Helgarpósturinn - 28.11.1980, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 28.11.1980, Blaðsíða 11
helgárpn'sti irinn Föstudag ur 28. nóvember 1980 11 þær kennisetningar sem kirkjan hefur upp á að bjóða. Við höfum þurft að leita út fyrir það hug- myndakerfi sem vestræn menn- ing byggir á. Við lokum þó ekki augunum fyrir þvi sem er gott i okkar menningu en hún er meira út á við og ekki i jafnvægi við innri mann. Áhrif frá austrænni menningu gæti skapað jafnvægi á milli innri og ytri veruleika”. — Hvað fer mikill timi i hug- leiðslu? „Það er einstaklingsbundið. Mælt er með lágmarki tvisvar á dag gjaman 20 minútur i hvert sinn. Ég hef ekki getaö stundað hugleiöslu eins mikið og áöur vegna þess að ég er i skóla og vinnu. Þó reyni ég að vera i henni klukkuti'ma í sennog einnigfer ég i likamsjóga og iþróttir svo þetta veröi alhliða.” — Er erfitt aö fara i hugleiðslu? „1 fyrstu skiptin vill hugurinn verða flöktandi og mann skortir staðfestu. Þetta þýðir þó ekki að menn þurfi að vera agaðir og beita sighörðu. Þetta kemur sem eðlilegur hlutur eins og aö sofa og borða sem maður getur ekki verið án. Það er umdeilt hvort erfitt sé að stunda jóga. Menn eiga oft erfitt með að horfast i augu við innri mann. Þá kemur það upp sem er bælt I undirvitundinni. Þeir sem ekki njóta leiðbeiningar verður þetta oft um megn. Það er mikill styrkur fyrir okkur að stunda þetta sameiginlega og geta stutt viö bakið á hvert öðru.” Hartmann sagöi að eitt af þvi sem þeirþyrftu að hafavaranr. á i jóga er að á timabili hefðu menn tilhneigingu til að finnast aö þeir eigi ekki samleið með fjöldanum þar sem skoöanir manna til allra hluta tækju miklum breytingum þetta væri þó einstaklingsbundið. Þeir tækju upp lifsstil sem almennt væri ekki viðtekinn i þjóðfélaginu. Þetta ylli nokkurri togstreitu en hreyfingin legði áherslu á að menn væru nýtir i störfum þjóðfélagsins. Hann sagði einnig að hann teldi aö jóga gæti orðið öllum mönnum gagn- legt hvort sem þeir héldu fast viö sina kristnu trú eða ekki. „Markmiðiðeraö láta gott af sér leiða og maður nýtur sjáifur góös af þvi. Þetta er gagnkvæmt. Það að gera góðverk veitir manni hugarró og kyrrö, — að hlusta á þögnina eins og það er kallað”, sagðiHartmann. þegar litiö er að gera. Ög það er að sjálfsögðu hagur bii- eigenda, að umboðin bjóöi þeim góða viðhaldsþjón- ustu. Engu að sfður skyldu menn athuga hvað felst i þeim „pökkum”, sem auglýstir eru. Athuga hvort raunverulega er verið að b jóða upp á þjónustu sem er peninganna viröi. En þvi miður eru ötrúlega margir bil- eigendur sorglega fáfróðir um bila sina og kunna ekki skil á einföldustu atriðum varöandi viðhald. Mótleikurinn ætti að vera námskeiö fyrir almenning i ein- faldasta viðhaldi, sem allir ættu aö geta framkvæmt. FIB hefur reyndar staðið fyrir tveimur slikum námskeiöum, hinu siöara fyrir tveimur árum. Þau voru mjög vel sótt, en þessi starfsemi virðist hafa runniö Ut I sandinn. Það er ekkert vafa- mál, aö það er grundvöllur fyrir áframhaldi slikra námskeiöa. Jafnvel þótt hver nemandi yrði að borga nokkur þusund krónur fyrir kennsluna yrðu þeir pen- ingar fljótir að koma til baka i sparaðri verkstæðisvinnu — eöa meiri endingu og bensinsparn- aði hafi menn ekki sinnt um sómasamlegt viðhald áöur. __________________G ARDYRKJA „Hálfgerð furðuveröld” — segir Kristinn Guðsteinsson um plöntusafn sitt ,,Það er fjölbreytnin og spenn- an við þetta sem heillar mig. Allt- af er eitthvaö nýtt aö gerast og alltaf einhver eftirvænting. Margt af þessu er faliegt bæöi blóm