Helgarpósturinn - 28.11.1980, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 28.11.1980, Blaðsíða 9
9 halrjarpnczti irinn Föstudagur 28. nóvember 1980 Menningarhneyksli Sumarið 1977 birti ég tvær blaðagreinar um aðbúnað Þjóð- minjasafns að menningararf- leifð þjóðarinnar þar sem ég vék meðal annars að iskyggi- legum skemmdum á ýmsum dýrmætum munum safnsins sökum slæmra húsakynna og skorts á réttum tækjabúnaði. Jafnframt færði ég i tal mikla vankanta á nýtingu þess þrönga og i alla staði ófullnægjandi húsnæðis sem safnið býr við. Fyrri grein minni svaraði þjóðminjavörður með skætingi og lagði mér til annarlegar kvatir en þeirri seinni lét hann ósvarað, kannski vegna þess að ég birti með henni þrjár ljós- myndir af verðmætum verkum safnsins sem þá lágu undir stórskemmdum. Nú hef ég dvalist erlendis hálft þriðja ár og þvi ekki fylgst náið með umræðum hér heima, en ekki veit ég til að orðið hafi framhald á skrifum um þreng- ingarog þarfir Þjóðminjasafns, þartil nú á dögunum að MagnUs Kjartansson fyrrverandi rit- stjóri og alþingismaður stakk niður sinum hvassa penna i Morgunblaðinu og rifjaði upp söguna um lyftu i hús Þjóð- minjasafns, lyftu sem gert var ráð fyrir þegar húsið var reist fyrir 30 árum en er ekki komin enn. Inni þá sögu fléttast ýmsir kynlegir þættir sem óþarft er að rekja hér, en vissulega er guðs- þakkarvert að þjóðminjavörður hefur svarað fyrri grein Magnúsar og að nokkru rakið hrakfallabálk Þjóðminjasa&is, ogvarþaðekki vonum fyrr. Fæ ég ekki betur séð af greinargerð Þjóðminjavarðar en meðferð stjórnvalda og þá fyrst og fremst fjárveitingavaldsins á safninu jaðri við menningar- hneyksli, og skal þó ekki gera lltið úr hógværð og litilþægni forráðamanna safnsins sem hafa verið seinþreyttir til van- ræða og ekki viljað halda vöku fyrir valdsmönnum með nauði og nuddi, að minnstakosti ekki svo alþjóð hefði pata af þvi, Nú svara þeir þvi sennilega til, að fjárveitingar til safnsins séu einkamál alþingis og safnstjórnar, en ég fellst ekki á það sjónarmið. Þjóðminjasafnið var gjöf þjóðarinnar til sjálfrar sin I tilefni lýðveldisstofnunar (að visu fyrir frumkvæði al- þingis) og þvi varðar það hana alla, hvernig með gjöfina er farið. Hrakfallasögu þjóðminja- varðar ætti að réttu lagi að rekja árlega, til dæmis um hver áramót, til að árétta með hvaða hætti hinir kjörnu fulltrúar þjóðarinnar láta sér sæma að umgangast dýrustu gjafir hennar. Allir sem til þekkja eru sam- dóma um að hús Þjóðminja- safns hafi verið reist af miklum vanefnum og sé hin "mesta hrákasmið sem hvorki haldi vatni né vindum, með þeim af- leiðingum að orðið hafa stór- felldar og óbætanlegar skemmdir á dýrgrlpum þjóðar- innar. Aukþess virðist hönnuður hússins ekki hafa haft minnsta grun um, hvernig þjóðminja- safn er skipulagt eða rekið, þvi hvergi hefur verið gert ráð fyrir skrifstofum, vinnustofum eða geymslum, og salernisaðstaða er slik að ekki verður betur séð enbúist hafi verið viö lítilli sem engri aðsókn að safninu. Og eru þá ótaldir hinar hrikalegu tröppur sem ugglaust, fæla bæði aldraða og fatlaða frá safninu, svo ekki sé minnst á 30 ára lyftuleysi að viðbættri algerri fjarveru hverskyns bekkja og stóla handa hugsanlegum gestum safnsins. Viðhalds- og viðgerðarkostnaður á húsinu er orðinn himinhár og fer sist af öllu lækkandi, samanber til dæmis það að nú eru allar frárennslislagnir undir gólfum hússins ónýtar, ,,og þarf oft á ári að fá hreinsunarmenn til að taka úr stiflur”, segir þjóð- minjavörður. Það er þvi löngu orðiö timabært aö ráöamenn opinberra fjármála bæti fyrir skammsýni og amlóðahátt for- vera sinna með þvl að veita nú þegar riflegt fjármagn til nýrrar byggingar Þjóðminja- safns sem fullnægi þeim kröfum