Helgarpósturinn - 28.11.1980, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 28.11.1980, Blaðsíða 22
22 Föstudagur 28. nóvember 1980 Unglingabókas yrpa Jan Terlouw: Fárviöri Karl' Agúst Úlfsson þýddi. 208 bls. Iö- unn 1980. E.W. Hildick: Liöið hans Lúila Alfheiöur Kjartansdóttir þýddi. 143. bis. Iöunn 1980. K.M. PEYTON5 Sýndu aö þú sért hetja. Silja Aöalsteinsdóttir þýddi. 170 bls. Mál og menning 1980. Max Lundgren: Óli kallar mig Lfsu. Helgi J. Halldórsson þýddi. 109 bis. Iðunn 1980. Þessar fjórar sögt'.r sem hér eru teknar saman eiga þaö sam- eiginlegt að þær eru viö hæfi stálpaðra krakka sem eru fyrir löngu oröin vel iæs. Aö öðru leyti eru þær ólikar og mismikiö i þær spunnið. Hollensk flóð Eftir Jan Terlouw hafa þegar komiö út tvær bækur á islensku: Strlösvetur og I föðurleit. Báöar þessar sögur eru efnismiklar og spennandi og lýsa sérkennileg- um aðstæöum sem fróölegt er fyrir alla aö kynnast. Fárviöri ber þessi sömu ein- kenni. Sögusviö hennar er Hol- land á þeim svæöum þar sem sjávarbotninn hefur veriö þurrkaöur upp og tekinn til ræktunar en er verndaöur með geysistórum stlflugöröum. Sagan skiptist i tvo hluta og gerist fyrri hlutinn 1953 þegar óhemjuflóö fór yfir byggöina og drekkti mörg hundruö manns og spiííti mannvirkjum og ræktar landi. Aöalpersónur þar eru Anna og Henk semætla aö gifta sig innan skamms. en flóðið mikla og ýmislegt fíeira óvænt setur strik i reikninginn. I þess- um hluta er vel lýst aðstæðum og llfi fólks á þessum sérkenni- legu slóöum og þeirri einkenni- legu ógn sem sifellt er yfir- vofandi. Þetta er baksviö sögu Henks og önnu. Þessum hluta lýkur meö magnaöri lýsingu á flóöinu og afleiöingum þess. Seinni hlutinn gerist um þaö bil 25 árum siðar og eru aðal- persónur þar tveir synir Henks og önnu og þeirra félagar. Nú kynnumst viö þvi hvernig byggöin hefur veriö endurreist og á döfinni eru stórfram- kvæmdir sem tryggja eiga aö aldrei komi aftur stórflóö yfir landiö. Samkvæmt útreikning- um eru engar likur á aö aöstæö- ur skapist nema á tvöþúsund ára fresti sem ógnaö gætu þess- um mannvirkjum. En þessar framkvæmdir rekast á viö nátt- u'ruverndarsjónarmiö og upp hefst barátta fyrir aö breyta þessari áætlun með þaö fyrir augum aö tryggja lágmarks- öryggi og sem minnst náttúru- spjöll. Strákarnir eru virkir i þessari baráttu og eru hér sett fram rök og mótrök á mjög spennandi hátt, án þess að ann- ar aðilinn hafi i rauninni betur. Strákarnir og félagar þeirra gripa til örþrifaráða i barátt- unni og er spennandi að sjá hvort þeir komast upp meö þaö. 1 þessari sögu fer saman áhugavert viðfangsefni, sér- kennilegar aöstæöur sem fróð- legt er aö kynnast, spennandi atburöarás, lifandi still og raun- sæ persónusköpun Mannrán K.M. Peyton er islenskum lesendum aö góöu kunur. Eftir hann hafa þegar komiö út þrjár bækur: Patrik, Patrik og Rut og Erfingi Patriks. Þessi saga gerist á svipuöum slóöum og sögurnar um Patrik, en hér eru á feröinni allt aörar persónur og kringumstæöum. Þessi saga er eins og hinar sög- urnar efnismikil og spennandi en um leiö raunsæ i persónu- sköpun og atburöalýsingu. Hér segir frá Jónatan Merri- dith sem er sonur auöugra foreldra og Pétri McNair sem er bóndasonur. Þeir eru vinir og búa úti i sveit þar sem einkum er lögð stund á hrossarækt. Einn