Helgarpósturinn - 28.11.1980, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 28.11.1980, Blaðsíða 14
14 „Heyrðu eigum við ekki bara að vera kátir og skemmtilegir?” Þaö er Halldór Halldórsson, fyrrum prófessor i islenskri mál- fræði við Háskóla islands, ná sestur í helgan stein, sem kallar til min ofan af stigapallinum. Hann býður mig velkominn, þegar ég kem upp, og ég sam- þykki fúslega, að við skulum vera bæði kátir og skemmtilegir. ,,En ég tek það fram, aö ég tek enga ábyrgð á þvi sem ég segi. Það ert þd sem skrifar”, bætir hann við. „Viltu annars ekki kaffi? Þaö er bara að ýta á takkann, en ég á ekkert meö því nema tvibökur. Þú vilt þær náttúrlega ekki”. En ég segist munu þiggja tvibökur og er varla sestur inn i stofu þegar hann kemur aftur úr eldhúsinu, búinn að ýta á takkann, og heldur áfram. ,,Ég er á móti /öllum vanda- málum. Þau eru hrútleiöinleg og meira og minna tilbúin. Og það er ekki fyrr búiðaðleysa eitt en búið er að skapa annað. Tökum verö- bólguna til dæmis. Hún er ekki einungis islenskt fyrirbrigði. Stjórnmálamenn um allan heim Föstudagur 28. nóvember 1980HalQr^rjnn^tl irínn það lengur, nema kannski min kynslóð. Þeir sem eru 20 árum yngri en ég, þeir gera ekki að gamni sinu. Þetta á kannski ekki við um alla en mér finnst þetta vera eitthvað i þessa veru”. 1 þessum töluðum orðum bregður Halldór sér fram i eldhús. ogkemur aftur meö kaffið og tvi- bökurnar. Ég fæ mér eina, en dreg siöan upp pipuna. — Þú hefur liklega ekkert á móti þvi, að ég reyki hér inni? „Nei, hér mega allir reykja sem vilja. Sjálfur hætti ég að reykja 7. desember 1952. Það var eiginlega af sérvisku. Ég reykti kenningum. Eina kenningin sem ég hef er að vera á móti kenn- ingum. Þær eru meira og minna til óþurftar, hitta ekki sannleik- annnema aðnokkru leyti. En þótt ég hafi aldrei lært uppeldisfræði hef ég lesið ýmislegt og hef gaman að ýmsum kenningum þótt ég trúi ekki á þær”. — Þú byrjaðir aö kenna á Akur- eyri. „Já, ég kenndi viö barnaskól- anná Akureyrií forföllum ieitt ár Margir Dögubðsar — Er málfar vont nú á dögum? „Égskalsegja þér, að ég hrein- lega veit það ekki. Það hafa alltaf verið til bögubósar á íslandi. En sem hefur breyst er, að það miklu fleiri menn að skrifa en áöur. Það eru margir bögubósar, sem að skrifa vegna vinnu Það getur verið, að margir þeirra hefðu verið vinnumenn uppi i sveit ef þjóðfélagið heföi ekki breyst. Vitanlega hefur orðaforðinn breyst. I MA rakst ég á pilt, sem „Bðkterran lör r syní mína” — Þessi þrjú sumur i blaða- mennskunni hafa ekki nægt til að þú tækir blaðamennskubakteri- una? ,,Ef til vill hefði ég alltaf átt að verða blaðamaður. En þessi bakteri'a fór úr mér I syni mina Einusinnivarmér boðið aö verða ritstjóri, eftir að ég var orðinn vel fullorðinn, en ég hafnaöi þvi”. „II • • OF 11 011 0 / u IÉ R V II Rl »1 ISl r E H iH 1 V El n u i E R1 naiidór naiidðrsson (neigarpdsisviðiail hafa tekið sig saman um að búa hana til. Kaupið hækkar og vöru- verð hækkar, og allt situr i sama farinu. Ekkerl má! Svo er það þessi áróöur á móti öllusemer skemmtilegt. Það má ekki reykja og varla taka i nefið. Það er hneykslanlegt að drekka vin og má ekki borða almenni- legan mat. Ef það sést fituarða á honum er hann