Helgarpósturinn - 28.11.1980, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 28.11.1980, Blaðsíða 13
13 Föstudagur 28. nóvember 1980 helgarpásturinn Blaðamennska Morgunblaöinu er ekki sammála Helga hvaö þetts snertir. „Ég er meö þeim endemum gerö, aö ég er ópólitlsk og ég hef ekki oröiö vör viö þannig þrýsting. Hins vegar verö ég vör viö, aö fólk æti- ast til of mikils af blaöamönnum. Þaö hugsar meö sér, aö ég, I minni stööu geti gert hvaö sem er”, sagöi hún, og nefndi sem dæmi, aö félagssamtök færu fram á aö blaöamaöur kæmi á fram- færi hlutum, sem hann heföi ekki aöstöðu til að gera. Þegar rætt er um fjölmiöla, er þaö almennt álit manna, að þeir hafi mikil völd. Skýrasta dæmi um þaö, er llklega Watergate- hneyksliö I Bandarlkjunum. Hvaö segja fslenskir blaöamenn um þetta vald? „Gangandi út frá þvf, aö fjöl- miölar hafi skoðanamyndandi áhrif, þá liggur það i augum uppi, að fjölmiölar sem heild hafa mikið vald, ef menn setja jafnaðarmerki milli áhrifa og valds”, sagöi Helgi Már Arthúrs- son. ,,Hinn einstaki blaöamaöur veröur ekki mikiö var viö þaö aö vera handhafi þessa valds, nema ef menn eins og Jónas Kristjáns- son, ritstjóri Dagblaösins eöa Sigmar B. Hauksson hjá útvarp- inu, gætu lesiö þaö beint úr skýrslum, aöfólk keypti nú meira af þessu rauðvininu en hinu vegna þeirra meðmæla. Þá er vissulega hægt aö tala um aö menn hafi áhrif, jafnvel völd.” Rannveig M. Níelsdóttir sagöi, aö sér fyndist hún ekki hafa nein völd I gegnum starf sitt, hins vegar gætu blaðamenn meö skrifum slnum vakið athygli á ýmsum málum. Fjölmiölar eru oft gagnrýndir fyrir meðferð slna á einstökum málum og gjarnan talaö um ábyrgöarlausan fréttaflutning I því sambandi. Allir geta veriö sammála um, aö ábyrgö blaöa- manna er töluverð þegar þeir eru að segja frá viökvæmum málum, en ábyrgð gagnvart hverjum? Þvi svarar Vílborg Haröardóttir: „Gagnvart lesendum, og gagn- vart þeim, sem eru riðnir viö viö- komandi mál, á einhvern hátt, sama hvort þaö eru skoöanalegir andstæðingar, eða skoðana- bræöur.” # Aramótaskaup Sjónvarpsins verður ekki með heföbundnum hætti I ár vegna verkfalla leikara við Ríkisútvarpiö. í staöinn fyrir spéspegilinn af atburöum liðins árs, verður í þetta sinn boðiö upp á klukkutima skemmtiþátt, sem Andrés Indriðasoner að vinna aö. Þar verður flutt blandaö efni, bæöi létt tónlist og skemmtiatriði. Kynnir þáttarins verður Hermann Gunnarsson og meöal þeirrasem koma fram, eru Laddi og Magnús ólafsson.sem þekktur er m.a. sem Þorlákur þreytti... # Nú stendur til að gera um- talsverðar breytingar á sýslu- mörkum austanlands. Fljótsdals- hérað skiptist milli Noröur- og Suður-Múlasýslu og heyrir norðursýslan undir sýslumanns- embættiö á Seyöisfiröi, en ibúar i suðursýslunni þurfa aö sækja til sýslumannsins á Eskifirði. Lagarfljót skiptir á milli sýslanna, og þykir mörgum sú skipting óhagkvæm. Þannig þurfa t.d. Borgfirðingar, Vopn- firðingar og allir ibúar i sveitun- um fyrir utan Egilsstaði, nema i Eiðahreppi, aö sækja til sýslu- mannsins á Seyöisfirði, og aka þá i gegnum umdæmi sýslumanns- ins á Eskifiröi. Sömu sögu er að segja um Fljótdælinga, sem búa innst á Héraði, og ibúa að Hlöðum, norðan viö Lagarfljót- sbrú, kippkorn frá Egilsstaöa- kauptúni. Hugmyndin er, aö Fljótsdalshérað tilheyri allt Noröur-Múlasýslu og sýslu- mannsembættið veröi flutt frá Seyðisfiröi á Egilsstaöi. En þetta er mikiö tilfinningamál. Á al- mennum heppsfundum i Skriödal, á Völlum og i Eiðahreppi neituöu flestir Sunnmýiingar að gerast Norðmýlingar. Hreppsnefndir Vallarhrepps og Skriðdalshrepps samþykktu þó breytinguna báöir, enda ekki bundnar af niöur- stöðum fundanna. Hreppsnefnd Eiðshrepps felldi tillöguna hins- vegar. Nú þarf aö leggja þessa breytingu á sýslumörkum fyrir Alþingi, og veröur hún samþykkt verða sýslumörkin enn undar- legri en þau hafa nokkrusinni verið. Þá verður Eiðahreppur