Helgarpósturinn - 13.03.1981, Page 8
LJielgai---------------
pásturinn_
Blaö um þjóðmál, listir og
menningarmál
utgefandi: Vitaösgjafi hf.
Framkvæmdastjóri: Bjarni P.
Magnússon
Ritstjórar: Árni Þórarinsson,
Björn Vignir Sigurpálsson.
Blaðamenn: Guðjón Arn-
grimsson, Guðlaugur Berg-
mundsson, Guðmundur Árni
Stefánsson og Þorgrimur
Gestsson.
Utlit: Kristinn G. Harðarson.
Ljósmyndir: Jim Smart.
Auglýsinga- og sölustjóri:
Höskuldur Dungal.
Gjaldkeri: Halldóra Jóns-
dóttir.
Dreif ingarstjóri: Sigurður
Steinarsson.
Ritstjórn og auglýsingar eru
að Siöumúla 11, Reykjavik.
Simi 81866. Afgreiðsla að
Hverfisgötu 8—10. Símar:
81866, 81741, 14900 og 14906.
Prentun: Blaðaprent hf.
Góðir þing-
menn og vondir
Alþingi sem vinnustaður er
ekki ólikur hverjum öðrum vinnu
stað. I>ar eru starfsmenn mjög
misjafnir að gæðum og stunda sitt
starf misvel. Aðalsérkenni Al-
þingis sem vinnustaðar liggur ef
til vill fyrst og frernst i þvi, að það
er talsvert á valdi starfsmanna-
þingmannanna sjálfra — hvort
þeir sinni starfi sfnu eða ekki.
i Helgarpóstinum i dag eru
valdir 10 bestu þingmennirnir og
10 þeir slökustu. Eflaust kann það
að valda nokkrum deilum, aö
draga þingmenn i dilka með þess-
um hætti, en Helgarpósturinn tel-
ur, að út frá ákveðnum forsend-
um sé það fullljóst að djúp gjá er
á milli þingmanna, sem með at-
orku og elju leggja metnað sinn í
að vinna vel og aftur hinna sem
Iftt eða ekki leggja sig fram um
Glens og gaman
Oft hefur verið talið, að á viss-
um árstimum fyllist mannskepn-
an einhverri þörf til að sleppa
fram af sér beislinu og brjótast út
úr viöjum hins vanabundna
hversdagslífs. Vorið hefur verið
hvað vi'sastur timi slikra athafna,
en upp á siðkastið hefur skrifara
Einhver gárungi vildi á siðasta
sumri leggja þeim lið við heyöfl-
un og setti auglýsingu i blað, þar
sem óskað var eftir þvi að þeir
sem væru að slá blettina sina
leyfðu þeim fjárbændum að eiga
heyið. Mundu þeir sækja það ef
hringt yrði. Óg svo voru sima-
Eyjapósts þótt sem Eyjabúar ein-
skorði sig ekki algerlega við þá
árstið, heldur séu flestir dagar og
mánuðir jafnir fyrir þeim sem
gera vilja kunningjum sinum
smáglennur. Fyrsti dagur april-
mánaðar hefur verið uppáhalds-
dagur slikra æringja i allmarga
áratugi en svo virðist sem sá dag-
ur eigi sér orðið allmarga bræður
i almanakinu.
Tveir kunningjar þess sem
þetta ritar gera það sér til dund-
urs og ánægju að stunda sauðfjár-
rækt i smáum stil og hugsa um fé
sitt af mikilli natni og nostursemi.
númer þeirra sett undir auglýs-
inguna. Alla -helgina voru simalin
urnar rauðglóandi, þar sem fjöldi
bæjarbúa vildi leggja þessu mál-
efni lið og var boðið hey á öllum
verkunarstigum, skraufþurrt,
hálfþurrkað og hráblautt. Og einn
gekk meira að segja svo langt að
spyrja hvort þeir tækju ekki að
sér að slá bletti fyrir fólk. Þeir
fjárbændur voru að vonum ekkert
ýkja hrifnir af þessu uppátæki.
Þá gerðist það um svipað leyti,
að frænka min ein, ágæt kona,
varð fyrir þvi óláni að kötturinn
hennar villtist inn i þvottavélina
Fostudagur 6. mars, 1981 hí=>lrjf=irpn<=:fl irínn
að sinna þeim nieginatriðum sem
þingmannsstarfinu er lagt á herð-
ar.
Alþíngi er fyrst og fremst
löggjafarstofnun og af þeim sök-
um hlýtur aöalhlutverk þing-
manna að liggja í því að sinna þvi
löggjafarhlutverki og hegða sér i
samræmi við það. Þeir skuli sýna
frumkvæði við samningu nýrra
laga og reglugerða og kynna sér
vel og vendilega þau frumvörp
sem framlögð eru.