afskaplega óhollur. Það þótti alveg bráöhollt þegar ég var aö alast upp. En betta hefur engin áhrif á mig. Ég bara hlæ að þessu. Og hugsaðu þér hvernig er f arið með aumingja börnin. Ég var al- inn upp i' fjörunni og á bryggjunni á Isafirði. við tókum jullur og rér- um út á Poll. en enginn skipti sér af þyi. Nú eru börnin sett á það sem kallaö er dagvistunarstofn- anir. Af hverju ekki bara dag- vist? A Akureyri var heimavist og það þótti alveg nógu gott orð. Uppeldisfræði á tsafiröi var öll önnur ernú tiðkast. Ef menn voru heimskir voru þeir sendir I sveit, og ef þeir voru baldnir voru þeir sendir á sjó, ekki einhver vand- ræðaheimili, og þetta blessaðist allt. Það má leysa þessi vandamál á skynsamlegan hátt, gera sem allra minnst úr þessu og láta vandamálin leysa sig sjálf. Ég veit, að það eru margir i fjár- hagslegum vandræðum. En það bjargast. Menn fara bara i banka og taka vlxil. Ég skal segja þér eina sögu af þvi frá þvi ég var á Akureyri. Ég held ég hafi verið að reisa hús, og mig vantaði 5000 krónur, sem svarar sennilega til hálfrar millj- ónar nú. Ég fór til bankastjórans, en hann sagði nei. Einhvern veg- sígarettur, reykti mikið. Svo dreymi mig eina nóttina, að ég segði við konuna mina að ég væri hættur að reykja. Þegar ég mundi eftir þessu morguninn eftir sagð- ist ég vera hættur. Þetta var löngu áður en allur áróður gegn reykingum byrjaði, það þótti ekk- ert athugavert við að reykja þá. „Diölull goir Sjö mánuðum seinna kom ég við i Stjórnarráöinu hjá Bjarna mági minum, blaðafulltrúa ,einn morguninn eins og oftar. Bjarni rétti mér sigarettupakka, og ég tók eina og kveikti i henni. Um leið og ég fann tóbaksbragöið rann upp fyrir mér ljós. „Djöfull er þetta gott”, sagði ég og skellti sigarettunni i bakkann. Hefði ég gefið eftir i þetta sinn og fundið hvað þetta var gott hefði ég sjálf- sagt byrjað aftur. Siðan hef ég tekið i nefið. Byrjaði á þvi sem blaðamaður við Alþýðublaðið þar sem ég vann þrjú sumur. Ég byrjaði klukkan átta á morgnana að skrifa, og það var ómögulegt að komast af stað nema taka l nefiö. En ég hætti þessu fljótlega aftur, þvi ég komst að þvi, aö það væri ómögu- legt að ná sér I stelpur ef maður tók i nefið. En þegar maður er bú- inn að vera giftur i nokkur ár og komnar þvottavélar til að þvo klútana er það allt í lagi”. — Þú byrjaðir I blaðamennsku, en fórst siðan yfir i kennslu. ,,Ég hef verið kennari alla mina ævi. Fyrst kenndi ég i bamaskóla einn vetur, svo I menntaskóla en hafði engin réttind til að gera það miöaö við nútima kröfur, og þegar ég var ráðinn við Háskól- ann var ég dæmdur hæfur af dómnefnd. Enda hef ég aldrei farið eftir neinum kennslufræði- legum aðferðum viö að kenna. Ég held að þær geri kennsluna leiðin- lega. Kennarinn missir persónu- leikann ef hann kemur inn I tim- inn druslaðist þetta fram á haustið. Þá fór ég aftur til bankastjórans og bað þá um tiu þúsund. t það skipti sagði bankastjórinn, aöþaö væri sjáifsagt. Skýringin á þessu var sú, að það hafði veiðst mikil sild um sumarið, en um vorið hafði bankinn oröið að leggja ilt i mikinn kostnaö vegna bátanna. forlíðin skemmlileyri Mér finnst fortiðin miklu skemmtilegri en nútiðin. Aður fyrr gerðu menn að gamni sinu en ég verð