Helgarpósturinn - 24.07.1981, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 24.07.1981, Blaðsíða 29
29 hplgarpá^fi irinn Föstudagur 24. jon i98i ÍÞRÖTTAFÉLAG VIKUNNAR Umsjón: JöHANNA ÞÖRHALLSDÓTTIR Knattspyrnufélag Reykjavíkur Knattspyrnufélag Reykjavikur, öðru nafni K.R. var stofnað árið 1899, að sögn Guðjóns Guðmunds- sonar formanns félagsins. Þegar ég innti hann eftir markmiði fé- lagsins sagði hann aö það væri að iðka iþróttir sér til ánægju eöa til keppni. Félagar i K.R. eru tæp- lega eitt þúsund, en þá eru með- taldir, bæði þeir sem leggja stund á knattspyrnu og þeir sem eru styrktarfélagar en hafa lagt stund á knattspyrnu og beir sem eru sly rkíar i élagar. en 250 manns æfa nú og keppa at fullum kraftiiknattspyrnu hjá félaginu. Æfingar eru allt árið um kring fyrir krakka 10 ára og eldri. Auk þess er K.R. meö námsskeið i knattspyrnu fyrir 6 - 8 ára og 8 - 10 ára. K.R. er með mjög góða æf- ingaraðstöðu við Frostaskjól og það þarf varla að taka fram að allir þeir sem hafa áhuga mega mæta á staðinn, hvort sem það eru stelpur eða strákar. Stuðar- inn ræddi við tvo stráka i þriðja flokki K.R. Baldur Haraldsson, 16 ára — Af hverju fórstu i K.R.? „Það lá beinast viö. Ég bjó i vesturnænum þegar ég fékk a'huga á knattspyrnu." — Hefurðu spilað lengi? „Siðan ég var átta ára.” — Finnst þér skemmtilegt að spila fótbolta? „Já, annars væri maður nú sennilega ekki að þessu.” — Er K.R. betra en eitthvert annað félag? „Ég held að K.R. sé ekkert betra en annað félag, en að sjálf- sögðu mundi ég aldrei segja að K.R. væri verra. Eigum við ekki að segja að K.R. sé bara alveg ágætisfélag.” — Er góður mórall i félaginu? „Já, ekki hef ég komist að öðru.” — Hvaða kostum á góður knatt- spyrnumaður að vera búinn? „Hann verður að geta sparkað fast, hlaupið hratt og svo verður hann að vera fimur og nettur i hreyfingum.” — Æfirðu oft i viku? „Ég hef æft þrisvar i viku hing- að til.” — Verður þú aldrei þreyttur? „Ég verð ekki þreyttur á fót- boltanum en oft verð ég likam- lega, þreyttur, þvi er ekki að neita. En skólinn sér um að þreyta mig andlega.” — 1 hvaða skóla ertu? „Ég var i Hagaskóla, en er að hugsa um að skipta um næsta haust og fara i M.R.” — Er heilbrigð sál i hraustum likama? „Það þarf alls ekki að vera, en oft passar þaö saman.” Július Þorf innsson, 15 ára — AF hverju ertu i K.R. „Ég bý hundrað metra frá K.R. heimilinu, þannig að það var stutt að fara. Svo er ég i íélaginu ánægjunnar vegna.” — Hvað er svona skemmtilegt? „Það er bæði keppnin og félags- skapurinn.” — Gengur vel hjá K.R.? „Okkur finnst það nú ekki allt- af, en við skruppum til Danmerk- ur um daginn og þá unnum við leiki og svo kepptum við á fimmtudagskvöldið i fyrri viku og þá gekk okkur vel. Við kepptum á móti Leikni og unnum 7:0. En okkur hefur svosem ekki alltaf gengið svona vel en það er alveg örugglega einskær óheppni.” — Hvenær byrjaðir þú i fótbolt- anum? „Þegar ég var átta ára” — Finnst þér K.R. betra liö en önnur? „Það er nú kannski ekkert sér- staklega betra en önnur lið. — Það er svolitið merkiiegt hvað það hefur alltaf verið mikill rigur milli K.R. og Vals, en útaf hverju veit ég ekki. Það virðist helst vera útaf einhverri gamalli hefð. En önnur lið eru ekkert verri. Flestir eru i fótboltanum