1 annan stað hlýtur það að vera
mikilvægt fyrir þingmenn, að
þeir séu mótandi viö pólitfska
stefnumótun, svo sem meö flutn-
ingi þingsályktunartillagna.
1 þriðja lagi er nauðsynlegt að
þingmenn séu virkir i öllum
störfum þingsins, sæki þing-
nefndafundi og séu þar kraft-
miklir við stefnumótun, séu af-
gerandi á þingflokksfundum, taki
þátt ■ almennri umræðu á þing-
fundum og tali þar af þekkingu,
en ekki til þess eins aö tala og ná
með þeim hætti athygli fjölmiöla.
Þegar þingmenn sinna þessum
grundvallaratriðum, þá fyrst
einn daginn og fór nokkra hringi
með tromlunni áður en hans varð
vart. Sem betur fór var ekki
heitavatnsinntak á vélinni og var
kisi dreginn út ómeiddur en kald-
ur og blautur og að vonum i þó
nokkru uppnámi vegna þessa. Að
sjálfsögðu fékk hann hina bestu
aðhlynningu og mun ekki hafa
orðið meint af volkinu. En einn
kunningi hennar frænku minnar
gat ekki á sér setið og setti aug-
lýsingu í blað i hennar nafni, þar
sem auglýst var starfsemi nýrrar
gæludýraþvottastöðvar, þar sem
þvi var lýst yfir, að gamlir kettir
yrðu sem nýir eftir meðferðina.
Eitthvað hefur hún frænka min
víst þurft að svara i simann
vegna þessarar auglýsingar.
Þá gerðist það i einu frystihús-
inu fyrir nokkru að starfsmenn
þar voru að mála vinnslusal.
Þurfti einn þeirra að bregða sér
afsiðis og tóku hinir sig þá til,
tæmdu máiningardósina og helltu
súrmjólk i hana i staðinn. Þegar
málarinn kom aftur, kvartaði
hann sáran yfir þvi að málningin
vildi ekki þekja flötinn og þótti
einsýnt að hér væri um gallaða
framleiðslu að ræða. Þá kom einn
úr höpnum, tók dósina og saup
vænan sopa af henni, smjattaði
siðan og lýsti siðan yfir, að það
væri sko ekkert að þessari máln-
ingu. Varla þarf að lýsa svip-
brigðunum á andliti málarans
yfir þessari uppákomu.
Þá gerðist það fyrir skömmu á
vinnustað kunningja mins að
þangað barst stór bakki með
verða þeir taldir góðir og gegnir
þingmenn — fyrr ekki.„
Allstór hópur þingmanna
virðist hins vegar lita á það sem
sitt aðalhlutverk á þingi, að
starfa sem eins konar þrýsti-
hópur fyrir sitt kjördæmi, jafn-
framt þvi að stunda fyrirgreiðslu-
pólitikina sýknt og heilagt. Eða
eins og einn þingmaður orðar það
i grein Helgarpóstsins: ,,Þeir
menn eru tii á þingi, sem raun-
verulega hafa engan áhuga á
pólitik, — minni en almennt gerist
hjá fólki — og virka aöeins sem
þrýstihópur sins kjördæmis í
þingstarfinu. Þessir menn eru
náttúrlega úr öllum tengslum viö
þá pólitisku umræðu sem á sér
stað á þingi og i þjóðfélaginu
öllu.”
Margir þingmenn hafa á hendi
ýmisskonar störf utan þings. Þeir
sitja t.a.m. I bankaráðum, Fram-
kvæmdastofnum og i fjölmörgum
stofnunum öðrum. Ekki verður
séð annað, en þingmenn, sumir
hverjir, liti þessi störf sin jafnvel
alvarlegri augum en þingstörfin
sjálf og telji sig geta sinnt óskum
súkkulaðihúðuðum rjómakökum
og fylgdi nafn sendandans með
ásamt árnaðaróskum. t kaffitim-
anum átti siðan að gæða sér á
finiriinu. Eitthvað þóttu kökurnar
seigar undir tönn en þeir hörðustu
voru samt búnir að kyngja einum
eða tveimur bitum þegar i ljós
kom að menn voru að gæða sér á
súkkulaðihúðuðum lystadún-
svampi og var þá átinu snarlega
hætt og ófögur orð sem fuku um
sendandann og hans innræti.
Skrifari Eyjapósts var einn i hópi
þeirra sem boðið var að gæða sér
á góðgætinu og verður að segjast
aðsjaldan hefurhann augum litið
jafr. fallegar kökur né upplifað
önnur eins vonbrigði og innihald
þeirra. Sendandinn sem er einn
umbjóðenda sinna betur á
þessum vettvangi, en með at-
orkusemi i þingstarfinu sjálfu.