ekki var við, að menn geri eftir stúdentspróf. Seinna fór ég aö kenna við menntaskólann fyrst á háskólaárunum, en siðan eftir að ég hafði tekið magisterpróf. Égtók smám saman við Islensku- kunnslunni af Sigurði skóla- meistara var fastráðinn 1938 og var við MA til 1951. Það var mjög skemmtilegt að vera kennari á Akureyri. Það var valinn maður i hverju rúni I þeim skóla. Ég hef kynnst þrenns konar kennurum um æfina: barnaskólakennurum, mennta- skólakennurum og háskóla- kennurum. Menntaskóla- kennararnir eru skemmti- legastir. Hinir eru alltaf i öllum þessum eilifu vandamálum, en menntaskólakennaramir reyna að vera kátir og skemmtilegir. „Bara llöhí” — Þitt fag er málfræði. Hvað varð til þess að þú valdir hana? „Þaðhét islensk fræði þá, en ég haföi málfræði sem aðalgrein. Ég skrifaöi mina magisterritgerð um merkingarfræði, og siðan hefur hún verið kennslugrein min. Ég held að þetta hafi veriö bernskudraumur. Móðir min tal- aði mikið við okkur um orð og stofninn i orðaforða minum er kominn frá henni. Hún var að austan, frá Hafrafelli i Fellum á Fljótsdalshéraöi og kenndi okkur ýmis orð, sem eru þaðan. Og meðan við vorum fyrir vestan kenndi hún okkur ýmis vestfirsk orð. Hún var dálitið sérvitur eins og sést kannski á þvi, að einu sinni sendi hún vinnukonu út að kaupa I soðið. Vinnukonan kom til baka og sagði, aö þaö væri ekkert tilnema flóki. Mömmu þótti þetta svo ljótt orð, að hún hætti við að hafa soðningu I fööurættinni var lfka viss hefð að sinna málinu. Fööurbróðir minn var doktor Björn Bjarnason frá Viðfirði, sem skrifaði bókina Iþróttir fornmanna. Ég heid að þetta hafi veriö i blóöinu. En ég hafði lfka áhuga á stærðfræði og erfðafræöi og datt i hug um tima aö lesa erfðafræöi. En þaö var ekki hægt nema lesa almenna ann m eð áætlun um allt sem hann ætlar að segja. Hann hefur ekkert svigrúm fyrir utan námsefnið. Ég var lengi prófdómari i kennslu- prófum. Það var hundleiöinlegt. Þaöeinasem fólkið hafði lært var hvernig á ekki aö kenna. X möll kennínyum Þessar kenningar eru meira og minna bull. Ég eryfirleittá móti skildi ekki orðið orf. Ég hneyksl- ast ekki á þvf núna, þvl hann hafði aldrei séð orf og það var mikið til hætt að nota þau. En hann var al- inn upp I kaupstað og kunni öll orð yfir bilahluti. Orðaforðinn lagar sigað hverjum tima og það hefur að mörgu leyti tekist vel með nýyröasmlð. Þaö er meginþáttur- inn I málræktarstarfinu. En hitt ervíst,aðmenn þurfa aölæraorð eins og orf. Það er hluti af svo- nefndum óvirkum orðaforða, og hann þurfa menn að kunna, annars geta þeir ekki skilið menningu og bókmenntir fyrri tíma. Ég held að þaö þurfi að auka mjög mikið málfræðikennslu I skólum. ekki sist það sem varðar orðin og merkingu þeirra, beyg- ingu og fallstjórn. Það er þar sem mér finnst helst á bjáta. Hins- vegar verðum við aö vera dálltið á verði gagnvart nýyrðum. Það er fullt af óþarfa nýyrðum i mál- inu. Tökum sem dæmi orðiö byggðakjarni. Ég sé ekki aö við þurfum á þvi' að halda, við höfum orðið þorp. Svo er annað, aö fólk sem hefur eitthvað gutlaö við nám notar fræðiheiti of mikið. Af hverju eru notuð orð eins og „lifs- munstur”? Ég hef þurft að kenna mjög ný- stárleg fræði i Háskólanum, en aldrei notað erlend orð nota