sem gerðar eru til slikra stofnana hjá siðmenntuðum þjóðum. Húsið á horni Hring- brautar og Suðurgötu mun aldrei fullnægja þeim kröfum, sem jafnvel þótt varið verði hundruðum milljóna króna til að lappa uppá það, en það mun hinsvegar örugglega halda áfram að valda óbætanlegum skemmdum á fornminjum þjóðarinnar. Það er hvorki stráksskapur né draumórahneigð sem rekur mig til að bera fram svo óraunsæja tillögu, heldur einvörðungu ör- vænting um örlög þeirra minja sem enn er hægt að bjarga frá skemmdum eða tortimingu, Þegar menn virða fyrir sér hvernig komið er fyrir ómetan- legum dýrgripum einsog Val- þjófstaðahuröinni eða altaris- fyrirbrikinni úr Grundarkirkju, þá hljóta þeir að vera til þess búnir aö ,,fórna” fjársjóðum, sem mölur og ryð ásamt verð- bólgu eyða, til að bjarga og - varðveita fjársjóði, sem mega undir engum kringumstæðum glatast og verða þeim mun dýr- mætari sem lengra líður. ,,Það er dýrt að vera fátækur,” var einhverntima sagt. „Það er dýrt að vera skammsýnn,” segir Magnús Kjartansson. Báðir eiga þessir orðskviðir vel við Islendinga. Það hefur orðið okkur harla dýrt að vera svo fátækir ! and- anum, að við iétum hverskyns hégóma sitja í fyrirrúmi fyrir sigildum verðmætum, reistum bankahús og bióhallir, verslunarmiöstöðvar og glaum- hallir, en létum það biða betri tima að búa sameiginlegum og varanlegum fjársjóðum þjóðar- innaröruggt athvarf, samanber Útvarpshús, Listasafn Þjóðar- bókhlöðu, Borgarleikhús og Þjóðminjasafn. Sú andans fátækt er náfrænka skamm- sýnarinnar sem telur sér trú um að tjaslið sé hagkvæmara en vönduö vinnubrögð á þeirri for- sendu að græddur sé geymdur eyrir, sem er vitaskuld fjar- stæða í verðbólguþjóðfélagi og meira en vafasöm kenning i menningarefnum. Nágrannaþjóðirnar i Evrópu lita þessa hluti öðrum augum en við, og verða mér Finnar jafnan hugstæir fyrir stórhug sinn og samheldni viö að reisa menn- ingu sinni varanlega minnis- varöa, sem sameina notagildi og listræna verðleika. Jafnve! næstu nágrannar okkar, Færey- ingar, sem mörlandinn þóttist til skamms tima geta litið niður til, hafa til að bera miklu meiri stórhug og sjálfsvirðingu en við Islendingar. A þaó við öll svið menningarinnar, en ég tilfæri hér orð þjóðminjavaröar i Morgunblaðinu 13. nóvember: „Ég var nýlega staddur i Færeyjum á fundi safnmanna. Við Islendingarnir þar kipptumst við er við heyrðum, að Forngripasafn Færeyja fær 2 milljónir færeyskra króna nú i ár, sem er nánast sama upphæð og Þjóðminjasafn íslands hefur, þegar fjárveiting Ornefnastofn- unar er dregin frá. Þetta er i rauninni stdrfuröulegt, þar sem Island er margfalt stærra land og menningarminjar hér mörgum sinnum fleiri og fjöl- breyttari en þar. Færeyingum hefur lika tekist að gera marga hluti stórvel i minjavernd og rannsóknum, enda hafa þeir á að skipa miklu starfsliði við safn sitt, mun fjölmennara en Þjóðminjasafnið hefur fengiö.” Sá hugsunarháttur baslald- anna I Islenskri sögu, að menningarverðmæti verði ekki látin I askana og skuli þvi ævin- lega mæta afgangi, lifir enn góðu lifi meðal hinna nýriku Isiendinga og veldur þvi meðal annars að hugsjón kotungsins i menningarefnum er hér miklu fyrirferðarmeiri en fram kemur i skálaræðum landsfeðranna á tyllidögum Heimir Pálsson — Hraf n Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthias- dóttir—Páll Heiðar Jónsson— Sigurður A. Magnússon —Þráinn Bertelsson Hringborðid I dag skrifar Sigurður A. Magnússon Hvernig heimþráin hagar sér / B 9^ p Steinar Sigurjónsson skrifar: Kæri John, ég skrifa nú enn um þá þyrstu heimþrá sem ég var farinn að finna til á skipinu mikla, og um þig, án þess að láta þig sjá hvað ég hef eftir þér. En þar sem ég er ófeiminn við pappirinn er ég feginn þvi