góðan veðurdag er Jónatan rænt og fariö fram á hátt lausnar- gjald fyrir hann og lýsir sagan siöan annarsvegar þvi sem kemur fyrir Jónatan og hinsvegar atburöum heimafyrir á meðan. Er sifellt skipt á milli þessara sögusviöa þar til I lokin aö lýst er eftirmálum ránsins. Ég ætia ekki aö rekja sjöguna frekar, en þaö verður enginn svikinn af þvi aö lesa þessa sögu i frábærri þýðingu Silju Aðal- steinsdóttur. Lisa og Óli Lisa er 19 ára og á tveggja ára barn með Ola sem er á svipuðu reki og hún. Þegar sagan hefst er öli hlaupinn að heiman og fjallar sagan annarsvegar um leit Lisu aö honum og hinsvegar um hvernig samband þeirra er til orðiö og hvernig það hefur þróast. Lisa segir söguna og sjáum viö allt út frá sjónarhóli hennar. Þau eru bæöi af alþýöufólki komin og leita skjóls hvort hjá ööru á unga aldri undan erfiö- leikum á heimilum þeirra. En þau eru óþroskuð og gengur illa að skilja og virða hvort annað og geta ekki horfst I augu við sjálf sig og hvort annað til að geta búiö saman. 1 sögunni fer fram tilfinninga- legt uppgjör og ertilfirningum ungmennanna lýst af næmleika og innsýn og erfiöleikar þeirra skýröir út frá uppeldi og félags- mótun. Þessi saga er ekki beint spennandi, en hún er vel gerö lýsing á vanda sem flest ung- menni rekast einhverntima á. Vandamálin eru ekki sett upp sem fræðilegar klisjur heldur eru þau innbyggð i raunveruleg- ar aöstæöur og raunsæja persónusköpun óla og Lisu. Lúlli á mjólkurbilnum Liöiöhans Lúlla er strákahóp- ur sem Lúlli hefur i vinnu hjá sér viö aö keyra út mjólk og dreifablööum i enskum smábæ. Þetta er eftirsóknarverö vinna og lýsir sagan aöallegaeinskon- ar hæfileikakeppni þar sem hópur hressra stráka keppir um að komast i liöiö. Lúlli er töff kall sem lætur engan komast upp meö moðreyk og þaö eru einhver bestu meðmæli sem Manuel Scorza: Rancas-þorp á heljarþröm (216 bls.) Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi Iðunn 1980 Þaö er nokkuð erfitt aö finna þessari bók staö samkvæmt því flokkunarkerfi sem vestrænir bókmenntamenn eru hand- gengnir, enda er hún sprottin úr framandlegum jarövegi. Hreinn skáldskapur er hún ekki, þó að allt sé meö miklum kynjablæ, þvi aö „söguhetjumar, glæpim- ir, svikin og hetjudáðirnar bera hér þvl sem næst sin raunveru- legu nöfn” eins og höfundur seg- ir 1 formálsorðum. Samt væri villandi aö kenna hana til heimildaskáldskapareöa blaöa- mennsku, þvi aö i sllkum bók- menntum eru menn ekki vanir aöleyfa sér jafn óbeislaöa skop- stælinguogScorza Iþessari bök. E.t.v. likist aðferð hans og still einna mest hinni pólitisku skop- mynd, sem veitir teiknaranum fullkomið frelsi til aö skrum- skæla menn og atburöi, svo fremi sem þeir séu auðkennan- legir, afhjúpa þá I krafti ýkingarinnar. Bók Manuel Scorza gæti samkvæmt þvi kall- ast eins konar teikni- eöa ýkju- saga um þaö blóöuga misrétti sem fátækt fjólk i fjallahéruöum Perú hefur mátt þola af herrum sinum og aröræningjum. 