og plöntur og þegar maöur hefur komið sér upp miklu safni fer þetta aö lita ilt eins og hálf- gerð furðuveröld”, sagöi Kristinn Guösteinsson, garöyrkjumaöur hjá Reykjavlkurborg, en heima hjá sér á Hrisateigi 6 hefur Krist- inn komiö sér upp safni af fjölda tegunda plantna. „Ég er bdinn að vera við garö- yrkju siðan ég var strákur. Þetta óx smám saman og svo fór að ég lærði garðyrkju. Ég hef reynt við ýmsar tegundir um ævina. Fyrst framan af hafði ég mestan áhuga á trjám og runnum og kom mér upp heilmiklu safni I garðinum. A timabili safnaöi ég ýmsum fjöl- ærum jurtum og blómlaukum. Einnig hef ég haft gaman af inni- blómum og sérstaklega kaktus- um, en ég byrjaöi ungur að safna þeim. Þaðhefur gengiðá ýmsu og éghef orðið fyrir óhöppum vegna þess að ég hef ekki haft nógu góöar aðstæöur.” Kristinn hefur þó ekki gefist upp viö kaktusaræktunina þvi fyrir skömmu fékk hann sendar um 150tegundir af kaktusog hann á nú um 200 tegundir. Hann hefur einnig reynt að sá kaktusfræjum með góöum árangri og sagði hann aö þetta safn ætti eftir að aukast i framtiðinni. Meðal þeirra tegunda sem Kristinn leggur áherslu á um þessar mundir eru brönugrös, einkum sá flokkur sem kallaður er frúarskór. Hann hefur komið sér upp heilmiklu safni af laukjurt sem heitir Nerine. Af henni á hann 25 tegundir, en þegar öll afbrigði hafa verið talin fer f jöldinn upp i 150. Þessi blóm er hann meö úti i gróðurhúsi og stóðu þau i fullum blóma um miðjan nóvember. Hann er með skrá yfir allar Nerine tegund- imar og afbrigðin, en að ööru leyti sagðist hann ekki vera með skrá yfir safn sitt og vissi þvi' ekki hvað hann ætti margar tegundir alls. Kristinn er með tvö gróöurhús I garöinum, annað 75 fermetra að stærðoghitt I5fermetra. Garður- inn er rúmlega 2 þúsund fermetra stór og hefur hann fyllt allt þetta rými með trjám, runnum og ýmiss konar plöntum. Stöðugt bætist i safnið og nýlega fékk hann sent frá tilraunaræktunar- stöð rikisins i Þýskalandi græðlinga af 10 afbrigöum af rifs- berjarunnum og rúmlega 40 af- brigði af sólberjarunna. „Ég hef ekki pláss fyrir þetta i garðinum þannig aö nú verö ég að fara að leita mér að stað fyrir berja- runnana”, sagði Kristinn. Fyrir utan þessa plöntusöfnun hefur Kristinn gert tilraunir með ræktun á um 70—80 kartöfluteg- undum i landi sem hann á viö Elliðavatn, og þar ræktar hann einnig ýmsar matjurtir. „Ég byrjaði á þessu fyrir um 6—7 árum. Ég er að leita aö fljótvöxn- um afbrigðum sem einnig eru góö til matar og geymast sæmilega. Ég hef fundið nokkur afbrigði sem mönnum hefur likað vel.'En tilraunir eins og þessar þyrftu helst að gera á þeim svæðum þar sem aðal kartöfluræktunin fer fram. Ég held að við séum með of seinvaxnar tegundir hér á tslandi. Rauðar isienskar kart- öflur eru of seinvaxnar og án efa bregst kartöfluuppskera svo oft Kristinn Guðsteinsson með sjald- gæft afbirgöi af Nerine með hvft- um blómum, sem heitir Fiugi. Ættað úr hinu fræga Nerine-safni, sem var i eigu Rothschildættar- innar á Englandi, en var selt fyrir nokkrum árum og eignaðist Kristinn i kjölfar þess um 40 af þessum fallegu afbrigðum. vegna þess”, sagði Kristinn. Auk tilraunaræktunar hefur Kristinn mörg önnur áhugamál. t mörg ár var hann með kanari- fugla, páfagauka og fiska og dálitið af dúfum. ,,Ég er aðeins með dúfumar núna og einnig hef ég safnaö nokkuð af skraut- fiskum, en það er i smáum stil”, sagði Kristinn. ____________________________________RADIO Hefur heyrt í 100 útvarps- stöðvum frá um 60 löndum — rætt við Sverri Karlsson sem safnar móttöku-kortum