að geta spjallað við þig á ný, að ég þarf ekki að roðna eða tafsa í orðum. En ég man hve vel þér fór hæðnin þegar þú fórst að minnast á vikinga vegna min. Var það kannski fyrir það að þú hafðir kynnst irskri sögu, englendingur- inn og séð hvernig islendingar höguðu sér á lrlandi til forna? Já, það hlýtur að vera. Ég man hve glottið sat fast á andliti þinu þarna sem við sátum uppá báta- þilfari einhvern þann dajfinn sem skipið var að sigla um Indlands- haf með ströndum Kerala. Hvaða leyfi ætti maður að hafa til að sjá ekki hversu gott efni var i vikingnum, sagðirðu John, og glottir viö mér. Irar ættu að hafa meir i sér af blóði hans. Þá væri ekki allt við þessa fjandans dröbbun hjá þeim i dag. Ekki blóði John. Ég held ekki að það ætti að skipta máli. Það er að minnsta kosti nógu fúlt i þeim. Einhverjir hafa vist sagt að það besta i bretum sé frá keltunum komið, og þeirra á meðal Renan, Arnold og Emerson. Og það er þetta sem þú ert að minnast þeg- ar þú lætur þér til hugar koma að i mér sé einhver vlkingmvað ég er frá Islandi, eða hvað? En ég trúi ekki á blóðið. Nei John. Jafn- vel þótt harkan og þau leiðindi sem fylgdu veraldarlegu vafstri vfklnga hafi vart verið þolandi varð ekki hjá henni komist. Þjóðirnar hrærast eiliflega sam- an, og ef þær gerðu það ekki mundu þær lognast inn i velgjuna og blundinn. Og ef keltar höfðu til að bera meiri töfra i ljóðagerð og tónlist er það ekki neitt sem stað- ist gat nema viö vissar aðstæður og á vissum stöðum. Ef vikingar mundu ekki hafa komið með hörku I brúnum, þessir þursar, mundi yndi keltanna kannski hafa orðið fátæklegra fyrir bragðið og engum orðið til hugg- unar nema saklausum fávitum auðnarlegra sveita og fávisra þorpa. Þú sérð John, að ég trúi ekki á blóðið, og jafnvel þótt mér sé sagt að mongólsku villimennirnir sem komu með Atla og Khan hafi verið hrálega klúrir þá segi ég bara, Nema hvað! Villimennskan er engu siður virk en menningin, á sama hátt og að gott er nokkuð svipað vondu, John, enda getur gott ekki af þeirri ástúð verið sem það fær einatt hjá þvi andskotalegasta sem leitað verður uppi. Nei John, vertu ekki að tala á röngum stöðum, þú ert of rugl- aður af menningu til að skilja þetta.Þú mátt gjarnan skilja allt betur en ég — nema þetta: ég er þó ekki orðinn það spilltur. Margir hljóta að hafa hugsað um örlög Evrópu, margir örvænt. Vivikananda sagði að hernaðar- hvöt evrópa ætti dýpstar rætur i rússum, þaðan ætti hernaðurinn eftir að ryðja sér yfir álfuna, og hann sagði það strax i byrjun aldarinnar. En ef svo er á lika svo að vera. Ekki býst ég við að indverjar séu nokkru betri fyrir hinn eilifa frið sinn, eða hvað? Hver er kom- inn til að leggja blessun fyrir friðsælt fólk fyrir það eitt að það vill ekki standa i ströngu og þar fyrir hrindir aldrei af stað harm- leikjum meðal þjóðanna? Ef einhver svarar þvi hvað góðleiki sé, og ef hann segir að gæskan sé góð, við hvað á hann? Eitthvað úr sinnieigin reynslu? eða mannsins yfirleitt? En þá er aðeins miðað við eitthvað sem mennskt er? En segðu mér, hver er kominn til að segja hvað manninum er fyrir góðu eða hvaö sé gæska fyrir hann? I þessu felst aðeins mennskt viðhorf, og það fer al- gerlega eftir þvi i hvaða skapi hann er og á hvaða hátt hann er mennskur, þessi maöur sem skoðar lifið. Það er bara um að ræða viöhorf mannsins sem veit aldrei hvaðhann vill og fær aldrei það sem hann vill, þar sem hon- um er aldrei sjálfrátt. Æ, hvar á þá maðurinn að búa sér skjól? spyr ég, og hvað ber honum að gera? Vikingurinn var durgur, og það er hið eina sem þið dáið hann fyrir, úrkynjaðar menningarrol- urnar, þvi þið dáið hann fyrir það i honum sem ekki aðeins þorði að vera þurs með sleggju, heldur varð að