1 stuttri kynningu á höfundin- um kemur fram, aö hann sé fæddur I Lima, höfuðborg Perú, áriö 1928 og hafi tekiö virkan þátt I þjóðmálastarfsemi lands sins, m.a. veriö varaforsetaefni eins frambjóöandans i forseta- kosningunum þar I maímánuöi siöastliönum. Bók hans Rancas — þorp á heljarþröm kom út ár- ið 1971 og sótti efni sitt i fjölda- morö sem framin voru á smá- bændum I fylkinu Cerro de Pasco. Segir i kynningunni aö hún hafi hrundið af staö „fjöl- miölaherferö sem varö til þess aö Hector Chacón, uppreisnar- foringi og söguhetja i bókinni, var látinn laus úr fangelsi.” Ekkert er sagt frá öörum bók- menntaafrekum Manuel Scorza i þessum kynningaroröum, en á bókarkápu segir aö bókin sé nú gefast að hafa verið i liöinu hans. Sagan er fjörleg og skemmti- lega sögð á köflum en einhvern- veginn geðjast mér ekki vel aö þeim hörkulega samkeppnis- anda sem einkennir þessa sögu. En þaö getur svo sem vel verið að þaö sé bara pempiuháttur i mér, er þetta ekki raunsæ lýsing á þessu eilifa keppnisstreöi sem við erum öll i til þess að komast i góöa liöiö? þýdd á liölega tuttugu tungu- mál. Ekki er ástæöa né rými til að rekja hér náiö efnisþráð bókar- innar, enda er hann losaralegur og fjöldi manns sem við sögu kemur. Aætlanir Chacóns um að ráöa dómara nokkum af dögum og baráttu bændanna i Rancas gegn hinni goðsögulegu Girö- ingu, sem námafyrirtækiö Cerro de Pasco Corporation læt- ur reisa utan um sléttuna og ógnar allri tilvist þeirra, er hin tvlþætta meginuppistaða verks- ins, en út frá henni dregur svq höfundur upp fjölda hnyttilegra skopmynda. Og ekki þarf aö lesa lengi til aö sannfærast aö hér heldur bráösnjall húmoristi á penna. Viöureign sauöarlegr- ar en óbugandi alþýöu'viöstór- bændur og embættismenn, suðuramerisk þrihross, er lýst I hverri skopsögunni annarri kostulegri, þannig er sagt frá nokkrum bændum sem ákveða aöefna tilhappdrættis til aö afla mútufjár handa dómaranum, eöa landeigandanum sem byrl- aöi óhlýönum leiguliöum sinum eitur og fékk svo úrskurö læknis um aö þeir heföu dáiö úr fyrsta sameiginlega hjartaáfallinu i sögu læknavisindanna, eöa pókerspili höföingjanna sem stóö I niutíu daga samfleytt — svo aö fáein dæmi séu tekin af handahófi. Spéspegill þessa höfundar hlifir hvorki háum né lágum, en dylur vendilega gremju hans gagnvart þvi hrikalega þjóöfélagi sem hann lýsir og lætur lesandanum sjálf- um eftir að draga sinar ályktan- ir. Hiömerkilegaer aö sú aöferð höfðar miklu sterkar til rétt- lætiskenndar lesandans en um- búöalaus prédikun gæti gert. En þess ber einnig að gæta, að Scorza hefur greinilega feyki- glöggt auga og skýtur hvergi yf- ir markið I ýkjum sinum. Ekki veit ég hversu nærri stfl frumtextans þýöing Ingibjargar Haraldsdóttur fer, en vart trdi ég þvi aö hann sé ekki litrlkari en málfar þýðingarinnar. Þaö er heldur flatneskjulegt og bendir til þess að bókin hafi ver- iö þýdd i flýti. / krafti ýkingarinnar Myndlist á prenti „Sýning Nýlistasafnsins fjallar einmitt um bókina sem fagurfræði- legan hlut f rekar en upplýsingamiöil”, segir Halldór Björn Runólfs- son I umsögn sinni. Þann 21. þessa mánaðar hófst bókasýning I sölum Nýlista- safnsins sem ber yfirskriftina: Aörar bækur. Hér er á ferðinni nokkuð sérstæö sýning, komin aö hálfu frá Hollandi og hálfu Islensk. Eru hér bækur eftir meir en 100 listamenn frá 25 löndum. Hefur mexikanskur bóksali frá Amsterdam, Ulises Carrión, safnaö erlendu bók- unum, en Árni Ingólfsson mynd- listarmaöur, hefur safnaö þeim islensku. Nafn sýningarinnar er einmitt dregiö af bókabúö Carrións, Other books and So, Amsterdam. Allar eiga bækurnar þaö sammerkt aö vera bókverk, þ.e. unnar út frá