Helgarpósturinn - 28.11.1980, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 28.11.1980, Blaðsíða 10
10 Vilhjálmur Sigurjónsson með riffilinn SKOTFÉLAG Skjóta kerti og spil sér til tilbreytingar — rætt við Vilhjálm Sigurjónsson formann Skotfélags Reykjavíkur ,,Þetta er faglegt félag og markmið þess er að auka skot- menningu og skothæfni félags- manna”, sagði Vilhjálmur Sigur- jónsson formaður Skotfélags Reykjavikur. „Avegum félagsins skjótum við eingöngu i mark. Sumir okkar skjóta aidrei á fugl eða önnur dýr, en félagiö sjálft tekur enga afstöðu til skotveiða”. Vilhjálmur sagði að félags- starfiö skiptist i þrennt. í fyrsta lagi eru inniæfingar á veturna i Baldurshaga i Laugardal. Þar er æfttvisvar í viku og skotið i mark með rifflum á 50 metra færi. Þá er félagiö i þann veginn að byrja með skammbyssuæfingar og er það nýbreytni i starfsemi þess. Skotfélag Reykjavikur hefur i ööru lagi umráð yfir útisvæöi i Grafarholtslandi þar sem starf- semin fer einkum fram á sumrin. Þar er hægt að skjóta I mark á allt að 300 metra færi hvort heldur sem er i hefðbundnum stelling- um, standandi með riffil, eöa sitj- andi við borð. Boröskotfimin er upphaflega komin til vegna þess að skotmenn sátu við borð aö prófa tæki og stilla sigti en hefur þróast sem sjálfstæð iþrótt. I Grafarholtslandi er einnig haglabyssuskotvöllur. Þar er æfð iþrtítt sem islenskir skotmenn kalla skytt (skeet). Tvær kast- vélar eru staðsettar hvor á móti annarri á vellinum og á milli ligg- urbraut i hálfhring. Á henni eru 7 skotstöðvar. Siðan er leirdiskum kastaö úr vélunum og þeir skotnir á flugi eftir ákveðnum reglum. Hraðinn á diskunum getur veriö allt aö 60 km á klst. þannig aö menn þurfa að vera snöggir. Loks hefur félagiö opiö hús einu sinni i viku i félagsheimili þess i' Dugguvogi. Þar koma fulltrúar úr stjtírnum og nefndum félagsins og svara spurningum og ennfremur koma menn saman til aö spjalla yfir kaffibolla, lita i sérrit um skotfimi og segja sögur. ,,Ég byrjaöi sem strákur að skjóta fugla, en þaö var fyrir tilviljunað ég gekk i félagið. Einn kunningi minn atti mér út i það. Siöan þá hefur fuglaskytteri batnað hjá mér, annars er oröið ansi langt siöan ég hef skotið á fugl. Skotfimin verður smám saman markmið i sjálfu sér. Þetta er ágæt iþrótt fyrir nákvæmishyggjumenn, þvi þaö er hægt að mæla árangurinn nákvæmlega”, sagði Vilhjálmur. „Yfirleitt skjótum við alltaf i mark. Til tilbreytingar þegar vel liggur á okkur skjótum viö á kerti og spil eins og það er kallaö. Spil- inu er stillt upp á rönd, sem snýr að skotmanninum og skotið er látiðkljúfa það. Loginn er skotinn af kertinu og það slokknar ekki á þvi nema kveikurinn sé skotinn i sundur.” A inniæfingum eru eingöngu notaðir 22. cal. rifflar og flestir eru með sérstaka mark-riffla sem eru þyngri og. sérhæfðari en venjulegir rifflar. „Meö þeim varnaðar- og öryggisráðstöfun- um, sem við viðhöfum er þetta ekki hættuleg iþrtítt eins og menn halda gjarnan fram. Við gumum af því að geta rakiö sögu félagsins allt aftur til ársins 1867 og viö vit- um ekki um eitt einasta smáslys, sem hefur oröiö á þeim tíma”, sagði