semsé eins og lítil eyja i miöri Norðurmúlásýslu. Þeir ibúar i Eiöahreppi sem vildu sameinast Norður-Múlasýslu hugga sig þó við, aö þegar þeir þurfa á sýslu- skrifstofuna á Seyðisfirði geti þeir slegið tvær flugur i einu höggi og farið i rikiö um leið. ; ®Dags hriðar spor — heitið á leikriti Valgarðs Egilssonar sem a sýnt er á litla sviöinu I Þjóðleik- i húskjallaranum þótti I meira lagi frumlegt, þegar það tók fyrst aö hljóma, enda þótt það væri sótt i forna drápu. Lái okkur þvi hver sem vill þótt viö rækjum upp stór augu þegar inn á borö okkar rak | smásagnasafniö Dagshriöar spor eftir Guðrúnu nokkra H. Finns- dóttur, v-íslenska konu og kom bókin út árið 1946 á Akureyri. I Þetta sýnir hversu erfitt er aö vera frumlegur... # Togarakaupin til Þórshafnar og Raufarhafnar hafa vakiö mikla athygli, og þykir sitthvaö kyndugt við þaö fjárfestingar- ævintýri. Til aö mynda er fullyrt að útgerðarfyrirtækjunum sem aö kaupunum standa hafi staöiö til boöa aö kaupa allt eins heppi- lega togara fyrir nær helmingi minna verö en þarna er um aö ræöa. Þá er lika fullyrt aö ekki sé nóg meö að útgeröarfélögin fái 80% kaupverösins I nýja togaran- um lánuö úr fiskveiöasjóöi heldur fái þau hin 20% og þar meö taliö hlutafé I þessu sameignarfyrir- tæki lánuð út byggöasjóði, enda þótt þau séu fyrir I hinum mestu vanskilum við sjóðinn. Ekki er það þó sagt valda forrdöamönn- um fyrirtækisins verulegum áhyggjum, því aö ólygnir hafa það eftir einhverjum þeirra aö þetta sé ekkert mál, þvi aö þeir muni aldrei þurfa aö borga eyri i togaranum. Ofan á allt þetta bæt- ist svo að fróöir menn telja litlar likur á þvi að unnt veröi aö manna nýja togarann meö heimamönnum og atvinnu- ástandið á þessum tveimur stöö- um sé I reynd þannig að vonlaust veröi aö anna móttöku á afla úr honum nema i undantekningartil- fellum, þannig aö oftar þurfi togarinn að landa annarsstaöar eða selja erlendis. Ef þetta er allt sannleikanum samkvæmt, þá tjóar litiö fyrir ráöamenn að krefja almenning um hugarfars- breytingu i verðbólgumálum. Þeir veröa aö byrja hreingern- inguna heima fyrir... # Jólakonsertinn svonefndi hef- ur veriö haldinn nokkur undanfar in ár i Háskólabiói en þar koma fram ýmsir þekktustu skemmti- kraftar landsins og skemmta gestum jafnan fyrsta sunnudag i desember. Gefa kraftarnir allir vinnu sina og allur ágóði rennur til liknarmála. Aö þessu sinni mun afráöið að öllum ágóöa af jólakonsertinum i næsta mánuði veröi varið til félagssamtakanna Verndar, sem aðallega hefur fangahjálp á stefnuskrá sinni en meðal kunnra skemmtikrafta sem þar munu leggja málefninu lið eru Björgvin Halldórsson, Brimkló, og Ragnhildur Glsla- dóttir, Garöar Cortes og ólöf Harðardóttir, Manuela Wiesler og Halli og Laddi.svo einhverjir séu nefndir... Vesturslóð Steikhús Vesturslód Hagamel 67 • Sími 26070 .jrslóð kynnir nú danskt hraðborð ,,iólaborö’T i hádeginu alla virka daga frá kl. 12,00- 14,30. Hér er staður sem leggur áherslu á skjóta og góða þjónustu við ^ fólk i tímahraki. Meöal þess sem á hraöboröinu er: Andasteik, SÍLDARRÉTTIR - FISKI- SALÖT - FISKRÉTTIR - HEITIR OG KALDIR KJÖT- RÉTTIR ÁSAMT OSTUM OG BRAUÐI ___________ OGJÓLAGLÖGGI Borðið og drekkið eins og ykkur lystir fyrir 8,500 kr. VESTURSLÓÐ ER STEIKHÚS VEITINGAHUS YKKAR ALLRA P fólagetraun PENNANS Hvað fæst ekki i Pennanum ? í jólaauglýsingu Pennans í sjónvarpinu sést hluti af því frábæra úrvali bóka, gjafavara og jólaskrauts sem Penninn hefur á boðstólum. Þar er þó einn hlutur sem ekki fæst í Pennanum. Hvaða hlutur er það? Skrifið svarið á seðilinn hér fyrir neðan og komið með hann merktan ykkur í lokuðu umslagi í einhverja verslun Pennans. 5 jólaverðlaun verða veitt og við drögum um þau þann 20. desember. HLUTURINN ER: 1 T "T 1 "n ii ii Skilist Hallarmúla 2, Laugaveg 84 eða Hafnarstræti 18

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.