Það er orðið keppikefli alltof
margra þingmanna, að styrkja
sig f sessi innan stofnana fram-
kvæmdavaldsins og annars
staðar þar sem fjárstreymið er
verulegt, en lita framhjá þeim
starfa sínum — sem þeir eru
kjörnir til — að setja lög og sjá
um að þeim sé framfylgt.
Það er ekki eins furðulegt og
margir ætla, hvers vegna virð-
ingu Alþingis hefur hrakað meðal
þjóðarinnar. Alltof fámennur
hópur þingmanna virðist hafa
áttað sig á raunverulegu hlut-
verki þingmanna á Alþingi. Þetta
hefur m.a. leitt til þess að hlut-
verk Alþingis sem löggjafa hefur
látið á sjá. Þess vegna m.a. hefur
gerð laga æ frekar færst yfir á
hendur embættismanna fram-
kvæmda valdsins.
Fólkið I landinum veit hins vegar
vel hvert hlutverk Alþingis er og
fellir dóma sina á grundvelli
þeirrar vitneskju. Vmsir þing-
menn mættu hafa það i huga.
mikill grallari i eðli sinu, sat svo
og veltist um af hlátri þegar hon-
um voru færðar fregnir af veisl-
unni og þóttist vel hafa afrekað.
En hann hló ekki eins mikið dag-
inn eftir þegar hann mætti til
vinnu sinnar. Þá kom i ljós að ein-
hverjir höfðu verið á stjái um
nóttina og höfðu tjargað biksvart-
ar allar rúður á vinnustað hans
svo hvergi sást út. Ekki skildu
málarar þessir nafnspjöld sin
eftiiien af undangengnum atburð-
um þóttust menn geta ráðið
hverjir hefðu verið að verki. Ekki
hefur dregið til tiðinda siðan, en
þar sem stutt er i fyrsta april,
leiða menn að þvi getum að eitt-
hvað muni til tiðinda draga dag-
inn þann.
HÁKARL
Niðurskurdur opinberra útgjalda
Engan niðurskurö, takk!
Lærdómsrikar umræður áttu
sér stað á Alþingi á dögunum,
þegar Steingrimur Hermannsson
svaraði fyrirspurn um fram-
leiðslueftirlit sjávarafurða. Sér-
stök nefnd hefur komizt aö þeirri
niðurstöðu, að verulega megi
draga úr starfsemi eftirlitsins
vegna nýrra aðstæðna og þar með
fækka starfsfólki þess og lækka
kostnað. En greinilegt var að
stofnunin hyggát verja tilveru
sina með kjafti og klóm, hvað
sem allri þörf liður. Ráðherrann
svaraði .þvi til, að það væri álit
stofnunarinnar að ekki bæri að
fara aö niðurstöðu nefndarinnar.
Basta. Forstöðumaðurinn er
bróðireins þingmannsins og aðrir
starfsmenn hafa skipt með sér
fortölum við þingmenn og ráð-
herra. Máliö er dautt. Engan
niöurskurð, takk!
Niðurskurður i útlöndum
Erlendis eru miklar umræður
um niðurskurð opinberra út-
gjalda. t Bandarikjunum, i Dan-
mörku og viðar hefur verið gripið
til þess i yfirstandandi efnahags-
vandræðum að skera niður út-
gjöld til félagsmála. Ekki þarf að
rekja þær umræður hér, en þar
takast m.a. á hægri og vinstri
stjórnmálaöfl. Hægri mennirnir
segja að skattheimta vegna
félagslegra útgjalda valdi verð-
bólgu og að fjármunirnir týnist i
höndlunarkostnaði kerfisins.
Vinstri öflin segja hins vegar að
félagsmálaaðstoðin skili sér
margfalt i aukinni hamingju
þegnanna og minni sveiflum i
efnahagslifinu. Allir virðast þó
sammála um að stöðugt þurfi að
hagræða i stjórnsýslu hins opin-
bera og gera kerfið ódýrara i
rekstri. En þrátt fyrir samstöðu
um það, virðast lausnirnar ekki
ávallt takast og má rekja margar
gamansamar frásagnir um það
efni.
