Helgarpósturinn - 24.07.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 24.07.1981, Blaðsíða 4
JAFNRETTISLÖGIN ÞVERBROTIN Á HVERJUM DEGI Seint efta aldrei verftur umrædan um jafnrétti kynjanna til lykta leidd. Að minnsta kosti hefur staða konunnar i þjóðfélaginu lengi vcrið rædd manna á nteðal og eflaust i aldaraðir, þótt flestir geti veriðum það einhuga.aðá siðustu áratugum, hefur kvenmaðurinn látið til sin taka á æ fleiri sviðum þjóðlifs. Kr alls staðar I sókn. t orði kveðnu eru allflestir þvi sammáia, aö kynin skuli standa jöfn aö vigi, livar seni stungið er niður fæti. Flestir jafnréttismenn i orði, en færri á boröi. Lög um jafnrétti kynjanna hér á landi eru uin margt fullkomin.en vandamáliö er einfaldlega það, að ekki fara allir eftir þeim. Jafnréttisráð er sú stofnun, sem skal standa vörö um jafnréttislögin. En hvernig skyldi sá slagur ganga og hverer raunveruleg staða kynjanna i islensku nútiina jóðfélagi? (áuðriður t»or- steinsdóttir formaður jafnréttisráðs svarar þvi og fleiru i Yfirheyrslu. Hvert er hlutverk Jafnréttis- ráðs? „Hlutverk Jalnréttisráös er að fylgja eftir lögum um jafnrétti kynjanna." Og hver hafa þau verkcfni ver- ið. sem komiö hafa til kasta ráðs- ins? „Flest mál sem hala komiö til okkar snerta kjara- og atvinnu- mál." Kjara- og atvinnumál hvors kynsins? „Það hafa fleiri konur leitað til ráðsins, en þaö koma karlar til okkar lika." Er Jafnréttisráð nokkuð annaö en ruslakista röfl- og vælumála. frá kvenfólki. sem er óánægt mcð lifiö og tilveruna einhverra hluta vegna? „Þaö er nú alls ekki rétt. Ég held að þaö séu langtum fleiri konur, sem kvarta ekki, þótt þær séu órétti beittar." En eru þessar konur nokkrum órétti beittar. Eru þetta ekki oft konur sem eru svekktar og sárar úti allt og alla og fá útrás þessara tilfinninga, með þvi aö kæra til jafnréttisráðs? „Ég held aö flestar kvartanir sem viö fáum hafi viö rök að styðjast.” Hvernig hafa þessar kvartanir og þessi kærumál verið afgreidd? „Það ler aö sjálfsögöu eltir þvi hvers eðlis þau eru. Viö reynum aö kynna okkur málin frá öllum hliöum, og ef viö teljum aö karl eöa kona hafi veriö órétti beitt, þá reynum við aö fá leiöréttingu á þvi. Ef um er aö ræöa launamál er talað viö vinnuveitanda og reynt aö ná fram leiðréltingu. Eitt mál hefur fariö fyrir dóm- stóla — Sóknarmáliö svokallaöa. Þar var um þaöaö ræða aö karlar og konur sem unnu gæslustörí á sjúkrahúsum hölöu ekki sömu laun, þótt um sömu vinnu væri aö ræða. Þetta mál unnum viö i und- irrétti, en þaö er fyrir Hæstarétti núna." Ilve stór hluti klögumála kem- ur frá kvenfólki og hve stór frá karlmönnum? „Ég hef reyndar engar hand- bærar tölur um þaö, en gæti imyndað mér aö i kringum 20% þeirra sem til okkar leita séu karlmenn. Aörir konur.” Er ekki fullljóst að i hugum flestra er Jafnréttisráð ekkert annaö en hagsmunafélag kvenna — einskonar kvcnréttindafélag — sem berst fyrir kvenfólkið gegn hinu svokallaöa karlaveldi? „Ég held að þaö séu margir sem rugla saman Kvenréttinda- félaginu og Kauösokkum annars- vegar og Jafnréttisráði hins veg- ar. Jafnréttisráð er ekki félag, heldur opinber stofnun sem á að framfyigja lögum um jafnrétti kvenna og karla." Nú hefur borið á þvi að fólk sem ekki fær stöður sem það sækir um, hótar að kæra málsmeðferð til jafnréttisráös. Ilvernig hafa kærur hinna óánægðu verið til lykta leiddar? „Við höfum aöeins fengiö þrju slik mál. Tvö þeirra höfum viö þegar afgreitt, en eitt er til um- fjöllunar núna. Þessi mál snerust sem kunnugt ei um veitingu lyf- söluleyfis á Dalvik og skipun i embætti prófessors i ónæmisfræöi við Háskóla islands. Viö fjölluð- um itarlega um bæöi málin, leit- uöum eftir umsögnum frá hlutaö- eigandi aðilum og siöan sendi Jafnréttisráð frá sér greinar- gerðir um málim, sem birtar voru i öllum fjölmiölum." Jafnréttisráð virðist þvi litið annað cn fyrirbrigði sem safnar saman upplýsingum og sendir til fjölmiðla. Er ráðið algjörlega valdalaust apparat? „Jafnréttisráð hefur vald til að höföa mál..." ...