frá útvarpsstöövum ,,Ég hlusta á viðtækið allan sólarhringinn ef svo ber undir. Ahuginn fyrir þessu kemur svona i bylgjum, en yfirleitt er ég með tækið I gangi meira eða minna á hverjum degi”, sagði Sverrir Karlsson Hrauntungu 58 i Kópa- vogi, en fyrir4 árum byrjaði hann á litvarpshiustun sem áhugamáli. ,,Ég var að velta þvi fyrir mér að gerast radióamatör, en þá las ég viðtal i dagblaði við mann frá Akureyri, sem stundaði útvarps- hlustun eða stuttbylgjuhlustun sem þetta er oftar nefnt og mér fannst það aö mörgu leyti áhuga- verðara”, sagði Sverrir, en hann hefur einnig tekið nýliðapróf sem radióamatör og hefur hann hug á þvi að koma sér upp senditæki. „Það getur veriö dálitið snúið aðdtskýra hvers konar áhugamál þetta er. Þetta byggist á þvi að hlusta á sem flestar útvarps- stöðvar á stuttbylgju og miðbylgju frá sem flestum lönd- um. Maður sendir upplýsingar um tiðni, móttökustyrkog gæði og einhver atriði úr dagskránni og timann sem hún er flutt á, til út- varpsstöðvarinnar. Flestar stöðvar staðfesta þetta með þvi að senda manni sérstök móttöku- kort, en aðrar skrifa bréf þar sem það er staðfest að maður hafi náð tiltekinni stöð. En sumum stöðvum þarf að skrifa aftur og aftur”, sagði Sverrir. Meðal þeirra er útvarpið i iran, en Sverrir var með viðtækiö stilit á það, þegar viðtalið var tekið. „Einn eltingaleikurinn við þetta er að finna út hvað stöðin heitir sem maður hefur náö. Flestar stöðvar segja til sin reglulega en ef verið er að út- varpa á tungumáli sem maður skilur ekkert i er hægt aö notast við skrá yfir allar útvarpsstöðvar i heiminum, þar sem meöal annars eru upplýsingar um tiðni hverrar stöðvar. Þetta kemur með reynslunni.” Sverrir byrjaði með Barlow Wadley viðtæki, en fyrir tveim árum fékk hann sér Yaesn Musen, FRG—7. „Ég hef fengiö staðfestingar frá nálega 100 stöövum frá um 60 löndum viðsvegar að úr heimin- um, m.a. frá Peking, Astraliu, Vietnam, Indlandi og Chile. Ég hef heyrt i stöðvum, sem senda ekkert út nema tölur. Það er sagt að þetta séu stöðvar f Austur-Evrópu, sem séu að senda njósnurum á Vesturlöndum skila- boðá dulmáli. Éghef einnig heyrt i stöð i Irlandi sem er ólögleg, Radio Dublin, en irska stjórnin hefur ekkert gert til að stöðva hana, en hún sendir mest út létt- meti.” Sverrir sagðist oft hafa orðið varviðþaðað menn skilduekkert Iþvi hvaðgæti veriðgaman við að sitja yfir viötækinu allar stundir. „Menn þurfa helst að vera þátt- takendur til þess að geta skilið Sverrir Karlsson við útvarps- tækið með möppu af móttöku- kortum frá útvarpsstöðum viöa um heim þetta. Þeir sem sitja við sjón- varpiðiill kvöld eru aöeins þiggj- endur, en við getum látið vita af okkur. Ég geri meira aö safna móttökukortum. Ég hlusta á dag- skrár frá ýmsum stöðvum. Mest á BBC og nokkuð oft á stöðvar frá Kanada. Einnig hlustar maður á stöðvar þegar eitthvað mikið er að gerast' i viðkomandi löndum. Flestar þessara stöðva taka mið af ábendingum hlustenda, þar sem um er að ræða stöðvar sem eru f mikilli samkeppni og þvi mikilvægt fyrir þær að hafa hlust- endur góöa.” JOKER v/HLEMM Leiktækjasalur 52.11 IGÖMLUM KRÓMUM, ÞÓIT ÞEIR GREIÐIST A CTÆSTA ÁBI Almenningur er hvattur til þess að nota eingöngu gamlar krónur í öllum viðskipta- skjölum út þetta ár. Víxlar, sem samþykktir eru fyrir ára- mót, en eiga að greiðast á árinu 1981, skulu vera í gömlum krónum og það skýrt tekáð fram. Munið að það er ekki ráðlegt að samþykkja ódagsetta víxla. minni upphæðir-meira verðgildi

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.