löngum verið sveipað einhvers konar goðsögulegum dýrðar- ljóma. Þær eru ófáar kvikmynd- irnar, sem gerðar hafa verið um ævintýri þeirra út um allan heim, I eltingarleik við skúrka og aðra glæpamenn, eða i leit að týndu fólki, eins og nýlegt dæmi sýndi, þegar blaðamaöur hafði upp á Agötu Christie, þegar hún lét sig hverfa. Ekki má heldur gleyma öllum bókunum, sem skrifaöar hafa verið um þessa stétt. Ein uppáhaldshetja barna okkar, Tinni sjálfur, er t.d. blaðamaður. Af hverju stafar þessi ljómi? „Hann stafar sjálfsagt ekki sist af því, að það kemur i hlut blaða- manna að segja frá stórfréttum, sem vekja athygli allra”, sagði Sæmundur Guðvinsson, og bætti þvi við, að blaðamenn fengju tækifæri til að vera viðstaddir at- burði, sem almenningur fær ekki. „Hins vegar er fátt ömurlegra en blaðamaður, sem fer að vinna við blöð til að gera eitthvað. Ef menn hafa ekki brennadi áhuga og eru ekki tilbúnir að láta starfiö ganga fyrir öllu öðru, er miklu nær fyrir þá að fara að sortera miða á skattstofunni.” Þrátt fyrir öll þau ævintýri blaðamanna, sem menn lesa um eöa sjá á hvfta tjaldinu, eiga þau ekki nema litla stoö i raunveru- leikanum, og eiga þá kannski aðallega við þá, sem eldri eru i hettunni. Við bá*um Rannveigu M. Nielsdóttur, sem hefurstarfað á Morgunblaðinu i rúm tvö ár, að segja frá venjulegum starfsdegi hjá henni. „Eg kem hingað kl. 13. og þá er fundur”, sagði hún. ..Þar fæ ég dthlutað verkefnum, sem ég á annað hvort að vinna yfir daginn, eða i vikunni. Þegar fundi lýkur, tek ég til viö það, sem ég á aö gera, en ég er aðstoðarvakt- maður i erlendum fréttum. Einnig skrifa ég greinar eða tek viötöl. Um kvöldmatarleytið er fundur, þar sem efni er raöað i blaðið. Vinnudegi lýkur siðan kl. 20.” sagði Rannveig. Sæmundur Guðvinsson sagði, að daglegt amstur hjá honum væri talsvert breytilegt. „A morgnana kl. 8-10 fer timinn I að ná inn fréttum fyrir blaðiö þann daginn, og það er misjafnt hvernigfiskast.Maðurer kannski með tvö til þrjú mál, sem þarf að sækja og skrifa á einum eða einum og hálfum tima. Við hringjumheim ifólk á morgnana, hvort sem það eru ráðherrar eða aðrir. Ef vel gengur, nær maður aðskrifa 2-3góðarfréttir, en enga ef illa gengur.” Þd sagöi Sæmundur, að mikill timi færi i simann, þvi að i gegnum ti'öina hefði hann lagt mikiö kapp á að koma sér upp samböndum. Einnig væri mikið um að fólk hringdi til að gefa ábendingar um fréttaefni. Vinnutími hvað er nú það? Eins og annars staðar i þjóö- félaginu, hafa orðið miklar breyt- ingar á störfum blaðamanna i gegnum árin. Kemur þar til ný sagði Sæmundur. „Ég býst við, aö maður hafi Imyndaö sér að geta skrifaö meira frá eigin brjósti, og ekki sist rak maöur sig á hvað maður var vankunnandi um margt I þjóöfélaginu. Það má segja að maður hafi verið að læra allar götur siðan. Ég held, að maður hefði ekki getað fengið tækifæri til sliks lærdóms i öðru starfi.” „Veruleikinn er náttúrlega sá, að blaöamennska er eins og hver önnur launavinna”, sagði Helgi Már Arthúrsson, blaðamaður við Alþýðublaðiö, en hann lagði stund á fjölmiðlafræöi sem hluta af bók- menntanámi viö Kaupmanna- hafnarháskóla. „Að visu sérstök tegund launavinnu, þar sem venjulega er gengið út frá þvi, að fjöliniðlar hafi skoöanamyndandi áhrif. Þetta er þvi eins konar launavinna i vitundariönaði, standist kenning manna um áhrif fjölmiðla. Praxisinn og teorianfara nokkuð vel saman, ef við gerum ráð fyrir þvi, að það séu ákveðnir mekanismar, sem eru stýrandi og takmarkandi fyrir það, sem birtist á prenti.” prenttækni og fleira. Þá er þess ekki langt að biða, að bylting verði d starfsháttum