Viihjálmur að lokum. TÉKKAR: Gkr. fyrir áramót- Nýkr. eftir áramót Það er áríðandi, að tékkar útgefnir í desember séu undantekningalaust í gömlum krónum. Eftir áramótin eiga aUir tékkar að vera í nýjum krónum. Skrifaðu skýra dagsetningu, hafðu mánuðinn í bókstöfum til öryggis. Einnig getur þú skrifað Gkr. fyrir framan fjárhæð á tékka fyrir áramót og Nýkr. fyrst efitír áramót. minni upphæóir-meira verógildi c\i Föstudagur 28. nóvember 1980 —he/garpústurinn Umsjón: Sigurveig Jónsdóttir JÓGA felst í þvl að finna samband við annað fólk eða lifheiminn I heild. Finna að öll erum við tengd órofa böndum. Það er hægt að lýsa jtíga frá mörgum hliðum og persónubund- ið er hvað menn fá út úr þvi. Sumar hreyfingar leggja áherslu á að félögunum geti liðið vel, tek- iö lifinu með ró i stressþjóðfélagi, sem er út af fyrir sig góðra gjalda vert. Ef menn vilja kafa ennþá dýpra getur jóga fengið til- gang ísjálfusér. Það snertir allt varðandi mann sjálfan og samband manns viö annað fólk og ernotað til þess aö mönnum geti liðið vel innra og verið virkir i þjóðfélaginu við vinnu og leik eða hvað sem menn kjósa að taka sér fyrir hendur”. Hartmann hefur verið i Ananda Marga f þrjú og hálft ár. „Mér fannst þetta i fyrstu spennandi og framandi en einnig langaði mig tilþess að skilja sjálfan mig, bæta samband mitt við annað fólk og verða heilsteyptari. Ýmsar háleitar spurningar leituðu á mig „Allt sem við gerum og segjum er jóga” — segir Hartmann Bragason hjá Ananda Marga „Munurinn á okkur og mörgum öðrum sem stunda jóga er sá að viðtökum þaö ekkisem einn þátt I lifi okkar. Allt sem við hugsum, gerum og segjum er jóga”, segir Hartmann Bragason félagi I Ananda Marga hreyfingunni en hjá honum hafa áhugamálin leitt til breytinga á lifsstil. „Jóga er upprunnið frá Indlandi og þetta kerfi er notað i margskonar tilgangi. Oröið sjálft er skylt islensku orðunum ok og æki sem þýða sameining, það sem sem ég fékk ekki viðhlítandi svör við. Hér eru tekin fyrir heimspeki- legmálefni.Við reynumaðsjá vit i tilverunni, að allt þetta streð hafi einhverja meiningu. Margir sem stunda jóga eru óhressir með Vetrarskoðun umboðsverkstæðanna: Er verið að „búa til” viðskipti? Eru verkstæöi bilaumboð- anna að „búa til” viðskipti á annarsdauöumtima með því aö auglýsa sérstakar vetrar- skoðanir á haustin? Þá ályktun er nærtækt aö draga, ef auglýsingar um þessa vetrar- skoöun, sem hafa birst i dag- blöðunum að undanförnu, eru lesnar ofan i kjölinn. Skoöanir þessar eru auglýstar á föstu veröi, sem er nokkuð svipað hjá þeim sem veita þessa þjónustu, eða I kringum 40 þúsund krónur, og uppundir 60 þúsund. Hinsvegar er misjafn- lega mikið innifaliö i þessu veröi, eða frá 13 upp i 27 atriði sem eru yfirfarin. Auk þess er misjafnt, hvaða varahlutir eru innifaldir i' veröinu. Hjá sumum umboðunum eru engir vara- hlutir reiknaðir meö i þessu veröi, en hjá öðrum fylgja kerti og platinur, oliusia (loft- hreinsari), vélarolia og frost- vari á rúöusprautur. Þeim atriðum, sem umboðs- verkstæðin bjóöast tilað lita á, og stilla þar sem þaö á við, má skipta i þrjá flokka. Undir einn flokkinn falla atriöi sem