ný- yröi I staöinn. En ef ég skrifa fyriralmenning nota ég venjuleg, alþýðleg orð. Vegna þess að það eru miklu fleiri sem skrifa núna en þegar þjóöfélagið var frum- stæöara held ég að það þurfi aö koma upp kennslu sérstaklega fyrir blaðamenn. Ekki kennslu I beinni málfræði, heldur mál- notkun. Hvernig hægt er aö orða hlutina á alþýðlegan islenskan hátt. Þegar ég var blaöamaður var ritstjóri minn Finnbogi Rútur Valdimarsson, einhver gáfaðasti maður sem ég hef kynnst. Hann tók mig tima einn eftirmiðdag og sagði mér hvemig ég ætti að skrifa frétt. Boðoröiö var: Það er ekki nóg, að þú skrifir frétt svo aö fólkið geti skiliö, heldur svo það skilji hvort sem það vill eða vill ekki. Þetta er besta stllregla sem ég hef lært. Við verðum aö athuga, að milli máls og hugsunar er órofa sam- band. Ef viðorðum hugsun okkar óskýrt er það i mörgum tilfellum vegna þess að við hugsum óskýrt”. u. náttúrufræöi og taka erfðafræöina sem aukagrein. Ég hafði ekki áhuga á þvi. — Hvar? „Ég má ekki segja það”. — I staðinn varð nafn þitt lik- lega þekktast meðal almennings fyrir kennslubók i málfræði. „Ég hef skrifað tvær kennslu- bækur I málfræði og báðar eru úreltar vegna þess að stefnur I málfræði, þó aðallega I framsetn- ingu hennar, hafa breyst svo mikið siðan ég skrifaði þær. En aðalstarf mitt sem varöar kennslu I Háskólanum var að fylgjast með breytingum i mál- visindum, það var gifurlegt verk. Aðaláhugamál mitt var hins- vegar saga Islenska orðaforðans og mest af þvl sem ég hef skrifað er um það efni. Doktorsritgerð min var Islensk orðtök, en slðan málfræði eða tslenskt orðtaka- safn, sem hefur komið út I tveimur útgáfum. Ég vil ekki vera með neitt karlagrobb, en ég hef skrifað 20 bækur að meötöld- um nokkrum endurútgáfum, sem eru meira og minna endurskoð- aðar, og um 40ritgerðir um mál- söguleg efni. Svo hef ég skrifaö deilugreinar i blöð, en ég hef alltaf haft gaman af aö rlfast og strlöa öðrum”. — Hvað segir þú um þá fullyrð- ingu Indriða Gislasonar, sem skrifaði þá málfræðibók, sem tók við af bókum ykkar Björns Guð- finnssonar, að á meðan Islend- ingar rifist um málið sé tungunni óhætt7 Margir afglapar skrila um málio „Það er mikið til i þessu hjá Indriða. Rifrildi um málið sýnir, að menn hafa áhuga á þvl. Hins vegar hafa margir afglapar, sem hafa ekkert vit á málinu, skrifað um það. En þá hafa þeir sem betur vita leiðrétt það, svo það getur verið, að það sé til góðs. Min skoðun er sú, að íslendingar eigi aö tala i'slensku. Þegar þeir hætta að tala skiljanlegt mál öll- um almenningi hætta þeir aö vera Islendingar”. — Nú ertu kominn á eftirlaun, sestur I helgan stein. Hvernig er það? Ertu kannski nú fyrst farinn að geta notið llfsins, þegar þú getur ráðið tima þinum sjálfur? „Ég hef alltaf notið lifsins og nýt þess ekkert siður nú en áður. Heilsan hefur ekki bagað mig þótt ég hafi tvisvar fengið kransæða- stiflu. Núna finnst hún ekki einu sinni á linuriti, það virðist hafa fyllst upp I þessi göt I hjartanu I mér. Ég fékk kransæöastiflu 1978 og fékk þá veikindafrl, en kenndi slöan eitt misseri 1979. En ég nennti ekki aö gegna starfi sem ég á erfitt með að valda.enda hafði ég þá verið starfs-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.