myndlistarlegum gildum. Inni- hald og gerö er eitt, textinn er ekki skilinn frá umgjöröinni. Þetta eru þvi bækur, bókarinnar vegna en ekki vegna þess hvaö i þeim stendur skrifaö. Nú mætti ætla aö þannig bækur heföu litiö giídi og þvi fásinna aö setja slikt á prent. Bækur hljóta þó aö vera bækur, vegna þess fróöleiks sem þær hafa aö geyma. Þaö er þó ekki einhlitt, þar sem bókasafnarar hafa t.a.m. úti öll spjót til aö ná I fágætar Utgáfur og rándýrar af bókum sem til eru á almennum markaöi. Eöa hvi skyldu menn frekar vilja vel innbundna bók en fábrotna papplrskilju með sama texta. Sýning Nýlistasafnsins fjallar einmitt um bókina sem fagur- fræöilegan hlut frekar en upp- lýsingamiöil. Flestar, ef ekki allar bækurnar eru gefnar Ut I litlu upplagi. Eintakafjöldinn er miklu nær þvi sem tiðkast við útgáfugrafikverka en almennra bóka. Hvert eintak hefur kostaö mikla vinnu og oft eru um hand- prentanir að ræða. Flestar eru bækumar papplrskiljur og minnist ég þess ekki að hafa séö veglega innbundna bók á Sýn- ingunni. Það kennir þó margra grasa og hugkvæmnin er alls staðar i' fyrirrúmi. íslenskar afurðir Þaö kom mér nokkuö á óvart aö sjá hve afkastamiklir islenskir listamenn hafa veriö. Sé tillit tekiö til þess aö erlendu bækurnar eru úrval þeirra rita sem Other books and So hefur aö geyma, en þær islensku skyndisamtiningur, veröur samanburöurinn siöur en svo óhagstæöur. Eg fæ ekki séð að bókverk hér á landi standi er- lendum að baki. Hér er gott safn af bókum eftir ýmsa listamenn, s.s. bræöurna Kristján og Sigurð Guömundssyni, Magnús Páls- son, Nlels Hafstein, Helga Friöjónsson, Kristin Haröarson, Ingólf Arnarson og Magnús Guölaugsson. Þaö er kannski fjöldi bóka eftir hvern lista- mann sem gerir islenska part sýningarinnar athyglisveröari en þann erlenda. Aöeins eitt verk er til sýnis eftir hvern hinna erlendu bókverksmanna og rýrir þaö óneitanlega tæki- færi tilaönálgast verk hvers og eins. Sýninishorn þurfa aö vera mjög góö ef þau eiga aö ná ein- hverjum tökum á skoðanda. Þvi hefði verið mun gæfulegra, heföi Carrión haft með sér nokkur verk eftir færri lista- menn. Ævagömul iðn I formála aö sýningarskrá rekur Ulises Carrión þróun bók- verka. Hann bendir á aö slikt verk eigi upphaf sitt I útgáfu- starfsemi Didaistanna og Fútúrsinna og hafi siöan oröiö konkretskáldunum nýr miöill i byrjun 6. áratugsins. Honum láðist þó að geta þess aö bók- verk standa á miklu eldri merg sem er hin forna miðalda- skrudda. A miööldum var bókin einmitt skoöuö sem listaverk, enda ekkert til sparaö til aö gera handrit sem veglegast. Þar hélst myndlist algerlega i hendur viö innihald i formi heil- siöumynda og lýsinga. Hver upphafsstafur var dreginn meö hliðsjón af heildinni og oft varð textinn aö lúta I lægra haldi fyrir skreytingunni. 1 lok formálans spyr Carrión, hvers vegna fólk kiósi enn „venjulegu” bókina, þegar þaö eigi kost á bókverki. Hér held ég að skorti nokkuö á skiln- ing Carrións á þvi að bók er allt annaö en bókverk. Þetta eru aö visu tveir angar af sama meiöi, en hafa gjörsamlega óskyld markmiö. Bókverkiö getur þvi aldrei komiö l staö bókarinnar, fremur en teikning gæti komið I staö skattaskýrslunnar, þótt gaman væri aö sjá slika skýrslu prýöa veggi skattstofunnar.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.