blaða- manna, þegar tölvutæknin heldur innreið sina f islenska fjölmiðla, en Morgunblaðið hefur þegar tekið þessa nýju tækni i notkun, að einhverju leyti. Vilborg Haröardóttir á Þjóð- viljanum hefur starfaö meira og minna við blaöamennsku i tutt- ugu ár. Hún sagði, að áður fyrr hafi blaöamenn starfað i nánu samstarfi við prentsmiðjuna og sakni hún þess. Vilborg hóf feril sinn á Þjóö- viljanum sem erlendur frétta- maður. Þá byggðist fréttaöflunin á þvi að hlustað var á BBC og sænska útvarpiö og fréttir skrif- aðar niður. „Við sem vorum i erlendum fréttum, vorum þrisvar i viku á kvöldvakt. Raunverulega þýddi ekki að byrja aö skrifa fréttirnar fyrr en kl. 20 á kvöldin og þvi lauk um kl. 22 eða 23. Þá fór maður að setja þær inn i blaöiö með prent- urunum. A daginn vorum við að vinna erlendar siöur, þar sem ekki var byggt á dagsfréttum. Núna er vinnutiminn reglu- legri. Kvöldvaktir eru að meðal- tali þrjár I mánuði, en ég og rit- stjórarnir skiptum með okkur umbrotsvöktum. Þessar kvöld- vaktirkoma inn i almennan vinn- tima.” Vilborg nefndi einnig að gifur- legar breytingarhefði átt sér stað hvað varðar alla vinnuaðstöðu á Þjóðviljanum, þegar flutt var i húsnæði, sem sérstaklega var hannað fyrir þessa starfsemi. Starfsaðferðir og starfsaðstaða blaðamanna er ekki það eina, sem hefur breyst, heldur hafa blaðamenn sjálfir breyst. „Þá var I hálfan annan áratug, sem hugtakið vinnutimi var ekki til. Það var ekkertnema aðkoma út blaði. Það skipti engu máli hvort það tók tiu, sextán eða átján tima, og aukagreiðslur voru engar. Núna er allt talið i min- útum, og menn fá fjóra tíma fyrir útkall”, sagði AtliSteinarsson um sina reynslu. „Svona breytingar hafa gifurleg áhrif á þá, sem vinna við þetta. Andinn verður allt annar. Áður fyrr var eins og menn væru að vinna fyrir sjálfa sig.” Atli sagði, að það væri ekki vafi áþvi, að þó hafi menn verið meiri á hugsjónarmenn, menn hafi gef- ið sig á vald þvi apparati, sem þeir unnu hjá. Vilborg Haröardóttir er sam- mála þvi, að blaöamenn hafi breyst mikið, og til hins betra. Þegar hún hafi byrjað hafi aðeins verið tvö H i stafrófi blaðamanna, hvenær og hvar, en núna væru komin tvö H til viöbótar, hvers vegna og hvernig. Þrýstingur og völd Flest eða öll dagblöð á Islandi eru á einhvern hátt tengd ákveðnum stjórnmálaflokki. Það má þvi með nokkurri sanngirni ætla, að blaðamenn liggi undir pólitiskum þrýstingi, hvort sem hann er beinn eða óbeinn. Helgi Már Arthúrson haföi þetta að segja um það: „Ég geri ráð fyrir að flestir blaðamenn geti skrifaðundir það, að þrýstingur hvað varöar efnis- val og meðferö sé verulegur. Nú vinn ég sjálfur á flokkspólitiskú málgagni, sem hefur þann skil- greinda tilgang aö vinna að út- breiðslu jafnaðarstefnu á Islandi. Ég geri ráð fyrir þvi, að stangist minar hugmyndir á við stefnu jafnaöarmanna I einstökum málum, þá ráði stefnan yfir minum skoðunum, þá sé hún ráð- andi. Þetta gildir um öll pólitisk blöð, það liggur f hlutarins eðli.” Þá sagði Helgi, að blaðamenn „frjálsra og óháðra fjölmiðla, og rikisfjölmiölanna væru einnig takmarkaðir. Annars vegar af markaöshugmyndum útgefenda og hins vegar vegna þess, að rikisfjölmiðlar væru fyrir alla þjóðina, en ekki fyrir einn ákveð- inn stjórnmálaflokk. „Þegar ég tala um mig sem blaðamann á pólitisku málgagni sérstaklega, þá geri ég mér ljósar þessar takmarkanir, og þegar ég tala almennt um blaðamenn og blaðamannsstarfið, þá kemst ég að raun um aö takmarkanimar eru algildar, i mismunandi myndum,” sagði Helgi Már. Rannveig M. Nielsdóttir á

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.