Það hafa allir cinstaklingar... „Já, einstaklingur sem telur aö á sér hafi verið brotin lög getur auövitað höföað mál... ...Og þarf ekkert jafnréttisráð til sem millilið. „Það má segja þaö. En hins- vegar er það svo aö margir ein- staklingar sem órétti eru beittir hafa ekki bolmagn til aö höföa mál og kannski ekki þá þekkingu sem þarf: Þá eru margir sem leggja ekki úti slikt kostnaöarins vegna. Jafnréttisráö getur þar aðstoðaö og höföað mál fyrir viö- komandi einstakling og máls- kostnaður er greiddur af opinberu fé”. En það er semsagt aðeins einu sinni, sem þið hafið séö ástæðu til að gripa til þess ráðs að höföa mál? Já, við höfum aðeins einu sinni höfðað mál" Er það þá álit Jafnréttisráðs, að aðeins einu sinni hafi jafnrétt- islögin verið brotin á þessum ár- um sem ráðið hefur starfað? „Jafnréttislögin hafa örugg- lega mjög oft verið brotin á þess- um árum, en i fyrsta lagi vitum viö ekki nema stundum um þessi brot, i öðru lagi er alltaí reynt aö leysa mál á annan hátt ef mögu- legt er og i þriðja lagi skal Jafn- réttisráð hafa samráð viö viö- komandi aðila um málshöföun. Þeir sem leitað hafa til ráðsins hafa stundum tekið þaö fram aö þeir óski ekki eftir málshöfðun. Það á t.d. við um Dalvikurmálið, — Siðast en ekki sist getur, vegna strangra sönnunarreglna, veriö erfittaösanna á fullnægjandi hátt aö um hrot hali verið aö ræða." Er það þin persónulega skoðun að konur séu almennt hlunnfarn- ar hvað stöðuveitingar varðar i okkar þjóðfélagi? „Ég held að varla sé hægt að segja að svo sé almennt um mannaráðningar, en þess gætir. Sérstaklega verður þess vart, þegar um er að ræða stöður stjórnenda og yfirmanna. Það er rikjandi viðhorf i okkar þjóðfélagi að það séu sérstök störf, sem körlum er ætluð og aftur önnur fyrirkonur. Þó eru vissulega und- antekningar frá þessu, það hafa ýmsar konur verið ráðnar i hærri stöður, en þvi miður allt of fáar.” Þu heldur þvi þar með fram, að það sé verið að þverbrjóta Jafn- réttislögin á hverjum degi? „Já áreiðanlega, þött viö hjá Jafnréttisráði fáum ekki alltaf um það fréttir." ..Starfskraftur óskast” sást nft i btöðum fvrir nokkrum misserum. enda kvngreiningar i starfsauglýsingum bannaðar. Nd sést þetta ekki lengur og ein- faldlega augtýst eftir karlmanni eða konu. Hvernig stendur á þessu og látið þið það viögangast að þessi lög séu brotin oft á dag? „Orðið starfskraftur, hefur alltaf verið okkur hiá Jafnréttis- ráði mikill þyrnir i augum, enda orðið ekki notað i réttri merkingu. Það er eins og sumir haldi að þetta orð — starfskraftur — sé upprunnið hjá Jafnréttisráði. ” En nu eru auglýsendur bdnir að kasta „starfskraftinuin" fyrir röða og farnir að kvngreina I grið og erg. „Það erhægtað auglýsa þannig að lögin séu ekki brotin, án þess að nota orðið starfskraftur. Það er t.d. hægt að auglýsa „ritari óskast” „deildarstjöri óskast” eða „starfsmaður óskast”. Allar slikar auglýsingar eru i samræmi við lögin.” En þið eruð farin að láta það átölulaust, þótt kyngreint sé i auglýsingum um störf? „Það er rétt, að fjölmiðlar og auglýsendur hafa ekki farið eftir þessu ákvæði laganna, að þaö megi ekki óska eftir öðru kyninu fremur en hinu til ákveðinna starfa. Við höfum skrifað auglýs- ingadeildum fjölmiðlanna og sömuleiðis auglýsendum, en ekki hefur nægilegt tillit verið tdcið til þessara bréfa frá Jafnréttisráði. Það væri auðvitað geysimikil vinna fyrir ráðið, ef það ætti að gera athugasemd við hverja ein- ustu auglýsingu í blöðunum, þar sem þessi lög eru brotin. Það er reyndar verið að gera yfirlit um þelta hjá Jafnréttisráði, og verið að vinna úr þvi núna. Niðurstöður verða væntanlega birtar næsta haust og við munum auðvitað halda áfram, að reyna að hafa áhrif í þá átt, að þessi ákvæði verði virt.” Jafnréttisráð safnar sem sagt upplýsingum um þessi lagabrot og tilkynnir landslýð en hyggst ekki fara í harl og lagfæra þetta ástand t.d. með þvi að höfða mál gegn þeim brotlegu? „Það hefur ekki verið