eru svo einföld, aö hver og einn bileig- andi getur séð um þau sjálfur, i öörum flokknúm er þjónusta, sem hingað til hefur fengist endurgjaldslaust á bensln- stöövum, en i þriöja flokknum eru stillingaratriði sem hirðu- samir bileigendur láta fara yfir einusinni til tvisvar á ári. Það segir sig sjálft, aö hver og einn, sétn kann á annað borð að aka bil, geti athugaö hvort kviknar á öllum ljósum, eða hvort flautan er f lagi og hvað varöar ljósaskiptingu eiga öll ljós þegar að vera stillt. Eins ættu fæstir að þurfa bifvéla- virkja til að athuga hvort rúðu- þurrkurnar eru i lagi eða bæta isvara á rúöusprauturnar. Flestir kunna lika að bæta lofti I dekkin — vandinn er bara að vita hver loftþrýstingurinn á að vera, en það er auðvelt að fá upplýsingar um þaö. Þaö ætti heldur varla aö vefjast fyrir mönnum, hvort bremsumar eru i lagi eða ekki — slik t gerir boð á undan sér, og það sést hvort nægur vökvi er á höfuödælunni með þvi að skrúfa af eitt lok. Slök viftureim getur valdið ýmsum vandræðum, en þaö telst ekki til stórviðgeröa að strekkja á henni, þótt það geti kannski vafist fyrir sumum. Það er lika svolitið dýrt að láta lærðan bifvélavirkja smyrja huröarlamir og læsingar eöa bera silicon á þéttilista, athuga geymasambönd, „athuga hvort um oliuleka sé aö ræða” eöa „athuga hvort leki sé á kæli- kerfi.” Sum umboöin bjóða oliuskipti, og þá um leiö skipti á oliu- og loftsiu. Þeir sem skenkja blikk- beljunni sinni einhverja smá hugsun fara reglulega á smur- stöö þar sem þetta er gert hvort sem er, þegar meö þarf, og þaö þarf varla að fara á verkstæöi tilaðláta athuga hvort næg olia sé á vélinni. A bensinstöövum hefur hingað til veriö hægt aö fá mælt frostþol kælivökvans endurgjaldslaust. Þá er varla ástæða til að fara að borga fyrir þaö núna. Þá eru eftir atriöi, sem er vissulega ástæða til að láta fag- menn um. Vélastilling þar sem vélin er þjöppumæld, ventlar stilltir, blöndungur og kveikja stillt, skipt um platinurog milli- bilið stillt og skipt um kerti ef með þarf kostaöi s iöast þegar ég vissi rúmlega 20 þúsund krónur, fyrir utan varahluti. í rauninni er slík athugun fullnægjandi, þótt þaö sé vitanlega ágætt að láta um leið hreinsa blöndung og bensindælu og jafnvel láta mæla rafgeymi og hleðslu. Þó ætti þess varla aö vera þörf, nema bíllinn sé tregur 1 gang — þá er eitthvað að, annars ekki. Þá má nefna stýrisgang, slag i tengslum (kúpplingu) og ástand höggdeyfa (dempara) sem gott er aö láta athuga af og til, sér- staklega þó á gömlum bilum. En þá komum við að öðru. Ef eitthvað reynist vera að hafa bifvélavirkjarnir aðeins fundið þaðút, á fullu kaupi. Þá er eftir að gera við og kaupa nauösyn- lega varahluti. Viögerðir eru nefnilega ekki innifaldar i þessum skoöunum, en á hinn bóginn hefur viðkomandi verk- stæöi tryggt sér viðskiptin. Þaöer kannskiekkertút á þaö aö setja, að bflaverkstæöi reyni að laöa til sín viöskiptavini, 'ÆkZf Skák: Guðmundur Arnlaugsson — Spil: Friðrik Dungal — Söfnun: Magni R. Magnússon — Bllar: Porgrlmur Gestsson Bílar 1 dag skrifar Þorgrímur Gestsson um blla

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.