vera það. Ef hann hefði ekki verið slikur þurs mundi ykkur bjóða við hugsuninni um hann, I staö þess að þið öfundið hann sársaukafullri öfund, svo rugiaðir eruð þið, og lángar heim — til hans! En nú hugsið þið englendingar, eins og aðrir evrópskir borgarar, um lina og fina menn — þegar þið látið ykkur ekki dreyma til vik- inga — menn finna tilfinninga og háskrúfaðrar smekkvisi, o svei þvi! En segðu mér bara, hvað er það betra hjá ykkur meginlands- skáldunum með allan ykkar avantgardisma, sem er ekkert nema málfræðileg snurfusun og i andlegum skilnlngi lángt innan þeirra marka þar sem sköpun skal verða að hefjast? Nei, ég læí þig ekki svara kæri John! Það eru nógu margir af þessum m en n i n g a r 1 e g u mannæstum á börum ykkar, svo ég læt mig heldur tala, þótt ég finni á mér hve frumstæður ég er þegar ég tala við mann eins og þig, Kæri John, og er hreykinn af. Já, ég fagna þvi' að ég skuli vera frumstæður, að jöfnu við það hversu mér væmir við menningu ykkar mið-evrópumanna — þú enskur og allt eins þýskur eða franskur, og kemur út á eitt — þvi ég óttast ekki eins og þeir sem falla fyrir menningunni: að ég flý ekki manninn. Haltu hvað þú vilt, en ég segi þér bara: Ef ég væri alinn upp i menningu Evrópu mundi ég ekki hafa neittað hugsa um nema kvöl menningarinnar, og hugsunin um flóttann frá henni mundi verða hið eina sem freistaöi min. Allt færi eftir þvl á hve sársaukafull- an hátt ég æðraöist þaö að vera meðal mannanna, ef ég væri svo lánsamur að hafa þó þetta að tala um. Annars yrðu verk min eins og þeirra sem fá einhverja áheyrn meðal borgaranna i dag (þó ekki þjóðanna), að þeir drephreinsa mál þess tómleika sem lifið er þeim, og þeir pára einatt á blöð, þvi ekki láta þeir sér segjast, flýja allt hvað af tekur, brynja eyrun fyrir glamrinu, og flýja! Hinn evrópski maður, hinn alli maður sem um er að ræða i dag, hann er þessi borgari, maður sem hefur kvalist af hræðslu sinni við manninn og viðbjóði sinum á sjálfum sér, hann er hvorki annar né meiri en þessi sérstaki maður: hinn gemsandi api borgarinnar. En að hugsa sér að það skuli einmitt vera þessi maður,borgari miðrar menningarinnar! Ekki nema það þó! Sá maður sem almennt er talað um þegar talað er um skáldann i dag, hann er maður úr teygileg- um tfskum borgarinnar, sjúkling- ur sem forheimskar ekki aðeins eina og aðra þjóð heldur heilar álfur. Jafnvel Asia kemst ekki undan honum. En svo fremi sem ég dái guð og svo fremi sem ég dái manninn þá veit ég að maðurinn skyldi ekki endilega vera sá maður sem lifir nú I dag, og hann þarf ekki endi- lega að vera maður sem er að dansa siðasta dægurlagið. Þvi það hlýtur að vera eitthvað i manninum sem er staöfast og getur ekki farist. Og i þeirri trú má ætla að maðurinn verði til á ný. ósjúkur maður. Hann hreins- ar sig kannski með styrjöld. En hann verður að koma, það hlýtur náttúran að vera sér vitandi um, eins og hún hefur ávallt haft auga með þessum asna. Sá maður skal verða að hrifast, og hann verður að hefja sig i ,hrifningu. Kannski verður það maður sem ekki lætur sér til hugar koma að setja saman bæk- ur eða búa til eftirmyndir af lifi sinu. En það sem öllu máli skiptir er það, að hann má ekki verða svo tómur við ræktun lifs sins að hann nætti að vera hugfánginn — þar með að hann hætti að tala um þá einu auðlegð sem manninum er gefin, aö fá hrifist, að vera innblásinn — eins og hann ætlaði strax að halda út af sinu eigin lagi, og þar með gánga kaldur til verks. En lifið er ekki hugfángið af sjálfu sér kemur það til fyrir það að maðurinn hefur misskilið allt frá rótum. Ef það er ekki frá sér oumið af hrifningu er eins gott að nætta þvi að vera til.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.