tekin slik ákvörðun, hvort við förum með slikt mál fyrir dómstóla og þótt mikið hafi verið talað um þessar starfsauglýsingar, þá eru þær ekki eitt af þvi sem skiptir mestu máli i jafnréttisbaráttunni.” Verður þú persónulega vör við, að þd sért álitin annars flokks manneskja, vegna þess að þú ert kona? „Mér finnst ég ekki hafa orðið vör við það i minu starfi, þó ég hafi unniö mikið meðal karl- manna og ég held að ég sé ekki minna metin.” En í daglega lifinu utan vinnu- staðar? ,,Ég veit ekki hvað skal segja. Það er greinilegt að það er ætlast tilannarsaf konum er körlum.Ef viö litum t.d. á heimilið og barna- uppeldi þá er það almennt viðhorf i þjóðfélaginu, að barnauppeldi t.d. sé á ábyrgð konunnar og sömuleiöis heimilið. Ef illa tekst til þá er það talin sök konunnar, ekki karlsins.” Ert þd sjálfri þér samkvæm i öllu þcssu tali um jafnrétti kynj- anna? Berðu t.d. meiri ábyrgð á þínu heimili og uppeldi barna þinna en eiginmaður þinn? „Ég held að ég verði að viður- kenna.aðhjá mér eins og flestum öðrum konum hefur heimilishald- ið hvilt meira á mér.” Er þetta ekki veikleiki hjá for- manni Jafnréttisráðs, að geta ekki staðið sig i stykkinu hvað jafnréttismál varðar á eigin heimili? „Það má kannski segja það, en þetta stafaraf rikjandi viðhorfum i þjóðfélaginu og það er erfitt að breyta þeim á skömmum tima. Ég er þó alls ekki að segja með þessu, að maðurinn minn taki ekki sinn þátt i heimilisstörfun- um, en ábyrgðin hvilir óneitan- lega meira á mér — sérstaklega út á við. Það er ætlast til þess að konan beri ábyrgðina i þessum efnum.” Væri ekki eðlilegt að konur — jafnvel þd — kærðir þessa mis- skiptingu inná heimilunum til Jafnréttisráðs? Hafið þið fengið kærur frá konum, sem kæra eig- inmenn sína fvrirbrot á Jafnrétt- islögunum? Er ekki eðlilegt að Jafnréttisráð byrji á réttum enda og brevti viðhorfum heima fyrir áður en til skarar er látið skriða á vinnumarkaðinum ? „Ég held að jafnréttið hljóti að byrjaá heimilunum, þar fer fram fyrsta mótun barna. Varðandi heimilisstarf og uppeldi barna er höfuðábyrgðin hjá konunum, enda þótt bæði vinni utan heimil- is. Þetta leiðir til þess að konur eiga erfiðara með að taka að sér störf sem gera miklar kröfur úti i þjóðfélaginu. Við höfum hins veg- ar engar kærur fengið frá konum sem telja sig misrétti beittar á heimilunum.” Hvernig mvnduð þiö taka slik- um kærum? „Ég held að Jafnréttisráð geti ekki skipt sér af vferkaskipting- unni inná heimilunum. Við getum reynt að hafa áhrif á viðhorf fólks og hvatt til jafnrar verkaskipt- ingar, en að öðru leyti getum við ekki gripið inn i þessi mál.” En getur Jaf nréttisráð — stofn- un dti i bæ — breytt aldagömlum hugsunarhætti fálks hvaö varðar samskip'.i kynjanna? Eruð þið ekki að bevjast •-’-ð vindmyllur? Verður fóikið sjá'it ekki að finna sig kndið til að færa málefni kynj- anna 5 þann farveg, sem flestir telja eðlilegan? „Þaö er alveg rétt að stofnun útiibæ geturekkiráðið úrslitum i svona máli. Þaö er fólkið i land- inu, fjöldinn, sem verður að vera sér meðvitandi um þessi mál. Hins vegar held ég að Jafnréttis- ráð geti ef vel tekst til haft áhrif i þá átt að breyta þessum viðhorf- um auk þess sem það veitir ákveðið aðhald með þvi að standa vörð um jafnréttislögin.” Hver er afstaða þin til smá mála i samskiptum kynjanna s.s. eins og hvort karlmenn eigi að standa upp fyrir konum i strætó, eða hvort þeir eigi að stjana við þær í veislum o.s.frv.? „Ég held að það sé engin ástæða til þess að karlar standi upp fyrir konum i strætó, nema þær séu veikar, gamlar eöa ófnskar.” myndir: Jim Smart eftir: Guömund Árna Stefánsson NAFN: Guðriður Þorsteinsdóttir STAÐA: Framkvæmdastjóri BHIVI og formaður Jafnréttisráðs FÆDD: 15. desember 1946 HEIMILI: Snælandi 6, Rvik HEIMILISHAGIR: Eiginmaður Stefán Reynir Kristinsson og eiga þau eitt barn BIFREIÐ: Daihaitsu Charade ÁHUGAMÁL: Lestur, útivera Föstudagur 24. júlí 1981 helgarpósturinn

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.