Niðurskurður hér
Hér á landi er ekki tekizt á um
niðurskurð á útgjöldum til félags-
mála, þótt deill sé um, hvað þau
eigi að aukast nratt. Allir eru lika
sammála um að gera ,,kerfið”
ódýrara. En hvað sem gert er, þá
nást engar breytingar fram. Ef
lagðar eru fram tillögur um hag-
ræðingu i kerfinu, þá bregst ekki
að viðkomandi kerfishluti tekur
til sinna ráöa. Ef forstööumaður-
inn á ekki bróður á þingi eða
flokksbróður i rikisstjórn, þá eru
væntanlega aðrir starfsmenn,
sem þannig er ástatt um. Nú ef
það ekki dugar, þá er auðvelt að
stofna þrýstihóp um imyndaða
eða raunverulega hagsmuni, og
beita honum gegn stjórnvöldum i
þvi skyni að veita viðkomandi
stofnun fastan og vaxandi sess i
þúsund ára riki okkar Islendinga.
Vegurinn til vitis er
varðaður góðum áformum
Það má segja um útgjaldaþró-
un hins opinbera hér á landi, aö
vegurinn til vitis er varðaður góð-
um áformum. Engum dettur i
hug, að stöðugt sé hægt að auka
útgjöld hins opinbera og þar með
skattheimtu endalaust. Oll stökk i
fjáröflun hins opinbera hafa verið
réttlætt með þvi, að nú skyldi tek-
in upp aukin hagræðing og hag-
sýsla hjá hinu opinbera. En ef
grannt er skoðað, þá hefur i raun
svo til ekkert gerzt.
Hin góðu áform
Um margra ára skeið tilkynntu
fjármálaráðherrar viðreisnar-
stjórnarinnar sálugu, að nú skyldi
aldeilis hagrætt hjá Skipaútgerð
likisins og hallarekstur þess
fyrirtækis afnuminn. Arangur
þeirra áforma geta menn sann-
færzt um með þvi að skoða siö-
ustu fjárlög. Hallareksturinn
heldur ótruflaður áfram.
Margir ráðherrar hafa glimt
við Bifreiðaeftirlit rikisinsog þar
hefur átt að spara verulega fé.
Enginn árangur.
Um Kikisútvarpið var gerð
mikil skýrsla fyrir nokkrum ár-
um og skyldi nú tekið til hendinni
varðandi rekstrarkostnað þeirrar
stofunar. Skýrslan kom i stað að-
geröa og eftir að hún var vendi-
lega komin upp i hillu hefur nú
verið samþykkt að hefja bygg-
ingu á útvarpshöll, sem auka mun
rekstrarkostnaðinn i nær stjarn-
fræðilegar tölur.
Gerð var mikil skýrsla um
Trvggingastofnun rikisins. Eftir
að hún hafði um hrið verið notuð
sem pólitiskt barefli á forstöðu-
menn stofnunarinnar, þá lenti
hún lika upp á hillu og máliö var
úr sögunni. Þó mun hugmyndin
um aö yfirfæra bótagreiðslur til
bankakerfisins vera úr henni
komin.
Orlofskerfið virðist ekki þjóna
neinum tilgangi nema að skaffa
Pósti og sima restrarfé. Lagt hef-
ur verið til, að það verði aflagt og
að verkalýðsfélög og starfsmenn
á hverjum stað leysi málið i sam-
ræmi við tilgang laganna. Auðvit-
að nær það ekki fram að ganga.
Fasteignamat rikisins er dæmi
um kerfi, sem enginn ræður við
og enginn botnar i. Kostnaður er
er 5—6 milljónir nýkróna. Margar
tillögur hafa komið fram um ein-
földun þess eða að leggja það nið-
ur og er ein slik nú fyrir þingi.
Stofnunin' er annarrar skoðunar
og forstöðumaðurinn er fram-
sóknarmaður, sem kunnugur er
innviðum stjórnmálanna. Þvi
heldur vitleysan endalaust áfram
og meira að segja er skrifuð út i
tölvum.
Brunamálastofnun rikisins
virðist ekki bráðnauðsynleg og
virðist auðveldlega mega fela
öðrum stofnunum verkefni henn-
ar án þess að þær þyrftu að bæta
við starfsliöi. Stofnunin hefur nú
komið sér upp þrýstihóp slökkvi-
liðsmanna til þess að standa vörð
um tilveru sina og er þar með
væntanlega borgið.
Þannig mætti lengi telja
Þannig mætti nær endalaust
telja og t.d. eru mörg dæmi frá
sveitarfélögunum sizt betri. Hin
mikla yfirbygging þjóðfélagsins
rýrir lifskjör þegnanna og gerir
þeim erfiöara fyrir með alls kyns
meiningarlausri skriffinnsku. En
reynslan sýnir að enginn ræður
við stöðugan vöxt i stofnunum
hins opinbera og enginn ráðherra
eða stjórnmálaafl fær klippt og
þvi siður rifið upp með rótum,
þann stofnanagróður, sem hér
hefur þroskast siðustu áratugina.
Hákarl