ánægj- unnar vegna. Þó alltaf sé til folk sem reynir aö klekkja á andstæð- ingunum en það eru lélegir iþróttamenn. — Hvaða kostum þarf góöur knattspyrnumaður að vera bú- inn? „Hann má ekki geíast upp. Hann þarf að geta tekiö tapi og má ekki vera með skitamóral úti aðra, þó þeir séu ekki i sinu besta formi. Allir reyna held ég að gera sitt besta.” — Er heilbrigð sál i hraustum likama? „Jaaá, maður hlýtur smám saman að verða heilbrigður og iþróttirnar hljóta að hafa góð áhrif á sálina.” POSTUR OG SÍMI Stuðarinn er ekki alvitur, alsjá- andi og alheyrandi frekar en aðrir. Þó að hann viti margt um áhugamál og vándamál ungs fólks, þá veit hann ekki allt. Þess vegna ætlar hann að opna póst- og simaþjónustu. Póstþjónustu fyrir þá sem eru pennaglaöir, sima- þjónustu fyrir þá sem eru penna- latir. Stuðarinn mun sitja við sima SlXtiti á föstudögum frá kl. I—8 eftir hádegi og utanáskriftin er STUÐARINN c/o Helgarpósturinn Siðumúla 11 105 Reykjavik. • •• Loksins kom að þeirri lang- þráðu stund aö Stuðarinn fekk apphringingu. 1 sinsanum var stúlkurödd. Sagðist hún ekki vilja láta nafns sins getið, og er þaö i sjálfu sér allt i lagi þó það sé nu stundum skemmtilegra. En stelpan i sim- anum sagðist vilja nota dulnelmð Eva. Og gefum „Evu ' oröiö ,,1 fyrsta lagi langaöi mig til að þakka íyrir að það er eitthvað larið að skrifa sem er á okkar bylgjulengd.Mér fannst ágætt hja ykkur aö koma með kynliísþátt- inti siðast og það ætti finnst mer alveg að tala meira um það. Það er sko léleg kyniifslræðsla i minum skóla og ég veit að svo- leiðis er á fleiri stööum. En af hverju er aldrei talaö um svona hluli við stráka? Eru þeir eitt- hvað sPes! Og svo kemur eitt bréf Hæ stuðari Mig langar bara til að gela stuðaranum smá komment svo að þið stuðist enn meira upp. Ég tr yfirhöfuð all svalur yfir stuðata* framtakinu sem sliku.Og ég hehl ekki að ég nenni neitt að vera ; ð skammast, þó langar mig til að koma einu á lramlæri en það er þetta eiliía „vandamál” stuðat- anna á minum aldri en það er kynlifið. Hvernig væri aö spyrja strákgúlla eitthvað um kynlifið? Bara svona að gamni? Höfum nalniö mitt leyndarmál og köllum mig Stebba stuöara. Baldur og Július. Ævintýraleg skemmtisigling um Miðjarðarhafið BROTTFÖR 1. SEPTEMBER. Nú bjóöum viö skemmtisiglingu meö lúxus-skipinu Mikhail Lermontov frá London til Miöjaröarhafs- ins. Komiö veröur viö í Malaga á Spáni, Ajaccio á Korsíku, Civitauecchia (Róm) og Napólí á ítalíu, La Gaulette í Túnis og Corunna á Spáni. Flogiö veröur til London aö morgni 1. september og siglt af staö kl. 19.00 sama dag. Komiö er til baka til London þann 16. september og flogiö heim þann 17. september. Mikhail Lermontov er 20.000 tonna skip og tekur 650 farþega. Um borö er allur sá lúxus, sem hugsast getur, s.s. barir, setustofur, veitingasalur, kvikmyndasalur, verslanir, hárgreiöslustofur, gufubaö, leikfimisalur og sundlaug. Og að sjálfsögöu mikið og rúmgott dekk, sem sagt allt sem þarf til gleöi og skemmtunar, velltöanar og afslöppunar. Komiö á skrifstofu okkar og fáið nánari upplýsingar. SÉRHÆFÐ FERÐAÞJÓNUSTA ÁNÆGJA OG ÖRYGGI í FERÐ MEÐ OTCOMTIK FERÐASKRIFSTOFA — Iðnaöarmannahúsinu — Hallveigarstíg 1. Símar: 28388—25850.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.